Húnavaka - 01.05.1996, Page 170
168
HUNAVAKA
Konráð Már Eggertsson
frá Haukagili
Fæddur 17. nóvember 1911 — Dáinn 15. júlí 1995
Konráð Már Eggertsson var fæddur á Haukagili í Vatnsdal. Foreldr-
ar hans voru hjónin á Haukagili, Agústína Guðríður Grímsdótdr og
Eggert Konráð Konráðsson.
Systkinin voru sjö. Elst var Guðrún Mar-
grét sem er látín. Næst elstur var Konráð.
Síðan konm Kristín, Haukur og Svava. Þau
eru öll búsett í Reykjavík. Bróðirinn Hann-
es dó um fermingu og yngsti bróðirinn,
Sverrir, er einnig látinn.
Æskuárin í Vatnsdalnum í byrjun aldar-
innar einkenndust af vinnu án kynslóða-
klofnings, skammvinnri skólagöngu á
heimilum og af fjölmennum, barnmörgum
heimilum þar sent var skyldleiki og mikil
samskipti. Konráð var ungur fullvaxta, stór
og sterkur og voru snemma lögð á hann
verkefni og ábyrgð. Hann var elsti sonurinn
og varð eftirminnileg fyrirmynd yngri systkinum sínum og góður fé-
lagi.
Konráð tók við búinu á Haukagili 1937 og stundaði búskapinn í 40
ár. Áiið 1948 kvæntist hann Lilju Halldórsdóttur Steinseu sem kont
frá Reykjavík árið áður sem ráðskona. Lilja kom með soninn Sævar
Örn Stefánsson. Hann er nú rannsóknarlögreglumaður og búsettur í
Hafnarfirði, kvæntur Guðbjörgu Lilju Oliversdóttur. Konráð og Lilja
eignuðust 5 böru en þau eru: Eggert Konráð áður bóndi á Haukagili
en nú húsvörður, búsettur í Kópavogi. Sambýliskona hans er Torfhild-
ur Rúna Gunnarsdóttir. Guðrún Katrín er skrifstofumaður á Dalvík,
gift Guðmundi Inga Jónatanssyni. Ágústína Sigríður er búfræðingur
og býr á Hjartarstöðum í Eiðaþinghá, gift Halldóri Sigurðssyni. Inga
Dóra er bankastarfsmaður á Akureyri, gift Aðalsteini Guðmundssyni.
Hólmfríður Margrét er atvinnurekandi og guðfræðinemi, búsett á
Álftanesi og gift Andrési Bjarnasyni.
Konráð var iðjusamur bóndi, snyrtimenni og laginn. Skepnur, hús
og jörð báru þess merki. Hann var góður smiður, verklaginn og dríf-