Húnavaka - 01.05.1996, Page 183
HÚNAVAKA
181
Jón og Zophonías, í Hnausum en yngsti sonur þeirra, Ellert, tók við
búi foreldra sinna en kona hans er Vigdís Bergsdótdr, ættuð frá Sand-
gerði.
Eftir lát manns síns dvaldi Guðrún áfram á Bjarnastöðum hjá syni
sínum og tengdadóttur og börnum þeirra að undanskildum sex síð-
ustu vikunum er hún dvaldi á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi þar
sem liún lést, 95 ára að aldri.
Með Guðrúnu á Bjarnastöðum er horfín sjónum vorum rnerk og
góð kona. Hún var ein af þeim hógværu í landinu sem heilög ritning
segir að erfa muni landið. Verk féll henni nær aldrei úr hendi „því
hún vann meðan dagur er, því nóttin kemur er enginn getur unnið“,
eins og segir á einum stað.
Utför hennar var gerð frá Þingeyrakirkju 9. desember.
Sr. Arni Sigurðsson.
Sverrir Kristófersson,
Blönduósi
Fæddur 3. mars 1921 -Dáinn 9. desember 1995
Jóhann Sverrir Kristófersson, eins og hann hét fullu nafni, var fædd-
ur á Blönduósi. Foreldrar hans voru hjónin, Kristófer Kristófersson
frá Köldukinn og Dómhildur Jóhannsdóttir frá Hólum í Hjaltadal.
Voru börn þeirra hjóna þrjú og eru tvö
þeirra á lífi, Skafti og Jóna.
Kristófer Kristófersson, faðir Sverris, var
einn af forustumönnum á Blönduósi þeirra
tíma, m.a. meðhjálpari Blönduósskirkju um
30 ára skeið. Sverrir ólst upp í foreldrahús-
um og bjó á Blönduósi allt til dauðadags.
Hann gekk í Unglingaskóla Blönduóss í
tvo vetur, gerðist bifreiðastjóri hjá Kaupfé-
lagi Húnvetninga og ók flutningabíl félags-
ins til Reykjavíkur frá árinu 1942-1962 eða
um 20 ára skeið.
Sverrir tók virkan þátt í félagsmálum í
heimabæ sínum meðan starfskraftar entust.