Húnavaka - 01.05.1996, Síða 156
154
HUNAVAKA
hún fylgdist með þeim og gagnrýndi þær ekki síður en karlmenn í
sömu stöðu ef henni líkaði ekki verk þeirra.
Hugrekki og réttlætiskennd var ríkt í fari hennar og hún mat það
m'ikils hjá öðrum. Þrátt fyrir umburðarlyndi gat hún ekki samþykkt
þýlyndi og græðgi og var ekki orða vant en þó hún segði ekki orð,
leyndi svipur hennar ekki afstöðunni.
Hún var fædd Húnvetningur og húnvetnskur var sagnaheimur
hennar og afstaða.
Útför hennar var gerð frá Svínavatnskirkju þann 14. janúar.
Nú fer að ljúka þessum sundurlausu myndum en vísurnar, sem
þeim fylgja, eru úr kvæðasjóði Huldu. Að greinarlokum skal velja
kvöldbæn Sigurðar frænda hennar frá Brún:
Fel þú mig svefn, í svörtum, þykkum, dúkum,
sveipa mig reifum löngum, breiðum, mjúkum,
réttu svo strangann þínum þögla bróður.
Þá ertu góður.
S. J. frá Brún.
Ingi Heiömar Jónsson.
Brynjólfur Þorbjarnarson
frá Geitaskarði
Fœddur 6. janúar 1918 - Dáinn 14. janúar 1995
Brynjólfur var fæddur að Heiði í Gönguskörðum og var þriðji í röð
sex systkina sem voru börn hjónanna Sigríðar Arnadóttur, Þorkels-
sonar á Geitaskarði og Þorbjarnar Björnssonar, Jónssonar á Veðra-
móti. Þorbjörn og Sigríður bjuggu fyrstu búskaparár sín á Heiði en
keyptu Geitaskarð í Langadal af Arna, föður Sigríðar, árið 1926 og
bjuggu þar síðan á meðan heilsa entist.
Systkini Brynjólfs voru þessi í aldursröð: Arni Asgrímur, lögfræðing-
ur, fæddur 10. júní 1915, Sigurður Örn, bóndi og bókavörður, fædd-
ur 27. október 1916, Stefán Heiðar, fæddur 27. ágúst 1920 og dáinn 2.
desember 1936, Hildur Sólveig, húsfreyja, fædd 31. ágúst 1926 og
Þorbjörg, húsfreyja, fædd 10. september 1928.
Brynjólfur ólst upp í foreldrahúsum við almenn sveitastörf þar til