Morgunblaðið - 14.05.2015, Page 14

Morgunblaðið - 14.05.2015, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2015 Málþing um heimilisofbeldi og veruleikann á Íslandi verður haldið föstudaginn 15. maí kl. 13-17 í stofu V101 í Háskólanum í Reykjavík. Málþingið er á vegum lagadeild- ar skólans og er haldið í samstarfi við Kvennaathvarfið, lögreglustjór- ann á höfuðborgarsvæðinu, velferð- arsvið Reykjavíkurborgar og um- boðsmann barna. Á málþinginu verða flutt erindi sem nálgast viðfangsefnið frá mis- munandi hliðum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höf- uðborgarsvæðinu, mun meðal ann- ars kynna breytta starfshætti lög- reglunnar þegar hún er kölluð á vettvang heimilisofbeldis. Nánari upplýsingar um mál- þingið er að finna á vef HR, www.ru.is. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skóli Bygging Háskólans í Reykjavík. Málþing um heimilisofbeldi Íslenska þjóð- kirkjan hefur í rúman aldar- fjórðung helgað uppstigningar- dag eldri borg- urum þessa lands. Þjónustan í Guðríðarkirkju í Grafarholts- prestakalli tekur líka mið af því þennan dag en þar hefst guðsþjónustan kl. 11.00. Sr. Karl V. Matthíasson sóknar- prestur þjónar fyrir altari og for- seti Alþingis Einar K. Guðfinnsson mun stíga í stólinn og predika. Kirkjukórinn að þessu sinni verð- ur Vorboðinn, kór eldri borgara í Mosfellsbæ undir stjórn Hrannar Helgadóttur, organista Guðríðar- kirkju. Sigurbjörg Þorgrímsdóttir les ritningarlestra. Eftir guðsþjónustuna verður svo boðið upp á kirkjukaffi og veit- ingar að hætti Lovísu kirkjuvarð- ar. Þá munu þeir Davíð Ólafsson og Stefán Íslandi slá á létta strengi í tali og tónum. „Þó þessi guðsþjónusta sé til- einkuð eldri borgurum þá eru börn og barnabörn að sjálfsögðu líka velkomin,“ segir í tilkynningu frá söfnuðinum. Forseti Alþingis stígur í stólinn í Guðríðarkirkju Einar K. Guðfinnsson STUTT Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Egill Ágústsson, forstjóri Íslensk- ameríska og fv. viðskiptavinur Kaup- þings í Lúxemborg, var samþykkur viðskiptum félagsins Desulo með hlutabréf í Kaupþingi frá upphafi og var reglulega upplýstur um stöðu mála. Félagið Desulo var í eigu Egils, en í stóra Kaupþings-markaðs- misnotkunarmálinu er deilt um hvort Egill hafi vitað af þeim bréfum sem félagið átti í Kaupþingi frá maí til september 2008. Viðskiptastjóri Eg- ils, Einar Bjarni Sigurðsson, sagði þetta fyrir dómi í gær, en áður hafði Egill sagt að viðskiptin hefðu verið án hans vitundar. Í mjög reglulegum samskiptum Í vitnaleiðslum var vitnað til yfir- heyrslna hjá sérstökum saksóknara þar sem Einar sagðist hafa rætt þetta reglulega við Egil. Sagði hann að síð- an málið komst til skoðunar yfirvalda hefði Egill byrjað hægt og bítandi að fá „alzheimer light“ og hann hefði verið í algjörri afneitun um hvernig málum var háttað á þessum tíma. Staðfesti hann þessa frásögn sína fyr- ir dómi. Sagði Einar að þeir Egill hefðu verið í mjög reglulegum sam- skiptum og hann hefði oft á tíðum fussað og sveiað yfir þessum við- skiptum en aldrei tekið af skarið og hætt við þau eða sagst vilja fara út. Sagði Einar að Magnús Guð- mundsson, forstjóri Kaupþings í Lúx- emborg, hefði stýrt ferðinni í þessum viðskiptum og komið með upphaflegu hugmyndina um þau. Hann hefði þó einnig verið í sambandi við yfirmenn á Íslandi og nefndi sérstaklega að hann hefði heyrt nafn Hreiðars Más í því samhengi. Í upphaflegu boði Magnúsar var að sögn Einars rætt um að Egill myndi kaupa 1% í bank- anum. Sagði hann að rætt hefði verið um að kaupa meira en engar upp- hæðir verið settar fram í því. Sagði Einar að Egill hefði sagt sér að „þeir stjórna þessu“ og átti þá við Magnús og Hreiðar. Spurður af saksóknara sagði Einar að í öllum tilfellum hefði verið gert ráð fyrir fullri fjármögnun bankans til hlutabréfakaupanna. Hugmyndin komin frá Magnúsi Þá sýndi það sig vel í gær að rúm- lega