Húnavaka - 01.05.1996, Page 95
HÚNAVAKA
93
sem ég stend sé ég alla leið fram á Þverárbungu á móti Þverá í Hallár-
dal. Brunnárdalur nær fram að bungunum. Fjallið sunnan við Brunn-
árdalinn heitir Dýnufjall. Við rætur þess stóð Höskuldsstaðasel, lítið
kot.
Eg fer nú að líta mér nær. Landinu héðan frá brúninni hallar alla
leið ofan að gamla bænum í Kambakoti eða þar sem liann var. Hann
brann fyrir nokkuð löngu síðan. Búið er að byggja steinhús sem
stendur sunnar og neðar á túninu. Þetta landflæmi héðan frá brún-
inni og heim að bæ heitir Brekka, eru þó ótal smábrekkur og bollar. I
urðinni neðan við, þar sem ég er, uxu burknar í gjótum innan um
steina. Þetta var þegar ég var krakki en er sennilega ekki lengur.
Við skulum litast um í gamla bænum eins og hann var þegar ég var
að alast upp. Hann var hvorki háreistur né mikill um sig. Fyrst förum
við inn í bæjardyrnar. Þaðan komum við inn í stórt hlóðaeldhús þar
sem þvottur var Jrveginn og slátur soðið á haustin. Meðfram hlóðum
var gengið í fjós. Ur eldhúsinu var líka gengið inn í búrin sem voru
tvö, fremra og innra búr. Ur eldhúsinu var langur gangur inn í bað-
stofu. Þá komum við inn í litla kompu þar sem eldavélin var. Þaðan
voru tvær tröppur upp í baðstofuna. Hún var tvær rúmlengdir og
álíka breið. I Jressari baðstofu voru oftast fimm fullorðnir og við systk-
inin þrjú. Eg get búist við að fólk nú til dags trúi ekki svona sögum.
Það var lítið um þægindi og ekki var verið að skemmta sér út og suð-
ur. En það var margt gert í þessari lágreistu baðstofu sem gaf okkur
betra veganesti út í lífíð en ótal skemmtanir. A hverju kvöldi allan vet-
urinn, þegar allirvoru komnir inn, tók Símon föðurbróðir minn bæk-
ur og hóf lestur. Þá hættu þær að spinna, mamma og amma, og tóku
prjóna sína. Það var hljótt meðan frændi minn las, enginn vildi niissa
af því sem stóð í bókunum. Hann átti allar Islendingasögurnar,
Noregskonungasögurnar og Eddurnar. Hann kvað líka rímur. Svo var
lestrarfélag sem var á Syðri-Ey. Þangað voru bækur sóttar. Mér leið
stundum illa þegar mest gekk á í Islendingasögunum. Húslestur var
alltaf lesinn eða hugvekjur áður en farið var að sofa. Það gerði að
minnsta kosti mér gott. Ein var sú bók sem frændi neitaði að lesa.
Þessi saga var Natans saga Ketilssonar. Ommu mína langaði til að
heyra söguna. Þegar piltar voru farnir út til gegninga las mamma sög-
una fyrir ömmu og auðtdtað hlustuðum við systur á. Eg man að ég
lærði margar vísur. Það hefur alla tíma gefið mér mikið að heyra vel
kveðna vísu. Mér hafa stundum dottið í hug vísur Vatnsenda-Rósu.
Þær eru tærar og ótvírætt bera þær með sér að þær eru eftir sama höf-
und. Eg hef séð þær eignaðar öðrum eins og vísuna, „Eg að öllum