Húnavaka - 01.05.1996, Page 260
258
H ÚNAVAKA
Af öðrum verkefnum má nefna
skyndihjálparnámskeið í sam-
vinnu við Rauðakrossdeildina og
Höfðahrepp, útgáfu dagatals
með símanúmerum lögreglu,
sjúkrabíls, slökkviliðs og slysa-
varnardeildar, gæslu á Kántríhá-
tíð um verslunarmannahelgina
og umsjón með hátíðahöldum
Sjómannadagsins.
Alls unnu félagar deildarinnar
ólaunuð störf á vegum hennar í
ríflega ellefu hundruð klukku-
stundir á árinu 1995.
Starfsemi Rauðakrossdeildar-
innar var fjölbreytt að venju. Tólf
þátttakendur voru á barnfóstru-
námskeiði, fulltrúar félagsins
sóttu flokkstjóranámskeið í
fjöldahjálp og leiðbeinendanám-
skeið vegna slysa á börnum.
Þá keypti deildin sjúkrabíl,
Ford Econoline, af Rauðakross-
deild Hafnarfjarðar. Deildin stóð
einnig að ýmsum verkefnum, s.s.
fjársöfnun fyrir átakið Konur og
börn í neyð, söfnun jólapakka til
barna í Sarajevo í Króatíu á veg-
um Friðar 2000, söfnun efnis-
búta til Lesotho í Suður-Afríku
og almennri fatasöfnun til bág-
staddra. Þá voru sjö ára börnum
gefnir reiðhjólahjálmar, Höfða-
skóli fékk kennsluhugbúnað í
skyndihjálp, Heilsugæslustöð A-
Hún. gifssög og gefið var í safn-
anir vegna snjóflóða á Vestfjörð-
um, svo eitthvað sé nefnt.
Félagsmenn skógræktarfélags-
ins héldu áfram að skila landinu
aftur þeim verðmætum sem það-
an hafa verið tekin. Enn er verið
að gróðursetja í svæðið ofan við
svokölluð Hólaberg og voru þar
settar niður 3000 birkiplöntur og
1000 aspir. Þá voru gróðursettar
90 hansarósir á Hnappsstaða-
túni, innan við grindverk sem
smíðað var sérstaklega til að skýla
fyrir norðanáttinni. Þessar rósir
ern harðgerðar en jafnframt
mjög fallegar í blóma.
A vegum Landgræðslunnar var
félaginu úthlutað 6000 plöntum
fyrir landgræðsluverkefnið í Spá-
konufellinu, það voru 4000 birki-
plöntur, 1000 sitkaelri og 1000
rússalerki. Við þessa gróðursetn-
ingu unnu unglingar í vinnu-
skóla Höfðahrepps eins og und-
anfarin ár. Virðist birkið kunna
vel við sig í hlíðum fjallsins og er
þar í örum vexti en aðrar teg-
undir eiga ekki eins vel við.
Þá heldur lúpínuhópurinn
áfram sínu starfi \’ið melana f}TÍr
neðan Geldingabreiðina og má
sjá grænu torfurnar stækka með
hverju árinu.
Ymislegt.
Utlán bókasafnsins á Skaga-
strönd voru meiri árið 1995 en
áður hefur þekkst og hefur að-
sókn barna aukist verulega. Alls
voru útlán 9.117 sem skiptust
þannig:
Flokkabækur ......... 1.413
Skáldsögur........... 2.630