Húnavaka - 01.05.1996, Page 139
HUNAVAKA
137
en að ýta saman þurru heyi því ýtan var sífellt að fara upp yfir garð-
inn. Ekki þýddi að taka nema lítið af votu heyi fyrir ýtuna. Blautt hey-
ið þjappaðist mjög saman í ýtubeðjunum og var mesta puð að rífa úr
þeim og dreifa. Blautu heyi var aldrei ýtt mjög langar leiðir á þurrt.
Sleðar voru notaðir þegar langt þurfti að flytja hey á þurrkvöll.
I sambandi við ýtuna er eðlilegt að minnast stuttlega á heykvíslina
sem var ómissandi tæki \áð að dreifa úr beðjunum, sæta og koma heyi
fyrir í fúlgum. Það hefði verið seinlegt verk að dreifa úr ýtubeðjum
sem ýtt var á þurrt ef hefði orðið að bera heyið í fanginu.
Þegar dráttarvél kom að Brekku var fljótlega útbúin ýta á hana og
kom hún sér vel á engjum við að ýta á þurrt en á túninu var hestaýtan
í fullu gildi fram yfír 1960 eins og fyrr er getið. Kom það einkum til af
því að dráttarvélin annaði ekki öllu sem gera þurfti.
Aður en farið var að nota sleða í Brekku voru vögur notaðar við að
draga hey á þurrt. Einn heimildarmanna minna, Júlíus Jónsson, vann
með vögur og lýsti verkinu og verkfærinu. Hvort tveggja kemur heim
og saman við þá lýsingu Brodda Jóhannessonar í bókinni Faxa:
í kjálka eru notaðar grannar spýtur, þrír til þrír og hálfur
metri á lengd. Bilið milli framendanna er um 70-75 cm, svo að
kjálkarnir falli frjálslega utan um reiðing. Um það bil 1,30 m frá
framendunum er þverslá negld á kjálkana og önnur aftar um
það bil 2,60 m frá framendum. Hún er um 1,80 m á lengd,
þannig eru vögurnar mun breiðari að aftan en framan. Aftari
kjálkarnir, neðan við þverslána, heita drög og eru nálægt 70 cm
á lengd.
I ramma þann, sem hér kemur fram, er festur strigi eða riðið
úr hrosshári eða kaðli.
Negldir voru klossar neðan á framenda kjálkanna eða göt
boruð gegnum þá. Þar voru festir hringsilar, og með þeim voru
vögurnar hengdar á klakk, og komu kjálkaendarnir nálægt
miðju reiðingsins. Stundum var torfusnepli stungið milli vögu-
endanna og reiðingsins til J^ess að hlífa honum.
(BroddiJóhannesson 1947, 248-49).
Vögur voru ekkert notaðar í Brekku eftir 1920 og því verður farið
fljótt yfír sögu. Þó er rétt að lýsa því lítillega þegar vögur voru notaðar
við að draga á þurrt. Júlíus segir að þegar vagað var þá hafí tvöfaldur
kaðall verið lagður á vögurnar og bundinn í aftari þverslána. Heyinu