Húnavaka - 01.05.1996, Side 119
GRÍMUR GÍSLASON:
Hvar lá fjárskiptagirðingin?
í bókinni Húnaþing, þriðja bindi, sem út kom rétt fyrir jólin á árinu
1989, segir svo í kaflanum um afréttarlönd As- og Sveinsstaðahrepps:
„I sambandi við fjárskiptin voru settar upp miklar varnargirðingar
til að hefta samgang fjár héraða milli. Var þar á meðal girðing úr Mið-
fírði í Arnarvatn, Réttarvatn og þaðan í Langjökul. Stendur sú girð-
ing enn og er viðhaldið.
Aiið 1947 ákvað sauðfjársjúkdómanefnd að girðing skyldi sett upp
framan heimalanda úr Kornsárvatni austur í Blöndu. Framkvæmda-
stjóri sauðfjárveikivarna, Sæmundur Friðriksson, leitaði til Lárusar í
Grímstungu um að velja girðingunni stað ásamt Birni Pálssyni á Ytri-
Löngumýri þáverandi oddvita í Svínavatnshreppi. Lá girðingin allt frá
Kornsárvatni í vestri austur í þrengslin á Blöndugili."
En hvar lá svo girðingin milli þessara tilgreindu staða?
Hún lá þannig í stórum dráttum frá vestri til austurs: Úr Kornsár-
vatni austur yfír Litla-Gafl, yfir Kleppukvísl, norðan Kleppuhóls, það-
an í austur norðan Hrútshyrninga, yfir Skútalækjardalinn í syðsta
fossinn í Alku, norðan Fuglaeyra. Úr nefndum fossi, austur yfir
Lambatungur, sunnan Fossvalla í efsta fossinn í Bríkarkvísl og þaðan
austur um Digruvörðudal nokkuð norðan grensins, yfir Dragasundin
syðst, austur um Gilsvatnshæðir, norðan Vestara-Gilsvatns, yfir
Illaflóa og Illaflóaásinn. Þaðan austur um Sjónarhólsflá, norðan Þrí-
stikluholts og niður í Skínanda í Vatnsdalsá. Lá girðingin þannig yfir
Svínavatnslækinn neðan til.
Frá Vatnsdalsá lá girðingin, eins og hún liggur enn, úr Skínanda
suður og austur, norðan Grenjadals og Bótarfells, austur um Tungna-
lækjarflá, yfir Tungnalækinn norðan Eyjavatns, um Mosás í Frið-
mundarvatnið vestara. Var girðingin þannig sett yfir lieimaland For-
sæludals en sunnan girðingarinnar er einmitt land það sem upp-
rekstrarfélagið keypti af eigendum Forsæludals árið 1975.
Framhald girðingarinnar til austurs var svo það að girt var á milli