Húnavaka - 01.05.1996, Qupperneq 219
HUNAVAKA
217
grét Jóhannsdóttir Húnavöllum, Már
Pétursson frá Höllustöðum, Sigurlaug Þ.
Hermannsdóttir Blönduósi, Sigríður
Olafsdóttir Artúnum, Sverrir Tómasson
Reykjavík, Valdimar Guðmannsson for-
maður IJSAH, Valgeir Pálsson Blöndu-
ósi, Valgerður Kristjánsdóttir frá Núpi
og Þórhildur Isberg.
FRÁ SÝSLUSKRIFSTOFUNNI.
Skrifstofa embættisins var öll
endurnýjuð á árinu og tilheyrir
nú öll önnur hæðin að Hnjúka-
byggð 33 embættinu. Jafnframt
var allur tækjakostur, svo sem
tölvubúnaður og símkerfi, end-
urbættur og sett upp þjófavarnar-
og eldvarnarkerfi. Tekin hafa
verið í notkun ný skráningarkerfi
í flestum málum, til dæmis nauð-
ungarsölum, dánarbúum, mála-
skrá og dagbók fyrir lögreglu.
Á árinu létu Erla B. Evensen og
Sigurlaug Ragnarsdóttir af störf-
um en þær höfðu báðar starfað
lengi við embættið. Skipaður var
uýr hreppstjóri í Hvammstanga-
hreppi, Guðrún Hauksdóttir, en
Ingólfur Guðnason lét af störf-
um eftir 35 ár.
Meginverkefni embættisins eru
sem áður innheimta á opinber-
um gjöldum, rekstur umboðs fýr-
ir Tryggingastofnun ríkisins, lög-
reglumálefni, aðfarargerðir,
þinglýsingar, sifjamál, nauðung-
arsölur, meðferð dánarbúa, toll-
afgreiðslur, lögskráning sjó-
manna og ýmiss konar leyfisveit-
ingar.
Til meðferðar á árinu komu 46
sifjamál, 325 aðfararbeiðnir,
beiðnir um lausafjáruppboð
voru 51 og þar af Jarjár sölur,
beiðnir um nauðungarsölu á fast-
eignum voru 82 og þar af seldar
sex. Dánarbú voru 27. Hjóna-
vígslur voru tvær.
Kjartan Þorkelsson.
FRÁ LÖGREGLUNNI.
Ársins 1995 verður víst fyrst og
fremst minnst fyrir veturinn sem
var snjójxmgur og illviðrasamur
svo ekki sé meira sagt. Töluvert
var um umferðaróhöpp fyrripart
ársins vegna viðvarandi dimm-
viðris en ekki var um teljandi slys
að ræða enda var umferð ekki
mikil sökum þessa óstöðuga veð-
urfars. Málafjöldi var með svip-
uðum hætti og síðastliðin ár eða
alls 1170 og tíðni hvers mála-
flokks svipaður og verið hefur.
Flest mál eru vegna umferðar-
innar og flest vegna þess að of
hratt hefur verið ekið. Alvarleg
slys voru fá en þó varð hörmulegt
slys í Hrútafirði þann 22. október
þegar langferðabifreið lenti útaf
og tveir farþegar létust og fjöldi
slasaðist. Þar reyndi verulega á
það öryggisnet sem íbúar um-
dæmisins búa við og virðist mat
manna að það hafi staðist þær
kröfur sem til þess er gert.
Mikil umræða hefur verið um
fíkniefni og neyslu þeirra. Þar er
full þörf á að vera vakandi enda