Húnavaka - 01.05.1996, Side 94
92
HUNAVAKA
sem ég færi í hlyd að vera hol að innan og þá var þessi varða sem reis
þarna á brekkubrúninni svo ógnarstór í mínum augum, heiman séð,
kjörinn staður sem koppavarða.
Hér er hátt til lofts og vítt til veggja. Héðan sé ég suður á Holta-
vörðuheiði, Vatnsnesið og norður Strandir allt að Hornbjargi. Það
hillir nú uppi svo að sama veður verður á morgun. Það sögðu mér
gamlir menn, ef Hornbjarg hillti uppi væri von á þráviðri. Þetta gekk
eftir. Gömlu mennirnir höfðu aldrei liaft af veðurstofu að segja. Þeir
voru vanir að taka eftir öllu kringum sig og margir voru afburða veð-
urglöggir.
Nú renni ég sjónum austur yfir Húnaflóa. Það má líkja honum við
spegil svo sléttur og fagur í sólskininu. Eg lít fyrst á Kálfshamarsvík.
Þar var eitt sinn margt fólk og stundaður sjór af miklu kappi, það sýna
kofarústirnar. Nú er þar allt autt og tómt. Það er viti frammi á nesinu,
sennilega hugsað um hann frá Sviðningi. Eg fylgi brekkubrúninni að
fjalli sem er yst í fjallaklasa og endar við Brandaskarðshnjúk. Við ræt-
ur Fjallshnjúks stóð bærinn Fjall, nú kominn í eyði. Næsti bær var
Steinnýjarstaðir, síðan Alfhóll, nú kominn í eyði og Kelduland. Þessir
bæir stóðu við rætur þessa fjallaklasa. Bærinn Brandaskarð stendur
við rætur Brandaskarðshnjúks. Harrastaðaá kemur úr Brandaskarð-
inu og rennur til sjávar sunnan við Efri- og Neðri-Harrastaði. Branda-
skarðið er breitt og djúpt. Sunnan við það rís hið tignarlega fjall, Spá-
konufell, með sína fögru klettakórónu, Borgina. Við rætur þessa fjalls
voru ystu bæirnir, Háagerði, Finnsstaðir og hið mikla höfuðból, Spá-
konufell. Þar var kirkjustaður. Þessir þrír bæir eru komnir í eyði og
búið að flytja kirkjuna niður í þorpið. Mig minnir að gamla kirkjan
væri rifin 1926.
Milli Spákonufells og Áibakkafjalls er dalur sem heitir Hrafndalur.
Hrafnáin kemur framan úr þessum dal og fellur utan við bæinn Ár-
bakka. Á móti Ái'bakka utan við ána er bærinn Litlafell. Árbakkafjall
heitir öðru nafni Skógarfell, hlíðin snýr að Hallárdalnum. Hallárdal-
ur er kominn í eyði, fagur dalur og grösugur. Þar voru margir bæir.
Fremst var Þverá, næst Bergsstaðir og svo Sæunnarstaðir. Þar var t\í-
býli. Neðst voru Vakursstaðir. Bláland var þar á móti, sunnan við Hall-
ána. Neðan við mynni Hallárdals er bærinn Vindhæli. Sunnan við ána
er Kjalarland norðan í Kjölnum sem er há bunga og mikil um sig,
sennilega ísaldarruðningur. Blálandshnjúkur, öðru nafni Hörfell, er
norðan við Brunnárdalinn.
Ég fylgi fjallaklasanum eftir. I þessum fjöllum er breitt og djúpt
skarð, Haukaskarð. Það er á móti Sæunnarstöðum í Hallárdal. Héðan