Húnavaka - 01.05.1996, Page 75
HUNAVAKA
73
Siggi greip í hendina á Möggu. Rödd hans var hás.
— Heldurðu að þeir sjái kerlinguna?
— Orugglega.
Magga var svo hrædd að hún óttaðist mest að pissa í buxurnar. Þau
gerðu nokkrar tilraunir en allt kom fyrir ekki. Hestarnir neituðu öllu.
Loks tók Siggi á sig rögg, hann gekk í átt að hesthúsinu.
— Þetta gengur ekki, sagði hann og herti upp hugann en allt í einu
heyrðu þau undarlegt hljóð úr hesthúsinu. Það var eins og hás, norn-
arlegur hlátur og svo komu skruðningar á eftir. Börnin hljóðuðu og
veinuðu og hlupu af stað. Siggi hrasaði en Magga dró hann á fætur.
— Fljótur, það er einhver að koma.
Þau stukku af stað. Siggi ríghélt í hendina á Möggu og merkilegt
nokk, hún hafði við honum á hlaupunum. Venjulega var Siggi langt á
undan. En óttinn gerði það að verkum að hún sveif eftir veginum.
Móð og másandi hrundu þau inn um dyrnar á íbúðarhúsinu. Gulla,
húsfreyja leit undrandi á þau.
— Hvað gengur á, krakkar mínir?
Augu þeirra stóðu á stilkum, svitinn bogaði af þeim og þau blésu og
másuðu. Loks fékk Magga málið.
— Við sáum Krækilöpp...
— Já, hún opnaði dyrnar á hesthúsinu, hestarnir neituðu að fara
inn og svo hló hún ógeðslega, bætti Siggi við.
Gulla stundi.
— Krakkar, ég \ál ekki að þið séuð að hlusta á svona vitleysu. Það eru
engir draugar til. Þessi Krækilöpp er bara tilbúningur, gömul saga.
— Við sáum hana, fullyrti Magga. Hún var nú farin að ímynda sér
að hún hefði séð kerlinguna hanga í snörunni með tunguna lafandi
út úr sér.
— Alveg satt, sagði Siggi.
— Alveg hreina satt.
Gulla fór fram og greip stígvélin sín.
— Komið þið.
Magga hristi höfuðið.
— Eg fer ekki aftur.
Gulla leit á Sigga.
— Hvað segir karlmennið. A ég að fara ein og láta inn hestana?
Siggi leit á Möggu. En svo herti hann upp hugann. Fyrst Jón bóndi
var ekki heima, þá gat hann ekki látið Gullu fara eina á móti óvættin-
um.
— Eg kem.