Húnavaka - 01.05.1996, Qupperneq 195
HUNAVAKA
193
dropi úr lofti, hægviðri var og
hiti, svo til alltaf yfír 10 stig. Hlýj-
astvarð þann 16. eða 18 stig. Eft-
ir 21. kólnaði og varð frost um
nætur. Mest þann 23. eða 4,3
stig. Þann 6. fór hiti að vísu niður
í 0,5 stig. Urkomu varð vart í 15
daga en aðeins 11 mælanlegir.
Alls 31,9 nun. Þann 22. var úr-
koman 10,8 mm og snjór til fjalla.
Voru fjöllin alhvít eftir það til
mánaðamótanna. Allur gróður
var í vexti þrjár fyrstu vikur mán-
aðarins. Heyskaparlok urðu þá
hjá þeim sem ekki notuðu rúllu-
bagga. Kartöfluspretta varð að
lokum furðu góð. Fjárleitir
gengu með afbrigðum vel og var
bjartviöri báðar gangnatdkurnar.
Fénaður leit vel út en óhug sló á
sýslubúa er riðuveiki kom upp á
tveim stærstu fjárbúum sýslunn-
ar. Sjógæftir voru góðar og afli í
samræmi við það.
Október.
Norðanstæðar áttir voru mjög
ríkjandi þar til 28. október að
þær snerust til suðurs. Hámarks-
liiti varð 9 stig þann 2. en frost
mældist fyrst þann 11., 5,5 stig,
en mest, 8,3 stig þann 30. og 6
stig þann 31. Hægviðri var fram
um miðjan mánuðinn og síðan
af og til fram til 22. að gefin voru
7 vindstig af norðri og 8 vindstig
af norðnorðvestri 25. og 26. Snjó-
lag var gefið á athugunarstað 22.
og rnikil fannkoma, einkum 25.
og 26., og aftaka hríð sem olli
miklum hrossa- og fjársköðum.
Varð þá og hið mikla og mann-
skæða snjóflóð á Flateyri. Skip
kornu að landi, eða í var, í þessu
aftaka veðri. Urkoma var skráð
23 daga en 20 mælanlegir, 36,1
mm regn og 31,9 mm snjór eða
alls 68 mm, en mæling var mjög
ónákvæm og vantalin í veður-
ofsanum. Santgönguerfiðleikar
urðu fyrir snjóalög og illviðri en
voru að baki í mánaðarlokin.
Nóvember.
Mild tíð var í nóvember, mjög
lítil úrkoma, lítil veðrabrigði og
snjólag gefið allan mánuðinn, þó
lítið. Urkoma varð 15,9 mm og
féll á 16 dögum en aðeins 11
mælanlegir, 12,5 mm regn og 3,4
mm snjór. Hlýjast varð 8,5 stiga
hiti, þann 6. en kaldast, 12 stiga
frost, þann 26. Hægviðri var frarn
um miðjan mánuðinn, 6 vdndsdg
af norðri og norðaustri þann 14.
og aftur þann 20. en þá af suð-
vestri. Foft var yfirleitt skýjað.
Sauðfé var yfirleitt við hús allan
mánuðinn en hagar þó nægileg-
ir. Samgöngur voru fyrirstööu-
lausar í héraðinu en nokkur fyr-
irstaða á fjöllum. Sjóveður gott.
Desember.
Hlýviðri mátti telja til 18. dags
mánaðarins og jörð svo til klaka-
laus. Snjólag var gefið fyrstu þrjá
daga mánaðarins og síðan frá 23.
en var þó ekki nema föl. Hlýjast
varð þann 4., 12,1 stigs hiti, og