Húnavaka - 01.05.1996, Page 191
Fréttir og fróðleikur
VEÐRÁTTAN ÁRIÐ 1995.
Janúar.
Mikið vetrarveður var í janúar
og umhleypingasamt. Lágskýjað
og lítið skyggni. Urkomu varð
vart í 22 daga en mælanleg í 20
daga. Metúrkoma varð í mánuð-
inum eða alls 118,3 mm, þar af
110,4 mm sem snjór en 7,9 mm
sem regn. Snjólag var gefið allan
mánuðinn og mjög mikið í mán-
aðarlokin með algerum jarð-
bönnum og miklum samgöngu-
erfiðleikum. Ekki var vitað um
beina skaða í héraðinu af völdum
tíðarfarsins svo sem var í Súðavík
og víðar á Vestfjörðum þar sem
snjóflóð féllu og ollu manntjóni.
Hlýjast varð 3. og 12. janúar,
fimm stiga hiti, en kaldast, 15,5
stiga frost, þann 28. Frostlaust
var 3. og 21. - 23. janúar. Stór-
viðri mátti kalla dagana 15., 18.
og 30. janúar. Skráð norðan 9
vindstig þann átjánda. Oft var
stórviðri til hafsins og sjósókn því
erfið. Jarðbönn voru um allt hér-
aðið í mánaðarlokin vegna snjó-
dýptar og harðfennis.
Febrúar.
Mikil vetrartíð var í febrúar-
mánuði. Jarðbönn og samgöngu-
erfiðleikar. Sveiflur voru á hita-
stigi og vindum. Að morgni þess
1. var hitinn 5,6 stig en var kom-
inn niður í 11 stiga frost um há-
degið. Hæsti hiti í mánuðinum
var 6 stig þann 21. en kaldast,
17,4 stiga frost, þann 8. og 16,5
stiga frost daginn áður. Suðlægar
áttir voru fyrri hluta mánaðarins
en norðlægar síðari hlutann.
Mjög hvasst varð af norðaustri að
kvöldi þess 19. Fauk þá þakið af
íbúðarhúsinu á Brekkubyggð 2 á
Blönduósi í lieilu lagi yfir á lóð
næsta nágranna. Urkoma var
skráð í 16 daga en mælanleg í 12,
alls 11,8 mm, allt snjór. Oveður
voru mikil í útsveitum og stór-
viðri til hafsins. Gæftir því erfið-
ar. Talið var að aðeins á einum
bæ í sýslunni hafi hross komist af
án gjafa.
Mars.
Osvikið vetrarveður var allan
marsmánuð, skýjað loft og mikil