Húnavaka - 01.05.1996, Page 210
208
HÚNAVAKA
Gærusöltun parf ad vanda. Fyrir miðri mynd er Valur Magnússon.
ur, meðalþungi varð hæstur í
Finnstungu, 19,68 kg og þyngstu
dilkana er vógu 29,9 kg áttu að
þessu sinni þau Sigurlaug Krist-
jánsdóttir á Tjörn og Guðmund-
ur Sigurðsson Leifsstöðum. Sala
sauðfjárafurða var með heíð-
bundnu sniði og gekk ágætlega.
Slátrun hrossa hefur tæpast
orðið nteiri í annan tíma, alls var
slátrað 1.505 hrossum og skiptist
þannig; folöld 1.094, tryppi 82,
fullorðin hross 329. Útflutningur
á Japansmarkað varð 32 tonn,
annað kjöt fór til sölu á innan-
landsmarkaði. A árinu var farið
að pístóluskera allt hrossakjöt,
huppur og hluti síðu er þá fjar-
lægt fyrir innvigtun. Við þetta
breytist meðalþungi nokkuð,
meðalþungi folalda var nú 74,86
kg á móti 83,14 kg árið áður.
Veruleg aukning varð í slátrun
svína eða tæp 114 %. Alls var
slátrað 1.096 svínum og meðal-
þungi grísa varð 60,9 kg. Sala
kjötsins gekk allvel en verðfall
varð í lok ársins.
Nautgripaslátrun var jöfn og
þétt. Slátrunin dróst þó saman um
7,5 %. Alls var slátrað 1.087 grip-
um sem skipdst þannig; ungneyti
620, alikálfar 36, kýr 278, smákálf-
ar 153. Meðalþungi ungneyta
lækkaði nokkuð milli ára, var nú
189,17 kg. Sala nautgripakjöts var
viðunandi, þó varð að grípa til
þess ráðs í lok ársins að úrbeina
nokkurt magn og frysta, til þess að
ekki yrðu til biðlistar eftir slátrun.