Húnavaka - 01.05.1996, Page 154
152
HUNAVAKA
Hulda Pálsdótdr,
Höllustöðum
Fœda 21. ágúst 1908 -Dáin 9. janúar 1995
Hulda Pálsdóttir fæddist á Guðlaugsstöðum í Blöndudal. Foreldrar
hennar voru Páll Hannesson, bóndi á Guðlaugsstöðum og kona hans,
Systkini Huldu voru: Hannes, bóndi á
Undirfelli, síðar stjórnarráðsfulltrúi í
Reykjavík, Elínbergur (lést ungur),
Björn, alþingismaður og bóndi á Löngu-
nrýri, Guðmundur, bóndi á Guðlaugsstöð-
um, Halldór, búnaðarmálastjóri og Asdís,
hárgreiðslukona í Reykjavík. Þau eru öll
látin.
Hulda giftist Pétri Péturssyni frá Steiná í
Svartárdal 2. júní 1933. Þau reistu bú á
Höllustöðum í Blöndudal og bjuggu þar
lengst af upp frá því. Pétur lést 1977. Börn
þeirra eru: Páll, félagsmálaráðherra og
bóndi á Höllustöðum, Már, dómari í Hafn-
arfirði, Hanna Dóra, kennari í Kópavogi og Pétur, læknir á Akur-
eyri.
Guðrún Björnsdóttir.
Þeir himin erfa, er himin þrá,
þar helgar vonir allar rætast.
Hver góðu ann mun Guðsdýrð sjá,
þar góðar sálir allar mætast.
Stgr. Th.
Blöndudalur er börnum sínum kær og tengir þau þó hverfi út í
heiminn stóra. Fólk og ljóð voru eftirlætisumræðuefni Huldu og sjálft
höfuðverkefni lífsins var að stunda sóma og elska landið sitt. Ljóða-
kunnátta Huldu var ótrúleg og kvæði voru henni mjög tiltæk í sam-
ræðum.