Húnavaka - 01.05.1996, Page 175
HÚNAVAKA
173
Helgi hleypti heimdraganum árið 1944, fór þá til Reykjavíkur og
lagði stund á bifreiðaviðgerðir. Þrem árum síðar, eða þann 24. maí
árið 1947, gekk hann að eiga Helgu Sigríði Lárusdóttur frá Gríms-
tungu. Hófu þau búskap sinn á Blönduósi. Reisti Helgi síðar húseign-
ina Helgafell þar sem þau bjuggu til ársins 1950 en þá um vorið fluttu
þau í Orrastaði. Þar bjuggu þau í tvö ár en fluttu þá að Meðalheimi
þar sem hann byggði upp íbúðarhúsið ásamt útihúsum.
Vorið 1959 lá leið hans enn suður en þá flutti hann ásamt fjölskyldu
sinni suður í Garðahrepp og vann hann eins og áður að bifreiðavið-
gerðum.
Vorið 1964 taka þau sig enn upp og tóku jörðina Þórormstungu í
Vatnsdal á leigu. Byggði Helgi veglegt íbúðarhús á jörðinni eins og
hann liafði víðast gert þar sem hann hafði tekið sér bólfestu. I Þór-
ormstungu bjuggu þau hjón til ársins 1976 er þau brugðu búi og
fluttu til Blönduóss. Atti hann heimili sitt á Urðarbraut 12 allt til
dauðadags.
Lengst af var Helgi starfsmaður Pólarprjóns á Blönduósi.
Þau hjón eignuðust sex börn en þau eru: Björg, húsmóðir í Holti í
Svínadal, en maður hennar er Jóhann Guðmundsson oddviti. Lárus,
bifvélavirki á Blönduósi, kvæntur Sigríði Kristínu Snorradóttur. Ragn-
hildur, búsett á Blönduósi, gift Gesti Þórarinssyni, hitaveitustjóra.
Erna Ingibjörg, búsett á Hvammstanga, en maður hennar er Birgir
Jónsson verkamaður. Sveinbirna, búsett á Akureyri, gift Valdemar
Friðgeirssyni sjómanni og Vigdís Eiríka, búsett á Þórustöðum 7 í Eyja-
fjarðarsveit en maður hennar er Helgi Orlygsson, starfsmaður Kaffí-
brennslu Akureyrar.
Helgi hafði um nokkur ár átt Mð vanheilsu að stríða. Hann lést á
Héraðssjúkrahúsinu 78 ára að aldri.
Með Helga Sveinbjörnsyni er horfinn sjónum vorum góður og gegn
samferðamaður. Eins og áður er sagt var liann framfarasinnaður at-
hafnamaður eins og þeir frændur margir úr Skagafírði. Hvarvetna
þar sem hann bjó, má sjá merki framkvæmdavilja hans og bjartsýni.
Utför hans fór fram frá Blönduósskirkju 21. október.
Sr. Arni Sigurdsson.