Húnavaka - 01.05.1996, Page 159
HUNAVAKA
157
svonefnda. Þar voru þeir í nokkuð mörg ár eða þar til þeir keyptu hús
við Strandgötu og þar hefur verkstæðið verið rekið síðan.
Arið 1976 keypti Carl hlut Þórarins í vélaverkstæðinu og starfrækti
það síðan. Verkstæðið annaðist alhliða viðgerðir og smíðar og vakti at-
hygli hve vel var til alls vandað sem frá því kom. Carl gerði vel við
starfsmenn sína og studdi þá á margan hátt þegar þeir þurftu á slíku
að halda.
Carl sinnti öllu sem hann tók sér fyrir hendur af áhuga, krafti og
eldmóði. Hann var einn af stofnendum Skagstrendings, var í stjórn
íyrirtækisins frá upphafi og í um tuttugu ár, lengst af stjórnarformað-
ur, enda helgaði hann félaginu mikið af tíma sínum. Hann hafði lif-
andi áhuga á sjómennsku þó hann stundaði hana ekki sjálfur og beitti
áhrifum sínum til að hlúa að málstað togarasjómanna. Árum saman
var Carl auk þess slökkviliðsstjóri á Skagaströnd. Framganga hans í
þágu samfélagsins einkenndist af þ\'í hve hollur hann var atvinnulíf-
inu og allri uppbyggingu staðarins. I því efni var ætíð efst í huga hans
að duga heimabyggð sinni sem best.
Fyrir utan atvinnureksturinn og störf að félagsmálum átti Carl ótal-
mörg áhugamál. A yngri árum var hann mikið í frjálsum íþróttum og
náði með árangri sínurn að halda, ásamt fleirum, uppi merki Skaga-
strandar á héraðsmótum. Auk þess stundaði hann veiðimennsku,
skíðamennsku, sjóskíði og köfun. Einnig ferðuðust þau hjónin víða
um heiminn. Eitt af því sem honum var hugleiknast var golfíþróttin.
Hann var einn af stofnendum Golfklúbbs Skagastrandar og var,
ásamt Fríðu, drifkrafturinn að uppbyggingu golfvallarins þar.
Engum sem Carli kynntist duldist að þar fór maður með mikinn og
sterkan persónuleika. Hann var hreinskilinn og hispurslaus í sam-
skiptum við aðra og þoldi hvorki væmni, tepruskap né óheiðarleika.
Hann sagði ávallt sannleikann umbúðalaust og lét hiklaust í ljós skoð-
anir sínar án tillits til hvort öðrurn líkaði eða ekki. En undir yfirborð-
inu, sem gat á stundum virst hart og hrjúft, átti hann ómældan fjár-
sjóð manngæsku, góðvildar og hlýju í garð annarra. Beinast og skýrast
birtust þessir eiginleikar hans í því hvernig hann umgekkst börn.
Hann trúði aldrei neinu illu um aðra menn að óreyndu og kom það
honum þ\’í alltaf á óvart að verða var við slíkt í fari þeirra. Hann mátti
ekkert aumt sjá og í erfiðleikum var hann alltaf tilbúinn að hjálpa.
Hann var ósérhlífinn, úrræðagóður og fljótur að bregðast við hverri
ósk um hjálp enda óspart leitað til hans ef vanda bar að höndum.
Hann studdi rnenn og hjálpaði oft óbeðinn og án þess að ætlast til
nokkurs í staðinn. Vinum sínum sýndi hann tryggð og ræktarsemi.