Húnavaka - 01.05.1996, Page 192
190
HUNAVAKA
Þakib fauk af húsi Cu'ómundar Karls Ellertssonar ogHelgu Jónínu Andrésdóttur að Brekku-
byggð 2, 19. febrúar 1995. Ljósm.: Sig. Kr.Jónsson.
snjóalög. Úrkomu varð vart í 29
daga en 26 mælanlegir. Úrkoma
var alls 40,4 mm, 8,9 mm sem
regn en 31,5 mm snjór. Jarðbönn
héldust víðast hvar allan mánuð-
inn og samgönguerfiðleikar
trufluðu mjög ferðalög og mann-
fundi. Frostlaust var í 6 sólar-
hringa og hæsti hiti, 9,2 stig,
þann 30. Mest frost mældist 15
stig þann 28. og 13 stig þann 29.
Mánuðurinn var vindasamur, átt-
ir norðanstæðar til 10. og frá 15.
til 18. og 25. - 26. Upp frá því
voru sunnan og suðvestanáttir
með dimmum snjóéljum, allt til
mánaðamóta. Stórhríð var af
norðaustri þann 16., skráð 9
vindstig. Aflestur af veðurmælum
var þá mjög erfiður og óviss sök-
um veðurofsans. Vegir lokuðust
jafnótt og opnaðir voru og
reyndist mjög erfítt að ná mjólk
frá bændum fjölmarga daga.
Gæftir á sjó erfiðar.
Apríl.
Vetrarveður mátti kalla allan
aprílmánuð. Aðeins voru sex
frostlausir dagar. Hlýjast varð 24.
dag mánaðarins, 5,5 stiga hiti, og
5,2 stig þann 10. Kaldast var 11,3
stiga frost 2. dag mánaðarins og
10,5 stiga frost þann 4. Loft var
yfirleitt skýjað og vindur hægur,
einkum undir mánaðamótin.
Hvasstvarð af suðvestan þann 12.
eða um 7 vindstig og aftur sami
vindhraði af norðaustri þann 16.
Úrkomu varð vart í 20 daga en 15
mælanlegir, alls um 22 mm, 6,6
mm sem regn en 15,4 sem snjór.