Húnavaka - 01.05.1996, Page 155
HUNAVAKA
153
Allt er lífs, því líf er hreyfing,
eins ljóðsins blær og kristalssteinn
- líf er sambönd, sundurdreifmg -
sjálfur dauðinn þáttur einn.
St. G. St.
Það var merkilegur heimur í eldhúsinu á Höllustöðum. Þar var gest-
kvæmt, ættingjar úr höfuðstaðnum, dalbúar á skjótri ferð til næsta
bæjar, Pétur bóndi að fagna gestum og síðan rokinn út til verka sinna.
Þar var vinnustaður húsfreyjunnar, þangað komu afkomendur henn-
ar, þeirra vinir og hennar vinir, sóttu þangað fræðslu og menntun og
skemmtun. Þar var rædd siðfræði, ættfræði, landsmál, ljóð þjóð-
skálda, stökur genginna Blönddælinga, trúmál, greind presta, ævikjör
\ánnufólks og menning héraða og sveita. Þeir sem þar sátu og ræddu
við Huldu voru öfundsverðir. Fornar húnvetnskar rætur hennar
nærðu samræðulistina sem þar var stunduð.
Ég stóð um nótt við stjórn á völtu fleyi.
og stjörnur lýstu svala vetrardröfn,
og var að harma þessa víðu vegi,
sem vekja þrá en finna hvergi höfn.
Matth. Joch. þýddi e. Matthew Arnold.
Hulda hélt upp á orðið glaður. Það birti yfir henni allri J^egar
minni fornvina komu henni í hug. Jákvætt lífsviðhorf litaði ræður
hennar.
Allt líf verður gengt meðan hugur og hönd
og hjartað er fært til að vinna. -
Og gröfin er ljúf fyrir geiglausa önd,
og gott er að deyja til sinna.
St. G. St.
Einhver kann að halda að hugsun Huldu hafi einkum snúist um
liðna tíð. Fortíðin var henni oft mælikvarði á samtíðina en hún fylgd-
ist með hræringum samtímans og tók afstöðu sitjandi í öndvegi síns
trausta ljóðaarfs.
Skarður hlutur kvenna í samfélaginu var Huldu lítt að skapi. Með
skarpri sjón og hugsun lýsti hún kjörum genginna kvenna og studdi
af heilum huga konur sem vildu brjótast til áhrifa og embætta. En