Húnavaka - 01.05.1996, Page 204
202
HUNAVAKA
starfa. Á vegurn deildarinnar
æfðu 9 flokkar knattspyrnu og
stóðu sig að mörgu leyti vel.
Meistaraflokkur karla lenti í 4.
sæti í sínum riðli á Islandsmót-
inu. Annar flokkur stúlkna tók
þátt í Bikarkeppni KSÍ og lenti í
öðru sæti í Norðurlandsriðli eftir
að þær slógu lið Siglfírðinga út í
miklum baráttuleik. Á Unglinga-
landsmótinu náðust verðlaun í
þremur ílokkum.
Frjálsíþróttadeildin var stofnuð
9. maí og var einn þjálfari á veg-
um deildarinnar. Hvöt var sigur-
vegari í stigakeppni á unglinga-
og fullorðinsmótum, bæði utan-
og innanhúss á vegum USAH. Er
Unglingalandsmótið var haldið í
Húnavatnssýslum, 14.-16. júlí,
voru mörg börn í liði USAH úr
deildinni. Má þar nefna þrjá gull-
verðlaunahafa, þ.e. Hallberu
Gunnarsdóttur, sem jafnaði hér-
aðsmet í hástökki, stökk 1,60 m,
Lindu Hlín Þórðardóttur sem
vann hástökk í telpnaflokki,
stökk 1,40 m og Kristin Ólafsson
sem var fyrstur í 60 m hlaupi í
strákaflokki, hljóp á 8,3 sek.
Þann 4. september var stofnuð
handknattleiksdeild innan fé-
lagsins og tveir þjálfarar ráðnir.
Um 60 börn hafa æft og keppt í
handbolta á vegum deildarinnar.
Skíðadeild er einnig starfandi
innan félagsins og er starfíð inn-
an hennar verulega háð duttl-
ungum veðráttunnar. Á liðnum
vetri var um óvenjumikinn snjó
að ræða, á stundum of mikinn er
skíðatogbraut fór í kaf en annars
var færi oft ágætt.
Framkvæmdum var haldið
áfram á íþróttavellinum og lokið
við fleira en til stóð vegna Ungl-
ingalandsmótsins, t.d. var ýtt upp
skjólgarði milli aðalvallar og æf-
ingasvæðis, hann þökulagður og
plantað trjám. Austan íþróttavall-
ar var skipt um jarðveg fyrir bíla-
stæði. Lagðir voru göngustígar
um íþróttasvæðið og vatnslagnir
grafnar í jörð, svo vökva mætti
gras og trjáplöntur með góðu
móti.
Stefán Hafsteinsson.
FRÁ UMF. GEISLUM.
Frjálsíþróttaæfingarnar voru
með öðru sniði í sumar en oft
áður. Var breytingin fólgin í því
að æfingar yngri og eldri voru
sameinaðar í eina æfingu á viku.
Voru þær haldnar á mánudags-
kvöldum. Fyrstu æfingarnar
voru haldnar á Bakkakotsvellin-
um vegna flóða og bleytu á æf-
ingasvæði félagsins fram í Vatns-
dal. Voru þær svo fluttar að
Undirfellsrétt er bakkarnir
höfðu þornað. Þjálfarar voru
Sigurbjörg Kristjánsdóttir frá
Húnsstöðum og Sigrún Bjarna-
dóttir frá Sunnuhvoli í Skaera-
firði.
Knattsp)Tnuæfingar voru haldn-
ar á Búnaðarfélagstúninu í
Torfalækjarhreppi á sunnudags-