Húnavaka - 01.05.1996, Page 168
166
HUNAVAKA
Efni voru ekki mikil eins og títt var um alþýðufólk á þeim tíma. Er
Jóni lýst sem hagleikssmiði og dugandi bónda. Anna rnóðir hennar
var fríðleikskona og hagmælt vel eins og hún átti kyn til. Var hún sögð
hafa stundað vísnagerð strax á æskuárum.
Helga missti móður sína degi áður en
hún átti að fermast árið 1910. Losnaði þá
nokkuð um heimilishald á Gunnfríðarstöð-
um. Réðist hún þá í vist að Löngumýri um
tveggja ára skeið. Síðan lá leiðin til Sauðár-
króks og vann hún þar að hjúkrunarstörf-
um á sjúkrahúsinu undir handleiðslu Jónas-
ar Kristjánssonar læknis. Þaðan fór hún til
náms í Kvennaskólann á Blönduósi en
Jaann 14. júlí árið 1918 giftist hún Stein-
grími Davíðssyni, síðar skólastjóra á
Blönduósi.
Arið 1919 fluttu þau til Blönduóss og þar
bjuggu þau allan sinn starfsaldur en Steingrímur var ráðinn barna-
kennari og síðar skólastjóri, eins og áður er sagt. Fyrstu 10 árin
bjuggu þau í Brautarholti. Var öll húsaskipan lík og tíðkaðist til sveita
enda höfðu þau hjón nokkurn búskap sér og börnum sínum í og
með til framfærslu.
Árið 1930 fluttu þau síðan að Pálmalundi en að 8 árum liðnum
reistu þau steinhús er þau nefndu Svalbarð enda stóð það fyrst eitt og
sér á barði á auðum og óbyggðum mel austan Blöndu. Var heimili
þeirra hjóna á Blönduósi víöþekkt rausnarheimili þar sem eindrægni
og reisn ríkti. Þau eignuðust 14 börn, komust 12 þeirra til fullorðins-
ára og eru 10 þeirra á lífi.
Systkinin voru: Anna Sigríður, hún var gift Hauki Níelssyni bónda á
Helgafelli í Mosfellssveit. Hún er látin. Svava, gift Páli Hallgrímssyni
fyrrverandi sýslumanni á Selfossi. Olga, gift Ragnari Elíassyni bif-
reiðastjóra í Reykjavík. Hólmsteinn, fyrrverandi bankafulltrúi, kvænt-
ur Ásu Einarsdóttur. Haukur, húsasmiður í Reykjavík, kvæntur Önnu
Þórarinsdóttur frá Reykhólum. Fjóla, var gift Kristni Jónssyni útibús-
stjóra en hún er látin. Jónína, gift Þormóði Péturss)Tii fulltrúa vega-
gerðar á Blönduósi. Brynleifur læknir á Selfossi, kvæntur Huldu Guð-
björnsdóttur. Sigþór, bifvélavirki í Reykjavík. Steingrímur Davíð, raf-
virki í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Veturliðadóttur. Jón Pálmi, verk-
taki Reykjavík, kvæntur Brynhildi Sigtryggsdóttur og Sigurgeir, tann-
læknir í Reykjavík, en kona hans er Svanlaug Sigurðardóttir.