Húnavaka - 01.05.1996, Page 157
HUNAVAKA
155
hann hleypti heimdraganum og hélt til náms í vélsmíði en snennna
kom í ljós að hann haföi hagar hendur og var hugkvæmur.
Að loknu námi í Iðnskóla Hafnarfjarðar hóf hann störf í Raftækja-
verksmiðjunni hf. (Raflta) og varð þar fljót-
lega deildarstjóri og sinnti því starfi í all-
mörg ár, auk þess sem hann átti um nokk-
urra ára bil sæti í stjórn fyrirtækisins.
Hann vann einnig um nokkurra ára bil í
Ofnasmiðjunni hf. í Reykjavík og þá sem
yfirverkstjóri. Nokkur síðustu starfsár sín
vann hann á vegum Vélsmiðjunnar Kletts í
Hafnarfirði.
Ungur kvæntist Brynjólfur Sigríði Sigurð-
ardóttur, Kjartanssonar kaupmanns í
Reykjavík. Þau eignuðust sex myndarlega
og mannvænlega syni. Þeir eru: Sigurður,
viðskiptafræðingur, kona hans er Unnur
Einarsdótdr, skrifstofustjóri. Þorbjörn, véltæknifræðingur, ókvæntur.
Stefán, líffræðingur, kona hans er Svava Þorsteinsdóttir, kennari. Jón,
læknir, kona hans er Grete Have, læknir. Magnús, lögmaður, kona
hans er Sigrún Karlsdóttir, lyfjafræðingur og Guðmundur, vélvirki,
ókvæntur.
Þegar foreldrar Brynjólfs brugðu búi 1946 tók Sigurður bróðir hans
við búrekstrinum en þeir bræður voru þá orðnir eigendur jarðarinn-
ar og var Brynjólfur J^átttakandi í búskapnum ásamt fjölskyldu sinni
sumarlangt um alllangt skeið. Meðal margra þarfra verka hans heinia
á Geitaskarði var að hann smíðaði og setti upp vatnsaflsstöð til raf-
magnsframleiðslu við bæjarlækinn árið 1946. I október það ár var
stöðin tekin í notkun og þá var sem tilvera fólksins á Geitaskarði heföi
verið snortin töfrasprota, birta og ylur flæddi út í hvern krók og kima
íbúðarhússins, sem fram til þessa haföi ekki haft af neinum tækni-
undrum að segja. Af svo mikilli alúð, natni og samviskusemi haföi
smiðurinn fjallað um þessa völundarsmíði sína að enn í dag þjónar
hún hagsmunum fólksins á Geitaskarði, þó að stóraukin orkuþörf
hafi valdið því að ríkisrafmagni hefur verið bætt við til aðstoðar.
Raunar má segja að alúð, sam\iskusemi og fallegt handbragð hafí
einkennt öll störf Brynjólfs.
Enn er ógetið veigamikils þáttar í eðlisgerð hans. Honum var mjög
sýnt um störf að félagsmálum. A árunum sem hann starfaði hjá Rafha
átti hann um alllangt skeið sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og haföi