Morgunblaðið - 14.05.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.05.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2015 Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Á virkum dögum milli klukkan átta og fjögur, þegar við erum í verkfalli, er um 35% mönnun geislafræð- inga á LSH. Á öðrum tímum sólarhrings og um helg- ar er full mönnun. Heildarvinnuálagið í verkfallinu á hvern geislafræðing er 67% að meðaltali,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður félags geislafræð- inga, en félagið hefur verið í verkfalli frá 7. apríl. Við vaktaskipti klukkan fjögur hinn 11. maí höfðu 146 undanþágubeiðnir fyrir geislafræðinga verið samþykktar á LSH. Af þessum undanþágum hafði einhverjum áður verið hafnað vegna útfærslu undanþágubeiðna en þær síðar samþykktar þegar þær höfðu verið útfærðar á annan hátt. Þá hafði 62 beiðnum um undanþágu vegna tölvu- sneiðmynda og segulómunar verið beint í annan far- veg, meðal annars með því að rannsóknir yrðu unnar á kvöldin og um helgar þegar full mönnun er á rönt- gendeildum. Voru þessar rannsóknir því unnar sam- kvæmt því verklagi. Í heild hafði fimm undanþágubeiðnum verið hafn- að. Þar af var fjórum hafnað á grundvelli þess að þegar sótt var um undanþágu voru á sama tíma starfandi á undanþágulistum geislafræðingar með sérfræðiþekkingu til að vinna viðkomandi rannsókn- ir. Fólk mætir eftir klukkan fjögur „Umræðan hefur verið þannig að það er eins og geislafræðingar hafi farið og lokað á eftir sér þegar við fórum í verkfall en það er ekki raunin. Við erum í vinnunni og vinnum vel og mikið. Við höfum ítrekað bent LSH á það að það megi nýta tímann betur þeg- ar er full mönnun. Fólk kemur í rannsókn hvort sem klukkan er orðin fjögur eða ekki. Það hentar mörg- um jafnvel betur,“ segir Katrín. Pistill Páls Ekki náðist í Pál Matthíasson í gær en hann var harðorður í garð geislafræðinga í pistli sínum sem hann skrifaði á föstudag. Þar kemur fram að róð- urinn sé farinn að þyngjast allverulega á sjúkrahús- inu og verkfall af þessu tagi hafi veruleg áhrif á starfsemina. „Ljóst þykir að áhrifin eru umtalsvert meiri og al- varlegri en af nýyfirstöðnu læknaverkfalli. Yfir- standandi verkfall, sérstaklega geislafræðinga sem eru í ótímabundnu verkfalli, hefur valdið verulegum áhrifum á meðferð sjúklinga.“ KG VERKFÖLL Í MAÍ Bandalag háskólamanna (BHM) Íslenska ríkið Samtök atvinnu- lifsins Sameiginlegar aðgerðir 17 félaga. Viðsemjandi Viðsemjandi Íslenska ríkið Afleiðingar Kjötskortur, skert þjónusta á Landspítala, skert þjónusta Sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu. Verkfall Hófst 7., 9. og 20. apríl. Fjöldi Tæplega3.000 eru í verkfalli Afleiðingar Mun hafa áhrif á allar heilbrigðisstofnanir sem eru í rekstri ríkisins auk annarra vinnustaða hjúkrunarfræðinga hjá hinu opinbera. Verkfall Allsherjarverkfall hefst 27. maí náist ekki að semja. Fjöldi Í verkfall fara2.146 hjúkrunarfræðingar, þar af 1.400 á LSH. Hluti þeirra verður áfram í vinnu til að tryggja öryggi sjúklinga samkvæmt undanþágulistum sem liggja fyrir. Starfsgreinasambandið Nær til launafólks á almennum vinnumarkaði utan höfuðborgarsvæðisins. Sameiginlegar aðgerðir 16 aðildarfélaga. Afleiðingar Starfsemi fisk- og kjötvinnslu á landsbyggðinni skerðist verulega, sama með ræstingar á hótelum og framleiðslu matar, Strætó fellir niður fjölmargar ferðir á landsbyggðinni. Verkfall 30. apríl, 6. maí og 7 maí. Næsta verkfall 19. og 20. maí. Fjöldi Meira en10.000 taka þátt í verkfallsaðgerðum Samtök atvinnu- lifsins Viðsemjandi Viðsemjandi Verslunarmannafélag Reykjavíkur Landssamband verslunarmanna Efling Verkalýðsfélagið Hlíf Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Ef ekki næst að semja hefjast tímabundnar aðgerðir 28. maí en allsherjarverkfall 6. júní. Afleiðingar Hópbifreiðafyrirtæki, hótel, baðstaðir, flugvallastarfsmenn, skerðing á ferðum Strætó. Tímabundnar aðgerðir 28. og 29. maí: Hópbifreiðafyrirtæki frá kl. 00:00 28. maí til kl. 24:00 29. maí 30. og 31. maí: