Húnavaka - 01.05.1996, Page 173
HÚNAVAKA
171
Fimm systkinanna eru enn á lífi en þau eru: Stefanía Valgerður sem
býr í Reykjavík, Ingibjörg sem býr í Stykkishólmi og Jósef, Þórunn og
Margrét er búa á Skagaströnd.
Þorgerður ólst upp hjá foreldrum sínum.
Auk þess var hún nokkur ár í barnæsku hjá
móðursystur sinni, Ingiríði Stefánsdóttur, á
Akureyri og gekk þar í barnaskóla en kom
síðan aftur heim til foreldra sinna.
Þegar Þorgerður komst á unglingsár fór
hún að heiman til að vinna fyrir sér. Var
hún mörg ár í kaupavinnu og vist á ýmsum
stöðum, mest í Húnavatnssýslu en þó
einnig víðar um land. Undantekning var
þar á veturinn 1940-41 en þá stundaði liún
nám við Kvennaskólann á Blönduósi.
Árið 1946 réðist hún til Stefáns Agústs-
sonar bónda á Ytri-Ey en Stefán hafði þá
fest kaup á jörðinni tveimur árum áður. Þau gengu í hjónaband hinn
1. desember 1957. Að Ytri-Ey bjuggu þau saman til ársins 1989 en það
ár lést Stefán. Þau eignuðust tvö börn, stúlku sem lést á fyrsta ári og
Stefán Pétur sem er bóndi á Ytri-Ey.
Þegar á unglingsárum Þorgerðar leyndist engum að þar fór hæglát,
prúð og velvirk stúlka. Þeir persónukostir einkenndu hana alla tíð.
Hún var jafnframt föst á skoðunum sínum. Hún liafði unun af því að
hlusta á tónlist og oft söng hún ein við vinnu sína. Hún bar í hjarta,
hlýju, velvilja og kærleika en þeir eðliskosdr birtust í umgengni henn-
ar við annað fólk og því hvað hún var góð við börn. Þeir komu einnig
fram í því hvernig hún umgekkst og annaðist húsdýrin því hún var
mikill dýravinur. Eins og oft er um hæglátt fólk gat hún verið ófram-
færin við ókunnuga en reyndist því fólki vel sem hún kynntist.
Þorgerður gerði aldrei miklar kröfur fyrir sjálfa sig. Eftir að hún
fluttí að Ytri-Ey var ævistarf hennar að vinna að heimili sínu og búinu.
Má með réttu segja að hún hafi verið sívinnandi, bæði við bústörfm
og heimilið. Líf hennar var á margan hátt erfitt því ýmislegt fór á ann-
an veg en hún hefði kosið. Eftir að hún missti dóttur sína varð hún
aldrei söm. En mikil gleði og nýr tilgangur komu inn í líf hennar þeg-
ar sonur þeirra hjóna fæddist, óx og dafnaði. Að fá að veita honum af
þeirri hlýju sem hún átti í svo ríkum mæli og eiga hann að síðari hluta
ævinnar var gæfa hennar í lífinu.
Síðari hluta ársins 1990, ári eftir að Stefán eiginmaður hennar and-