Húnavaka - 01.05.1996, Síða 97
HUNAVAKA
95
Ég man líka mörg jól heima. Þau voru yndisleg í fábreytíleika sín-
um. Þegar búið var að gera gömlu baðstofuna hreina, sópa frambæ-
inn og gera þetta eins vistlegt og mögulegt var og kveikja alls staðar
ljós, þurfti ég ekki að óttast ljótu og hrekkjóttu jólasveinana. Þá var
ekki verið með ótal jólagjafír. Við fengum þó alltaf einhverja nýja flík
og sortulyngslituðu skórnir með eltiskinns bryddingunum voru
fallegir í mínum augum. Það var dýrmætt að fá bók. Það kom ekki oft
fýrir. Ég man hvað ég varð glöð þegar mamma gaf mér biblíusögurn-
ar. Þá hef ég verið átta ára. Við vorum þá ekki skólaskyld fyrr en tíu
ára.
Jólasveinarnir, sem voru á ferðinni þegar ég var krakki, komu ekki
með fullar hendur af gjöfuni. Þessir leiðu og hrekkjóttu karlar breytt-
ust allt í einu í rauðklædda, hvítskeggjaða meinleysingja með fullar
hendur af gjöfum til að gleðja börnin. En eitt er víst að hrekkjóttu og
leiðu karlarnir, sem voru á ferðinni þegar ég var barn, skyggðu ekki á
barn í jötu austur í Betlehem. Barn sem færði okkur dýrmætustu gjöf-
ina með lífi sínu og dauða.
Nú hnippir hestur minn í mig. Hann er búinn að vera rólegur, hef-
ur staðið hnarreistur og fráneygur og horft í fjarlægð. Hann hefur ef
til \ill minnst þess þegar hann var folald hér fram í dalnum. Ég horfi
fram dalinn, veit að ég lít hann aldrei aftur. Þarna voru tvö sel er til-
heyrðu Hafursstöðum og Hafursstaðakoti. Hér í slakkanum austan
\áð brekkubrúnina var stór tjörn. Hún hét Lómatjörn. Hún er löngu
uppgróin en nafnið bendir til að lómar hafi verið þar viðloða.
Það er farið að halla af degi. Sólin hellir geislaflóði yfir Húnaflóa.
Hann er eins og bráðið gull. Við förum niður brekkubrúnina að aust-
an og nálgumst Hádegisholtið. Þegar staðið var á hlaðinu heima við
gamla bæinn bar sól yfir holtið í hádegisstað. Nokkru sunnar er ann-
að holt. Það heitir Svarðarholt. Mér dettur í hug að mór hafi verið
þurrkaður á holtinu (sumir kalla móinn svörð). Líklegt er að mórinn
hafi verið notaður viö selbúskapinn. Það voru tvö sel hér framundan
ofan við holtið, Ytri-E)jarsel og Syðri-E)jarsel. Ég veit ekki hvenær
hætt var að hafa í seli, líklega um eða fyrir aldamót. Hvað sem um það
má segja þá eru þessir selhólar fallegir. Það skyldi þó aldrei vera að
þessar skepnur, er hafðar voru hér í seli, sem „vitringar" halda fram
að tæti upp landið og skilji eftir auðn, hafi skilið eftir það mikinn
áburð að selhólarnir, eftir öll þessi ár, geti skartað dökkgrænu grasi
þó að landið í kring sé fölt af áburðarleysi.
Við höldum áfram og förum eftir Fífulág. Ég forðast að líta til
hægri. Þar er stórt dý við brekkuræturnar. I þessu dýi fórust skepnur,