sjö ár eru liðin frá þeim atburð- um sem nú er rætt um fyrir héraðs- dómi í stóra Kaupþings-markaðs- misnotkunarmálinu. Vitnið Gunnar Þór Gíslason, fjárfestir og einn eig- enda fjárfestingafélagsins Mötu, breytti til að mynda framburði sínum talsvert frá því 2012 þegar tekin var af honum skýrsla hjá sérstökum sak- sóknara. Sagði hann í gær að Ing- ólfur Helgason, fv. forstjóri Kaup- þings á Íslandi, hefði haft frumkvæði að því að koma á umdeildum við- skiptum, en áður hafði hann sagt að svo væri ekki. Bakgrunnur málsins er sá að fjár- festingafélagið Mata fékk í mars árið 2008 lán frá Kaupþingi til að kaupa fimm milljónir hluta í bankanum. Voru kaupin að fullu fjármögnuð með peningamarkaðsláni frá bankanum sjálfum, en á þessum tíma var Mata með litlar sem engar eignir. Þegar saksóknari spurði Gunnar um for- sögu málsins sagði hann að Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, hefði haft samband við sig og spurt hvort hann hefði áhuga á þessum kaupum með fullri fjár- mögnun bankans. Ljóst var að verjandi Ingólfs, auk verjanda Magnúsar, taldi framburð Gunnars nokkuð óáreiðanlegan og þjörmuðu þeir að Gunnari með spurningum sem áttu að sýna fram á misræmi í framburði hans. Verjandi Ingólfs spurði þá Gunnar hvort það væri rétt að árið 2012 hefði hann munað eftir að hafa rætt við miðlar- ann Rúnar Magna Jónsson en ekki Ingólf, en núna, þremur árum seinna, myndi hann eftir að hafa rætt við Ing- ólf en kæmi ekki nafni Rúnars Magna fyrir sig. Svaraði Gunnar því játandi. Ítrekaði hann hvort Gunnar gæti ver- ið viss um þetta og spurði hann svo hvort hann gæti fullyrt að honum hefði verið lofað fullri fjármögnun af Ingólfi, eins og hann hafði áður greint frá. Sagði Gunnar að svo væri ekki. Segir Egil vera í „algjörri afneitun“  Viðskiptastjóri ósammála forstjóra Íslensk-ameríska Morgunblaðið/Golli Réttað Egill Ágústsson þegar hann kom í réttarsal í gærmorgun. Athygli vakti að Þórður Gunnarsson héraðsdómari fylgdi Agli inn og úr salnum. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Þrjú íslensk frystiskip voru í gær að karfaveiðum á Reykjaneshrygg; Mánaberg ÓF, Oddeyrin EA og Ör- firisey RE. Samkvæmt upplýsingum frá Ramma og HB Granda hafa veið- ar byrjað rólega og skipin verið að fá undir tonni á tímann. Það er eigi að síður betri byrjun en á síðustu ver- tíð. Veiðar máttu hefjast þarna að- faranótt sunnudags og voru um 30 skip að veiðum á svæðinu. Rússar voru í miklum meirihluta, en einnig skip frá Spáni, Þýskalandi og Nor- egi. Varðskipið Þór fór í byrjun vik- unnar til eftirlits á miðunum, sem eru við 200 sjómílna mörk efnahags- lögsögunnar. Auk Þórs var þar spænskt varðskip á vegum Evrópu- sambandsins. Kvóti Íslendinga hefur dregist mjög saman á síðustu árum og leyfi- legur heildarafli íslenskra skipa í út- hafskarfa á árinu 2015 er alls 2.947 tonn. Það er 31% af ráðgjöf Alþjóða- hafrannsóknaráðsins, en árið 2011 samþykkti Norður-Atlantshafsfisk- veiðiráðið, NEAFC að draga úr sókn. Rússar eru ekki aðilar að sam- komulagi um veiðar á djúpkarfa á Reykjaneshrygg. Oft yfir 40 þúsund tonn Á síðasta ári var afli Íslendinga í úthafskarfa minni en áður frá því að íslensk skip hófu beina sókn í úthafs- karfa á Reykjaneshrygg. Á vertíð- inni fyrri hluta síðasta sumars veiddu íslensk skip 2.436 tonn sam- anborið við 8.617 tonn árið á undan. Þess má geta að á velmektarárum úthafskarfaveiðanna á Reykjanes- hrygg fór heildarafli íslensku skip- anna oft yfir 40 þúsund tonn, sagði á vef Fiskistofu í vetur. Heildarveiðin á árinu 1996 var rúmlega 51 þúsund tonn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Karfaveiðar á Reykjaneshrygg Um 30 skip frá Rússlandi, Íslandi og fleiri löndum voru þar að veiðum í gær, en heldur var rólegt yfir aflabrögðum. Róleg byrjun á Reykjaneshrygg  Þrjú íslensk skip á karfaveiðum þar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.