Húnavaka - 01.05.1996, Page 172
170
H UNAVAKA
Að nokkrum árum liðnum ílutti hann aftur á heimaslóðir til
Blönduóss og vann þá ýmis störf er til féllu, m.a. í Vélsmiðjunni Vísi.
Síðan lá leið hans til Isafjarðar en þar var hann starfsmaður Norður-
tangans.
Að átta árum liðnum flutti hann til Kefla-
víkur og síðustu árin átti hann heimili sitt í
Hafnarfirði. Fyrri kona Sigurgeirs var Jóna
Sigríður Guðmundsdóttir frá Laufási við
Hvammstanga. Eignuðust þau þrjú börn en
þau eru: Guðmundur Jóhann, unnusta
hans er Margrét Gunnarsdótdr, búsett í
Kópavogi. Olöf Ragna, gift Sigurði Páli
Trygg\'asyni, búsett í Steinholti í Suður-
Þingeyjarsýslu og Kiistófer Skúli, búsettur í
Kópavogi, unnusta hans er Ásthildur Dóra
Þórsdóttir.
Með seinni konu sinni, Huldu Baldurs-
dóttur frá Blönduósi, átti hann eina dóttur, Elísabetu Þórunni, bú-
setta í Keílavík. Sigurgeir gekk börnum Huldu af fyrra hjónabandi í
föðurstað. Sambýliskona hans síðustu árin var Vigdís Bragadóttir frá
Hafnarfirði. Sigurgeir lést í Keflavík, 46 ára að aldri.
Sigurgeir var ýmsum hæfileikum búinn. Á æskuárum sínum á
Blönduósi tók hann mikinn þátt í félagsstarfi. Hann var virkur félagi í
íþróttafélagi staðarins svo og í starfi skátafélagsins. í hljómsveit lék
hann um árabil bæði á Blönduósi og fyrir vestan. Sigurgeir var maður
glaðvær, drengur góður og hvers manns hugljúfi.
Utför hans var gerð frá Blönduósskirkju 15. september.
Sr. Arni Sigurðsson.
Þorgerður Helga Stefánsdóttir,
Ytri-Ey
Fædd 28. febrúar 1918 - Dáin 23. september 1993
Þorgerður Helga Stefánsdótdr fæddist í Hafursstaðakod í Vind-
hælishreppi. Foreldrar hennar voru Stefán Stefánsson Kambakoti og
Salóme Jósefsdóttir, fædd í Stóradal í Svínavatnshreppi. Þau eignuð-
ust alls tólf börn og var Þorgerður Helga sjötta barn þeirra.