Hótel, gististaðir og baðstaðir frá kl. 00:00 30. maí til kl. 24:00 31. maí 31. maí og 1. júní: Flugafgreiðsla frá kl. 00:00 31. maí til kl. 24:00 1. júní 2. og 3. júní: Skipafélög og matvöruverslanir frá kl. 00:00 2. júní til kl. 24:00 3. júní 4. og 5. júní: Olíufélög frá kl. 00:00 4. júní til kl. 24:00 5. júní Fjöldi Upp undir60.000 taka þátt í verkfallsaðgerðum F L Ó A B A N D A L A G IÐ Hafa hafnað fimm undanþágubeiðnum  Með fulla mönnun eftir klukkan fjögur og um helgar Morgunblaðið/Rósa Braga Geislafræðingur Við vaktaskipti 11. maí höfðu 146 undanþágubeiðnir verið samþykktar á LSH. Sunna Sæmundsdóttir Björn Jóhann Björnsson „Trúir fólk því í alvöru að verð- bólga verði 2,5% til lengdar þegar laun eru að hækka um tugi prósenta?“ spurði Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, við kynningu á vaxtaákvörðun peningastefnu- nefndar í gær. Þar varð bæði honum og Má Guðmundssyni seðlabankastjóra tíðrætt um áhrif mikilla launa- hækkana á verðbólgu á næstu þremur árum. Ef gengið yrði að kröfum um 30% launahækkun á tímabilinu sagði Þórarinn að hinir láglaunuðu myndu koma verst út úr þessu, þeir yrðu fyrstir til að missa vinnuna. Hætta væri á því að launahækk- anir, sem væru langt umfram framleiðnivöxt, myndu valda því að fyrirtæki leituðu leiða til að draga úr launakostnaði, t.d. með því að hægja á ráðningum eða grípa til uppsagna. „Ég skil ekki hvaða hagsmuni er verið að verja í þessari baráttu.“ Þórarinn sagði 30% launa- hækkun á næstu þremur árum geta valdið því að verðbólga yrði u.þ.b. einu prósentustigi meiri í ár en í grunnspá bank- ans, því sem næst þremur pró- sentustigum meiri á næsta ári og hátt í fjórum stigum meiri árið 2017. Of seint í rassinn gripið Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, vísar gagnrýni Seðlabank- ans á launakröfur vinnumark- aðarins á bug. Hún sé ekki ný af nálinni. „Það er dálítið skrítið að heyra þetta núna. Þetta hefur verið í gangi síðan í mars í fyrra. Ekki heyrðist mikið í Seðlabankanum á meðan ríki og sveitarfélög sömdu við hluta sinna starfsmanna um svona hækkanir. Það er of seint í rass- inn gripið hjá bankanum að fara að vekja þetta mál upp núna,“ segir hann. Gylfi segir Seðlabankann ekki hafa verið samkvæman sjálfum sér í mati á því hvernig laun hafa hækkað á undanförnum mánuðum. „Bankinn hefur alltaf sagt að ef allir sitji hjá þá sé það allt í lagi. Það er veruleiki sem hann getur talið sér trú um að sé til einhvers staðar, ég þekki ekki þann veruleika. Þetta er þá einhver staða sem stjórnvöld hafa komið okkur í. Almennt launafólk er ekki tilbú- ið til að axla þennan kaleik eitt. Hafi Seðlabankinn haft af þessu áhyggjur þá finnst mér það heldur seint fram komið,“ segir Gylfi. Hann segist ekki vita hvaða forsendur bankinn gefi sér í út- reikningum á verðbólguáhrifum af 30% launahækkunum á þremur árum. Bendir hann á að laun hafi hækkað um 7,5% á síð- asta ári og á þeim tíma hafi Seðlabankinn ekki gert annað en að lækka vexti. „Ef bankinn ætlar að verða trúverðugur þá væri mjög gott ef hann væri samkvæmur sjálfum sér. Það hefur hann ekki verið á und- anförnum árum. Ég sé ekki neina breytingu á því,“ segir Gylfi Föst skot frá Seðlabanka  Seðlabankinn varar við áhrifum mikilla hækkana  Verðbólga aukist og hætta á að fólk missi vinnuna Már Guðmundsson Gylfi Arnbjörnsson Már Guðmundsson sagði að engum ætti að dyljast skila- boð bankans til vinnumark- aðarins. „Við erum að senda sterk skilaboð um að við munum bregðast við,“ sagði Már. „Það er ekki öll nótt úti enn varðandi þetta. Það er ekki búið að semja,“ sagði hann. Már sagði að Íslendingar væru ekki staddir á níunda áratugnum og gengið yrði ekki bara fellt ef í óefni stefndi þar sem hagkerfið og fjármálakerfið hefði breyst á árunum eftir hrun. Sagði hann að sumir myndu vissulega njóta töluverðra raunlaunahækkana, ef gengið yrði að núverandi kröfum vinnumarkaðarins, en hins vegar myndu aðrir missa vinnuna. Sterk skila- boð send SEÐLABANKASTJÓRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.