Húnavaka - 01.05.1996, Page 171
HUNAVAKA
169
andi, byggði upp og gerði við eftir þörfum, jafnhliða búskapnum. Það
var erilsamt heima á Haukagili. Margir komu á heimilið vegna frænd-
skapar, vináttu eða samstarfs. Þangað var gott að koma og fjölskyldan
þar myndaði trausta og vingóða einingu, innbyrðis og út á við. I
Vatnsdalnum dafnaði félagslíf af öllu tagi. Konráði voru snemma falin
mörg trúnaðarstörf á vegum hrepps, sýslu og félagsskapar. Hann var
traustur og yfírvegaður hæfileikamaður sem sinnti mörgum hlutverk-
um svo áratugum skipti. Hreppstjóri var hann í 35 ár, sat lengi í
hreppsnefnd, skattanefnd, Búnaðarsambandsstjórn, sóknarnefnd og
víðar. Þá var Konráð áhugasamur og virkur sjálfstæðismaður og var
einn stofnendajörundar, félags ungra sjálfstæðismanna í A-Hún. Þótt
Konráð væri dulur og hæglátur maður, var hann traustur og átti
marga vini og margir leituðu ráða hjá honum. Hann hafði ákveðnar
skoðanir og mikla ánægju af mannlegum samskiptum.
Árið 1976 flutti Konráð með fjölskyldu sína á Blönduós. Eftir það
tók hann að sér tímabundin verk við veiðieftirlit, skattframtöl og
fleira. Þá starfaði hann með Lionshreyfingunni en síðustu árin urðu
kyrrlát enda kraftar dvínandi.
Síðustu fjögur árin bjuggu Konráð og Lilja á Flúðabakka 1 þar sem
heimilisfólk í íbúðunum átta var sem ein fjölskylda.
Útför Konráðs Eggertssonar var gerð frá Blönduósskirkju 22. júlí.
Sr. Stína Gísladóttir.
Sigurgeir Sverrisson
frá Blönduósi
Fæddur 14. október 1948 -Dáinn 6. september 1995
Sigurgeir Sverrisson, var fæddur á Blönduósi. Hann var þriðji í röð
fimm barna hjónanna, Jóhanns Sverris Kristóferssonar fyrrum hrepp-
stjóra á Blönduósi og Elísabetar Þórunnar Sigurgeirsdóttur frá Isa-
firði. Systkini hans eru Kristófer Sverrir, Hildur Björg, Jón og Sverrir
Sumarliði.
Hann ólst upp hjá foreldrum sínum, dvaldi á æskuslóðum allt til tví-
tugsaldurs og stundaði m.a. á þeint árum bifvélaviðgerðir. Eftir það
flutti hann til Hvolsvallar þar sem hann lagði stund á bifvélaviðgerðir
og bifreiðaakstur.