Húnavaka - 01.05.1996, Page 176
174
HUNAVAKA
Valgerður Jónatansdóttir,
Gautsdal
Fcedd 16. júní 1926 — Dáin 20. október 1995
Elín Valgerður Jónatansdóttir fæddist og ólst upp í Súðavík. For-
eldrar liennar voru Ingibjörg Kiistjánsdóttir frá Alftafirði og Jónatan
Sigurðsson frá Furufirði á Ströndum. Þau Ingibjörg og Jónatan áttu
íjögur börn sem komust til fullorðinsára.
Elín Valgerður var næstelst þeirra en elstur
er Kristján Jón, búsettur í Súðavík. Þar býr
einnig Magnea en yngsta systirin, Steinunn
María, er látin.
Uppvaxtarárin í Súðavík voru ár fjöl-
breyttrar vinnu og skólagöngu. Auk
skyldunáms lauk Valgerður námi í Hús-
mæðraskólanum á Isafirði. Hún stundaði
fiskvinnu á heimaslóðum og sat yfír ám
inni í Alftafirði og hún náði sér í lífs-
reynslu víðar, svo sem í síld á Siglufirði og í
vistum í bæ og sveit, m.a. í Reykjavík og
Hveragerði.
Valgerður réðst 25 ára görnul sem kaupakona í Gautsdal til hjón-
anna Haraldar Eyjólfssonar og Sigurbjargar Jónsdóttur. Árið eftir,
1952, giftist Valgerðurjóni, syni þeirra. Stunduðu eldri ogyngri hjón-
in búskapinn í sameiningu uns foreldrar Jóns fluttu til Blönduóss
1963 og Valgerður og Jón tóku við búinu.
Þau eignuðust tvö börn sent eru: Kristín Sigríður sem gift er Gísla
Garðarssyni frá Súðavík, þau búa á Blönduósi og eiga þrjá syni. Gauti
er kvæntur Rannveigu Runólfsdóttur frá Hvammi í Langadal, þar
sem þau búa og eiga þau fjögur börn.
Valgerður var 44 ár í Gautsdal. Það voru ár sveitasælu, þeirrar sælu,
sent felur í sér hamingju, gleði, fegurð og blómlegt mannlíf, en jafn-
framt svita, tár og einangrun. Framan af var mannmargt í Gautsdal
þar sem tvær og þrjár kynslóðir bjuggu saman. Einnig var talsverð
umferð um Laxárdalinn, gangnamenn hýstir og börn í sveit.
Valgerður var trúföst húsmóðir og vék lítið af bæ. Þó gaf hún sér
tíma til að leggja lið í Kvenfélagi Bólstaðarhlíðarhrepps en annars fór
hún lítið burt frá skyldustörfunum heima, utan heimsókna vestur á