Morgunblaðið - 14.05.2015, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 14.05.2015, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2015 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Ný sending Verið velkomin Sumarbolir margir litir og gerðir Túnikur Kvartbuxur Peysur o.fl. Vinsælu velúrgallarnir alltaf til í mörgum litum Stærðir S-xxxxL Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Ég hef hvorki verið í keppni né stríði við starfsmenn Fiskistofu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, en í bréfi hans til stofnunar- innar í gær voru tilkynntar breyt- ingar á tilhögun áformaðs flutn- ings höfuðstöðva Fiskistofu til Ak- ureyrar. Þar kom fram að starfs- menn Fiskistofu myndu hafa val um að starfa áfram á höfuð- borgarsvæðinu eða á Akureyri. Að- eins fiskistofustjóri sjálfur myndi þurfa að flytja með stofnuninni til Akureyrar. Áformin hafa ekki breyst Ráðherrann boðaði fiskistofu- stjóra og fulltrúa starfsmanna á sinn fund í gær þar sem breytingarnar voru kynntar. „Það hafa verið ólík sjónarmið um það hvernig standa skuli að þessu og kom umboðsmaður Alþingis með skýrar leiðbeiningar um að hægt hefði verið að gera þetta með vand- aðri hætti. Ég hef tekið það til mín og hlustað eftir því. Í fyrstu var tal- að um ákveðin tímamörk í flutning- unum og það væri æskilegt að þeir gerðust hraðar en hægar. Við það að fara yfir málin, meðal annars með samtölum við starfsmenn og fiski- stofustjóra, höfum við komist að því að það gæti styrkt starfsemina enn frekar að gera þetta á lengri tíma. Það er þá í höndum fiskistofustjóra, eins og forstjóra annarra stofnana, að ákvarða með hvaða hætti hann telji stofnunina virka best. Þetta hef- ur í raun alltaf snúist fyrst og fremst um það að flytja höfuðstöðvar Fiski- stofu á Akureyri og að í framtíðinni verði meginþungi starfseminnar þar. Þau áform hafa ekki breyst,“ segir Sigurður Ingi og segist í raun aldrei hafa skipt um skoðun, flutn- ingaferlið verði einungis lengra. Hann segir þó ekki ljóst hvenær endanleg ákvörðun um flutning verði tekin. „Ákvörðun verður ekki tekin fyrr en Alþingi hefur lokið umfjöllun um stjórnarráðsfrumvarpið, þar sem meðal annars er fjallað um heimild ráðherra um flutning höfuðstöðva stofnana ríkisins.“ Starfsmenn Fiskistofu fá val um flutning  Segir áformin þó ekki hafa breyst Sigurður Ingi Jóhannsson Bílastæðum í miðborg Reykjavikur hefur fækkað umtalsvert en borgin hefur orðið af tæplega 250 stæðum frá sumardeginum fyrsta, fyrir þremur vikum. Kolbrún Jónatans- dóttir, framkvæmdastjóri hjá Bíla- stæðasjóði, segir fækkunina stafa af lokun tveggja bílastæðaplana. Ann- ars vegar var svokölluðu Geirsgötu- plani lokað og hins vegar bílaplan- inu á Tryggvagötu. „Svo verður eitthvað meira lokað í sumar vegna framkvæmda, og sumargöturnar, hluti af Laugaveginum, til dæmis, lokaðar.“ Bílastæðaplani á Tryggva- götu var nýlega lokað þar sem fram- kvæmdir eru að hefjast við bygg- ingu nýs fjölbýlishúss í Tryggva- götu 13, en með þeirri lokun fækkaði bílastæðum borgarinnar um 43. Við sumarlokun hluta Laugaveg- ar, sem hefst á morgun, föstudag, fækkar bílastæðum miðborgarinnar enn meira en með lokuninni fara 30- 40 bílastæði. Kolbrún segir Bíla- stæðasjóði ekki berast mikið af kvörtunum. Ef horft sé til bílahúsa Bílastæðasjóðs og stæðanna í Hörpu séu alltaf einhver laus stæði. „Það er alltaf hægt að finna sér stæði, þótt þau séu ekki úti á götu,“ segir Kolbrún. Hefur áhrif á viðskipti Björn Jón Bragason, fram- kvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, tekur ekki í sama streng en hann segir viðskiptavini kvarta yfir bíla- stæðaleysi. Skortur á aðgengilegum bílastæðum hafi mikil áhrif á sölu og komi líka illa við íbúa. „Verslun við Íslendinga útheimtir það að aðgengi sé gott, það þarf að vera nóg af bíla- stæðum í nágrenninu og gott að komast að,“ segir Björn. „Þetta sést vel þegar þú keyrir Laugaveginn, það er miklu meiri verslun þar sem bílastæðin eru.