Húnavaka - 01.05.1996, Page 78
ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON frá Másstöðum:
Másstaðabærinn um 1940
Þú ert horjinn, kemur alcLrei aftur
áður hýstir gleöi, von ogþrá,
veggirfalla, fúnar stoð og raftur
jyrnast kynnin meir en trúa má.
Másstaðabærinn var að stofni til torfbær en hafði tekið miklum
breytingum og var nú sambland af torfi, timbri og steinsteypu. Um
aldamótin, þegar jörðin komst í eigujóns Ki. Jónssonar, fósturföður
míns, mun bærinn hafa verið mjög hrörlegur og var að mestu endur-
byggður eftir það. Þá mun hann hafa verið tveggja bursta bær með
stafna mót norðri og suðri og tvær skemmur framan við, þ.e. vestan
við fram á hlaðið. Aðkoma hefur líklega ávallt verið að vestan og var
svo enn er ég þekkti hann.
Engar teikningar munu til af bænum en þegar hann var jafnaður
við jörðu voru útveggja steinhleðslur látnar standa óhreyfðar svo að
hægt væri að átta sig á stærð hans síðar. Seinna kom í ljós að til var á
Héraðsskjalasafni A-Hún. á Blönduósi virðing vegna brunabóta, gerð
25. ágúst 1934, en hann hafði ekki verið tryggður áður. Brunabóta-
matið var þá kr. 4200. Hjá virðingamönnum er aðallýsing bæjarins
Þorsteinn Guðnnindsson fæddist í Hjarðardal í Dýrafirði 10. febrúar 1926. Tólf
vikna gömlum var honum komið í fóstur að Másstöðum í
Vatnsdal til Halldóru Gestsdóttur, frænku sinnar, er þar
bjó með manni sínum, Jóni Kr. Jónssyni. Þar ólst hann
upp. Átján ára að aldri fór hann í Bændaskólann á Hvann-
eyri og lauk þaðan prófi eftir tvö ár. Um tíma vann hann
við jarðræktarstörf fyrir bændur á vegum BSAH. Hann
lærði vélvirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík og vann við þá
iðn lengstan hluta æ\i sinnar, fyrst í Héðni en síðar í Vél-
smiðjunni Steinum þar sem hann var meðeigandi. Þor-
steinn lést 22. febrúar 1996.