Húnavaka - 01.05.1996, Side 83
HUNAVAKA
81
Austurhliðar miðbadstofu og sudurhúss voru úr timbri með þremur
gluggum, einum á norburhúsinu en tveimur á babstofunni, Þeir stóðu
næstum á jörð að utanverðu því jarðvegi hafði verið mokað að þeim
til að jafna út landhallann og halda vatni frá húsinu. I babstofunni var
vinnustaður heimilisins, þar var prjónavélin undir syðri glugganum
en rennibekkurinn undir hinum og þar var vefstóllinn settur upp
þegar hann var í notkun. Þegar margt fólk var á heimilinu var komið
þar fyrir tveimum svefnstæðum. Ofn var í baðstofunni og 15 línu drag-
lampi liékk í loftinu. Norðurhúsid var svefnstaður með tveimur rúm-
um, borði undir glugganum og kistu með kúptu loki til að sitja á. Yfir
því var geymsluloft opið fram í baðstofuna. Þar voru geymd ýmis amboð,
vefstóllinn, rokkar og annað dót. Syðst úr baðstofunni var gengið fram
í ganginn, gólfið í honum var lítið eitt lægra en í baðstofunni. Suður úr
honum voru dyr inn í herbergið, frekar mjótt en með innbyggðum fata-
skáp í norðvesturhorni. Rúm var við vesturvegginn. Reykrör frá suð-
urhúsofninum lá í gegnum herbergið og veitti nokkurri volgru í það.
Annað hitatæki var þar ekki.
Norðan við ganginn var eldhúsið með skorsteini í horninu við gang-
þilið og þar stóð eldavélin. Með austurþilinu var setbekkur og mat-
borðið þar fyrir framan. Við vesturvegginn var eldhúsborð, vaskur
með vatnskrana yfir og síðan skápborð er náði að dyrunum fram í
gamla eldhúsið. Norðan við eldhúsiðwar búrið með skilvindu, strokk og
öðrum mataráhöldum. Vestan við það var seinna búið út gufubað,
„sána“. Það var með tveimur mjóum bekkjum, hvorum upp af öðrum,
gerðum úr tréramma sem vírnet var strengt á og inni í horninu var
„kamína“ með steinaskúffu ofan á. Ef steinarnir voru hitaðir vel og
vatni skvett á þá varð svo heitt að manni fannst húðin skreppa saman
og svitinn pípti af manni. Framan við var tjaldað fyrir smákrók þar
sem hægt var að þvo sér upp úr bala á eftir. Þetta var mjög vinsælt hjá
yngri kynslóðinni og allmikið notað en vegna aðstöðuleysis var það
ekki eins vinsælt hjá þeim eldri. Búrið og baðið fengu birtu frá smá-
glugga á norðurstafninum, eldhús og gangur voru með þakgluggum,
einum í ganginum en tveimur í eldhúsinu. Vestur af eldhúsinu var gamla
eldhúsið með moldargólfi. Þar var múrhlaðið stórt eldstæði með
þvottapottinum yfir og borði með vesturveggnum. Þaðan var farið
niður í kjallara og upp á loftið þar sem mjöl og þurrvara var geymd en
kjallarinn geymdi eldivið, súrmat, garðávexti og annað sem þurfti
kaldari geymslu.
Stofuhúsið var byggt á árunum 1926-27 að ég held. Það var að grunn-