Húnavaka - 01.05.1996, Page 188
186
H ÚNAVAKA
og frekara iðnnáms fór Karl til Akureyrar en kom heim að taka við
búi að föður sínum látnum, árið 1931, og bjó í fyrstunni ásamt bræðr-
um sínum, Vilhjálmi, Hilmari og Hjalta.
Iðnmenntin nýttist Karli vel heima fyrir, bæði við úrvinnslu á reka-
viðnum og hvers konar smíðavinnu. Sveit sinni og samfélagi varð
hann mikill styrkur. Miðstöðvar- og hitalagnir, viðgerðir og smíðar og
margt íleira féll til af störfum sem hagleiksmaðurinn best gat unnið.
Hann varð því fljótt eftirsóttur til slíkra verka.
Karl var greiðvikinn og hjálpsamur þannig að víða rétti hann hjálp-
arhönd á árum uppbyggingar í sveitum meðan smám saman þróaðist
meiri tækni og nýjungar komu til sögunnar. Hann lifði nær alla 20.
öldina. Olíkur er sá ytri heimur um rnargt sem hann fæddist til og sá
sem hann kvaddi. Margt hefur breyst, margt sá hann breytast og
mörgu tók hann þátt í að breyta.
Enda þótt hagleiksverkin lofi meistarann voru áhugamálin fleiri.
Sjómennskan var eitt þeirra og kvaðst hann vel myndu hafa getað
hugsað sér ævistarfíð á þeim vettvangi. Störfín tengd sjónum voru
hans líf og yndi. Létt lund varð glaðari þegar ýtt var úr vör. Hann
hafði næmt auga fyrir náttúru landsins, naut þess að ferðast, sjá nýja
staði, landslag og staðhætti. Þá naut hann þess ekki síður að hitta
fólk, heyra viðhorf og skoðanir, því hann var víðsýnn og umburðar-
lyndur þótt hann hefði styrk og festu í eigin skoðunum. Með honum
er genginn góður maðttr sem bar gott fram úr sjóði hjarta síns.
Margrét Jónsdóttir var fædd í Skrapatungu á Laxárdal. Hún var
dóttir hjónanna, Jóns Helgasonar og Ingibjargar Sveinsdóttur, er þar
bjuggu. Margrét var tvíburi móti Þorsteini og áttu þau þrjú yngri
systkini en 14 voru þau systkinin alls. Lyrstu ár ævinnar ólst Margrét
upp hjá foreldrum sínum en er hún var sex ára fluttist fjölskyldan að
Skuld á Blönduósi. Við búinu tók Finnur Guðmundsson ásamt for-
eldrum sínum og hjá þeim var Margrét næstu árin. Móðir Finns, Guð-
ný Finnsdóttir, gekk henni í móður stað og eftir það kona Finns, Ingi-
björg Jónsdóttir. Til fullorðinsára átti Margrét því heima í Skrapa-
tungu.
Árið 1935 kom þangað Karl í Víkum til þess að smíða hús. Með
þeim Karli og Margréti tókust kynni og gengu þau í hjónaband 31.
júlí árið 1936, saga þeirra var sameiginleg upp frá því. Hann hafði
komið til húsasmíða en þau urðu sinnar gæfu smiðir hvort með öðru.
Margrét var myndarleg dugnaðarkona og annaðist verk sín mörg og
margþætt af stakri prýði. Hún var listhneigð, bókhneigð og ljóðelsk
manneskja. Tónlist, sögur og ljóð voru hennar yndi. Glaðsinna var