Húnavaka - 01.05.1996, Page 179
HUNAVAKA
177
stóra, auk útróðramanna, er oft á tíðum gistu bæinn er vertíð stóð
yfir.
Einar ólst þ\'í upp við hvort tveggja í senn, sjósókn og landbúnaðar-
störf í æsku. Hann dvaldi á heimaslóðum
fram til tvítugsaldurs er hann festi ráð sitt.
En árið 1957 gekk hann að eiga fjTri konu
sína, Sigurbjörgu Ai'nadóttur, er ættuð var
af Suðurnesjum og settust þau að í
Ytri-Njarðvík. Sama ár fór hann í Vélstjóra-
skólann í ReykjaHk og lauk þaðan mótor-
námskeiði þá um vorið.
Veturinn 1961-1962 innritaðist hann síð-
an í Sjómannaskólann í Reykjavík, lauk
t\'eggja bekkja námi þann vetur og útskrif-
aðist með stýrimannsprófi.
Þessi árin var hann á sjó frá Suðurnesjum.
Með fyrri konu sinni eignaðist hann 3 börn
en þau eru: Arni, búsettur í Innri-Njarðvík, kvæntur Guðbjörgu
Kiástinsdóttur. Asta, búsett í Ytri-Njarðvík en maður hennar er Stein-
ar Guðmundsson og Jóhannes Helgi, sem búsettur er í Hafnarfirði,
kvæntur Jónínu Færseth. Þau Einar og Sigurbjörg slitu samvistum.
Ái ið 1974 réðist Einar hingað til Blönduóss og starfaði um skeið hjá
Vélsmiðjunni Vísi. Síðar stundaði hann af og til sjómennsku og vann
nokkur ár í Pólarprjóni. Síðustu 13 árin vann hann sjálfstætt að járn-
smíði og uppfyndingum sínum.
Einar hóf búskap með eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Sig-
urðardóttur frá Litlu-Giljá í Þingi og bjuggu þau tvö fyrstu árin á
Litlu-Giljá. Síðan fluttu þau til Blönduóss og áttu lieimili sitt að
Brekkubyggð 23. Þau gengu í hjónaband 8. október 1987.
Börn þeirra eru: Ingimar og Elín Björk. Stjúpsonur hans er Gunnar
Þór en hann er búsettur á Blönduósi.
Síðustu ár ævi sinnar gekk Einar eigi heill til skógar en hann lést á
Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi, 58 ára að aldri.
Með Einari Jóhanness)Tii er horfinn sjónum vorum mikill hug-
sjóna- og hæfileikamaður. Hann var hagur á járn svo af bar eins og
áður er sagt. Stundaði hann jafnan járnsmíði og fékkst allnokkuð við
uppfyndingar, m.a. á tækjum til sjávarútvegs. Meðal þeirra er skelfisk-
plógurinn sem notaður er víða um land. Hann hannaði og smíðaði
hinn svonefnda plöntustaf sem hefir á síðari árum verið tekinn í notk-
un um land allt við gróðursetningu trjáplantna.