“ brynjadogg@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Framkvæmdir Tveimur bílastæðaplönum í borginni hefur verið lokað. 250 færri bíla- stæði í Reykjavík  Mikil fækkun stæða á þremur vikum Um þessar mundir eru 50 ár síðan fyrsta Fokker-flugvélin kom til landsins. Af því tilefni bauð Flug- félag Íslands til veislu í gær. Þar komu saman starfsfólk Flug- félagsins til margra ára, áhafnir sem flugu fyrstu Fokker-vélunum og fleiri sem unnu á Reykjavíkur- flugvelli árið 1965 þegar fyrsti Fokkerinn kom. Forstjóri Fokker Services í Hol- landi, Peter Somers, hélt ávarp ásamt Árna Gunnarssyni, fram- kvæmdastjóra Flugfélags Íslands, Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytis- stjóra innanríkisráðuneytisins, og Aðalsteini Dalmann, en hann var einn af þeim sem störfuðu á Reykja- víkurflugvelli þegar fyrsti Fokker- inn lenti þar. Karlakór tók nokkur lög en það var einmitt karlakór sem tók á móti fyrsta Fokkernum. Þá var matseð- illinn sem boðið var upp á nánast sá sami og var í boði um borð í Fokker 50-vélunum þegar þær komu til landsins árið 1992. Auk þessa var því einnig fagnað að brátt tekur Flugfélag Íslands í notkun vélar af Bombardier-gerð. Morgunblaðið/Þórður Hátíð Flugfélag Íslands keypti Fokker F-27 í stað Douglas DC-3 Dakota, sem höfðu þjónað landsmönnum. Kóngur þjóðvegar háloftanna  50 ár síðan Fokker F-27 Friendship snerti íslenska jörð Hæstiréttur staðfesti í gær tíu ára fangelsisdóm Héraðsdóms Norður- lands eystra yfir karlmanni á fer- tugsaldri fyrir kynferðisbrot gegn tveimur átta ára drengjum og þroskahamlaðri stúlku auk frels- issviptingar. Maðurinn, Jóhannes Óli Ragnarsson, var þar að auki dæmdur til þess að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, samtals 1.143.881 krónu. Þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns, þóknun réttargæslumanns brota- þola og ferðakostnað hans. Tíu ár fyrir kynferðisbrot staðfest Stóru íslensku símafélögin hafa sett upp tengibúnað sem útvíkkar net- kerfi þeirra í gagnaver Verne Global á Ásbrú í Reykjanesbæ. Getur það skapað þeim og fyrirtækjum sem nota þjónustu Verne aukin við- skiptatækifæri. Haft er eftir Dominic Ward, að- stoðarframkvæmdastjóra viðskipta- lausna hjá Verne Global, að tenging- ar sem Vodafone og Síminn bjóða nú í gagnaveri Verne tryggi viðskipta- vinum aðgang að öflugum tenging- um sem uppfylla kröfur þeirra. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að samningurinn við Verne sé hlekkur í því að efla þjónustuna sem Síminn veitir á Suðurnesjum. „Með samn- ingnum nálgumst við viðskiptavina- hóp Verne Global og getum boðið fyrirtækjunum sambönd og þjón- ustu hjá Símanum. Einnig tryggjum við þeim mikilvægu stofnunum sem þar eru enn stöðugra samband,“ seg- ir Gunnhildur. helgi@mbl.is Símafélögin tengjast Verne Global Morgunblaðið/Ómar Gögn Frá uppsetningu gagnavers Verne Global á Ásbrú árið 2011.  Efla netþjónustuna á Suðurnesjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.