Húnavaka - 01.05.1996, Blaðsíða 218
216
HÚNAVAKA
og fátt um skýringar. Margur
heföi nú litið á blaðið og talið
það einskis virði og kastað því.
Að lokum vil ég geta þess að
Sverrir Tómasson dósent í
Reykjavík aflienti myndir og
skjöl úr búi afa síns, Magnúsar
Magnússonar, ritstjóra Storms,
en hann gaf það blað út um
skeið. Með fylgdi brjóstmynd
af Magnúsi, gerð af Gunnfríði
Jónsdóttur myndhöggvara, frá
Kirkjubæ. Hann var ættaður úr
Húnaþingi og tveir bræður hans
áttu hér heima, Kristinn á
Blönduósi og Guðmundur á
Guðrúnarstöðum í Vatnsdal. Það
skemmtilega við þetta er að
hann, Reykvíkingurinn og kenn-
ari við Háskóla Islands, skuli af-
henda þessi gögn hingað norður
á sama tíma sem sumir lteima-
menn senda sín til Þjóðskjala-
safnsins.
Ég vil minna á að safnið tekur
til varðveislu myndir, skjöl, bæk-
ur, filmur, hljómplötur, snældur,
diska og minni hluti sem hætt er
að „nota“ eða hætta er á að lendi
að öðrum kosti inni í Draugagili.
Sérstaklega höfum við áhuga á
myndum úr daglega lífinu auk
mannamynda.
Starfsemi safnsins var með svip-
uðu móti og undanfarin ár. Safn-
ið er opið síðari hluta mánudaga,
þriðjudaga og miðvikudaga frá
byrjun októbermánaðar til apríl-
loka. Auk þess er hægt að fá af-
greiðslu á öðrum tímum sam-
kvæmt samkomulagi við skjala-
vörð og það á einnig við yfir sum-
armánuðina. Afgreidd voru yfir
sextíu erindi og fyrirspurnir og
26 aðilar, stofnanir og ein-
staklingar, afhentu safninu skjöl,
myndir eða önnur gögn.
Þá má geta þess að pantaðir
liafa verið skjalaskápar í geymslu-
herbergið svo geymslurýmið
margfaldast. Þegar þeir hafa ver-
ið settir upp gjörbreytist öll að-
staða til þess að koma geymslu-
gögnum fýrir og bætir aðgengi
að þeim.
Ég enda þessa skýrslu, eins og
allar aðrar á undanförnum
árum, með beiðni og áskorun til
allra um að varðveita eftir því
sem frekast er unnt allt það sem
veitir ókomnum kynslóðum vit-
neskju um líf okkar á líðandi
og liðnum stundum og leggja
þannig sitt fram til þess að þjóð-
ararfurinn verði ein órofa heild í
aldanna rás.
Jón Isberg.
Skrá yjir gefendur 1995.
Anður Steinþórsdóttir Garðabæ, sr.
Arni Sigurðsson, Bjarni Pálsson Olafs-
húsi, Dónihildur Jónsdóttir, Elín Pálma-
dóttir blaðamaður Mbl., Erla Eðvalds-
dóttir skjalavörður Hvammstanga, Grím-
ur Gíslason Blönduósi, Hannes Guð-
mundsson frá Auðkúlu, Haukur Eggerts-
son frá Haukagili, Haraldur Guðnason
Vestmannaeyjum, Hjalti Pálsson Sauðár-
króki, Hlíf Sigurðardóttir Blönduósi,
Hlíf Sigurðardóttir Hrísakoti, Holti J.
Líndal, Hörður Agústsson listmálari.Jón
B. Bjarnason oddviti, Jón ísberg, Mar-