Morgunblaðið - 14.05.2015, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.05.2015, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2015 Orff-nálgunin í tónlistarkennslu gengur út á sköpunargleði barna. Tilraunir með hryn og spuna eru því unnar út frá því sem börnum er eðlislægt, t.d. að valhoppa, hlaupa, sveifla sér og stappa nið- ur fótum. Tónlistaruppeldið hefst á því sem þau þekkja, hinu talaða máli; orðum sem byggjast á orðaforða barnanna, og gjarnan er unnið með kunnuglegar vísur og barnagælur úr reynsluheimi barnanna þannig að þau fikri sig frá því þekkta til hins óþekkta. Þulur þar sem nöfn, litir, dagar eða blóm til að mynda eru síend- urtekin eru notaðar til að þjálfa taktskyn. Börnin þylja orðin ým- ist hratt eða hægt, hátt eða lágt, slá hryn þeirra með líkams- áslætti og ásláttarhljóðfæri. Carl Orff sagði hugmyndir sín- ar ekki nýjar af nálinni, hann hefði einungis endurvakið hug- myndir og gefið þeim svigrúm til að vaxa og dafna. Hann kaus að kalla hugmyndafræði sína Orff- nálgun frekar en aðferð vegna þess að honum fannst hugtakið aðferð taka burt þann frumþátt hugmyndarinnar að skapa og þróa. Orf lagði mikla áherslu á að sérhver menningarheimur kann- aði hljómheim síns tungumáls, þjóðlög og dansa og nýtti þau sérkenni til hins ýtrasta í tónlistarkennslu. TÓNLIST OG BÖRN Orff-nálgunin Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is T ónlistarkennararnir Elfa Lilja Gísladóttir og Nanna Hlíf Ingvadóttir virðast eiga töluverðum vinsældum að fagna í Kína. Elfa Lilja er nýkomin úr sinni fyrstu ferð og Nanna Hlíf fór tvisvar, fyrst í apríl í fyrra og svo aftur þá um haustið. Og Kínverjarnir hafa beðið þær að koma aftur. Kínaævintýrið eins og þær kalla vinnuferðir sínar kom til vegna tengsla þeirra við sinn gamla skóla, Carl Orff Institut í Salz- burg í Austurríki, sem stofnaður var af samnefndu tónskáldi. Orff lést 1982 en hann er þekktastur er fyrir tón- verkið Carmina Burana og brautryðj- andastarf í tónlistarkennslu barna. „Út frá hreyfingu kemur tónlist, út frá tónlist kemur hreyfing,“ er megin- inntakið í hugmyndafræðinni eða svo- kallaðri Orff-nálgun og hafa þær Elfa Lilja og Nanna Hlíf flutt boðskapinn um höf og lönd í áranna rás. Nú síðast í Kína „… þar sem við erum orðnar heimsfrægar“, segja þær í gríni. Að minnsta kosti hafi heil móttökunefnd beðið þeirra á flugvellinum í Peking og borið þær á höndum sér meðan á dvöl þeirra stóð. Óbeinn örlagavaldur En aftur að Orff-nálguninni og örlítið um tónlistarfortíð Kína- faranna. Eftir píanókennarapróf 1986 hóf Elfa Lilja þriggja ára nám í Carl Orff-deildinni við Mozarteum- tónlistarháskólann í Salzburg. Nanna Hlíf fór sömu leið eftir útskrift sem tónmenntakennari frá Tónlistarskóla Íslands og lauk námi 2003. Leiðir þeirra sköruðust aldrei þar ytra því Nanna Hlíf var komin heim þegar Elfa Lilja fór aftur til Salzburg til að taka meistaragráðu í Orff-fræðunum. „Mamma las viðtal við Elfu Lilju í Morgunblaðinu um Orff-kennslu- aðferðina og benti mér á að þetta væri ábyggilega nám sem ætti vel við mig,“ rifjar Nanna Hlíf upp. Elfa Lilja var því að vissu leyti örlagavaldur í lífi Nönnu Hlífar. Svo kynntust þær loks almennilega þegar þær sáu um barnastarfið í Kramhús- inu og fóru að kenna á alls konar Orff- námskeiðum sem hafa átt miklum vinsældum að fagna. Stofnuðu samtökin SÓTI Árið 2007 stofnuðu þær Samtök Orff-tónmennta á Íslandi; SÓTI, ásamt Kristínu Valsdóttur. Um eitt hundraðmanns eru skráðir í sam- tökin, aðallega leikskóla-, grunn- skóla-, tónmennta- og danskennarar. Orff-samtök eru starfrækt víða um heim og mikið samstarf þeirra á milli. „Við förum einu sinni á ári á fjöl- mennan Orff-fund í Salzburg, m.a. til að fræðast um nýjungar og kynna starfsemina á Íslandi. Við leggjum áherslu á að halda tengslum við er- lendu samtökin og höfum verið dug- legar að bjóða kollegum okkar hingað til skrafs og ráðagerða. Okkur hefur líka verið boðið að sækja fjölda nám- skeiða, ferðast um og kenna víðsvegar um heiminn,“ segja þær. Og þannig hófst einmitt Kínaævintýrið: Það vantaði einfaldlega kennara til að fara til Kína og kynna fræðin fyrir heima- mönnum. Nanna Hlíf fyrst: „Prófessor við Carl Orff-skólann í Salzburg hringdi og spurði hvort ég væri tilbúin að kenna á námskeiði í Kína. Ég sló til og fékk manninn minn, Pál Valsson, með mér út. Á Kenna samspil tónlistar og hreyfingar í Kína Kennsluaðferðir tónlistarkennaranna Elfu Lilju Gísladóttur og Nönnu Hlífar Ingvadóttur eiga rætur að rekja til Carl Orff Institut í Salzburg í Austurríki og ganga út á samspil tón- listar og hreyfingar. Þessi aðferð eða Orff-nálgun eins og hún er kölluð, hefur meðal annars fyrir tilstilli þeirra rutt sér til rúms í tónlistarkennslu barna hér á landi. Nýverið svöruðu þær kalli prófessors við sinn gamla skóla um að halda námskeið í Kína. Eru ekki allir í stuði? Nanna Hlíf og túlkurinn Lu á sviðinu. Gaman Nanna Hlíf bregður á leik með börnunum og kennararnir fylgjast grannt með kennsluaðferðum hennar. Krútt Elfu Lilju langaði mest til að taka þessi litlu krútt með sér heim. Fjarðarkaup Gildir 14.-16. maí verð nú áður mælie. verð Lambainnralæri úr kjötborði ............................. 2.598 3.598 2.598 kr. kg Grillsagaður frampartur.................................... 798 928 798 kr. kg Lambaprime úr kjötborði.................................. 2.998 3.640 2.998 kr. kg Danskur kjúklingur frosinn................................ 996 996 kr. kg Cheerios-tvenna 2 x 576 g ............................... 998 1.148 998 kr. pk. Goudaostur 26 % kílópk. ................................. 1.187 1.484 1.187 kr. kg Appelsínur...................................................... 168 218 168 kr. kg Pepsi eða Pepsi max 4 x 2 ltr............................ 698 798 175 kr. stk. Merrild-kaffi nr.103 ......................................... 698 748 698 kr. pk. FK wc-rúllur 12 stk í pk .................................... 698 898 58 kr. stk. Helgartilboðin Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.