Morgunblaðið - 14.05.2015, Síða 16
16 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2015
KOLAPORTIÐ
kolaportid.is
Einstök stemning í 26 ár
Opið laugardaga og sunnu
daga
frá kl. 11-17
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Óstaðfestar fregnir herma að Kim
Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafi
látið taka varnarmálaráðherra
landsins af lífi með loftvarnabyssu
vegna þess að hann hafi óhlýðnast
fyrirmælum hans og sofnað á fundi á
vegum hersins þegar leiðtoginn
flutti ræðu. Leyniþjónusta Suður-
Kóreu skýrði þingnefnd frá þessu í
fyrradag og áður hafði hún greint frá
því að fyrr á árinu hefði Kim Jong-un
látið taka fimmtán hátt setta emb-
ættismenn af lífi fyrir að draga al-
ræðisvald hans í efa, þeirra á meðal
tvo aðstoðarráðherra.
Leyniþjónustunefnd suðurkór-
eska þingsins var sagt að Hyon
Yong-chol, varnarmálaráðherra
Norður-Kóreu, hefði verið skotinn í
tætlur með loftvarnabyssu í herskóla
í höfuðborginni Pjongjang um síð-
ustu mánaðamót, líklega 30. apríl.
Hundruð manna fylgdust með aftök-
unni, að sögn aðstoðarforstjóra
leyniþjónustunnar sem kom fyrir
þingnefndina.
Draga fréttina í efa
Óstaðfestar fregnir herma að
þetta sé ekki í fyrsta skipti sem emb-
ættismaður sé tekinn af lífi í Norður-
Kóreu með loftvarnabyssu. Á gervi-
hnattamynd frá október síðastliðn-
um sáust loftvarnabyssur sem komið
hafði verið fyrir við herskólann í
Pjongjang, að því er virðist til að
undirbúa aftöku, að sögn fjölmiðla í
Suður-Kóreu. Hermt er að vél-
byssum og sprengjuvörpum hafi
einnig verið beitt við aftökur. Sagt er
að markmiðið sé að skjóta yfirstétt-
inni skelk í bringu og sýna henni
hvað verði um þá sem hlýði ekki leið-
toganum í einu og öllu.
Taka þarf þó slíkum fréttum með
fyrirvara þar sem Norður-Kórea er
eitt af einangruðustu löndum heims
og skýrslur suðurkóresku leyniþjón-
ustunnar um Norður-Kóreu hafa
ekki alltaf reynst réttar. Nokkrir
sérfræðingar í málefnum landsins
gagnrýndu leyniþjónustuna fyrir að
skýra frá meintri aftöku varnar-
málaráðherrans án nægra sannana.
Gæti bent til valdabaráttu
Talsmaður sameiningarráðuneyt-
is Suður-Kóreu sagði fréttirnar frá
Norður-Kóreu benda til þess að Kim
Jong-un væri að reyna að treysta sig
í sessi sem einræðisherra „með því
að skapa andrúmsloft ótta“. Reynist
fréttin um aftöku varnarmálaráð-
herrans rétt gæti hún bent til valda-
baráttu á meðal æðstu leiðtoga
landsins, að sögn nokkurra frétta-
skýrenda.
Yang Moo-Jin, prófessor í suður-
kóreskum háskóla sem helgar sig
rannsóknum á Norður-Kóreu, sagði
fréttina um aftöku varnarmálaráð-
herrans koma á óvart. „Hyon var
álitinn á meðal þriggja nánustu
bandamanna Kim Jong-un í hern-
um,“ hefur fréttaveitan AFP eftir
Yang.
Kim Jong-un hefur oft stokkað
upp í ríkisstjórninni og yfirstjórn
hersins frá því að hann tók við völd-
unum eftir að faðir hans, Kim Jong-
il, dó í desember 2011.
Hyon Yong-chol varð varnarmála-
ráðherra í júní síðastliðnum og þrír
menn höfðu þá gegnt embættinu á
rúmum tveimur árum. Forverar
hans í embættinu voru þó ekki teknir
af lífi.
Hyon fór til Rússlands í apríl,
meðal annars til að undirbúa fyrir-
hugaða ferð Kim Jong-un til Moskvu
vegna hátíðarhalda 9. maí í tilefni af
því að 70 ár voru þá liðin frá sigri
sovéska hersins á hersveitum þýskra
nasista í síðari heimsstyrjöldinni.
Yang telur hugsanlegt að varnar-
málaráðherrann hafi fallið í ónáð hjá
Kim Jong-un vegna þess að honum
tókst ekki að semja við Rússa um að
sjá Norður-Kóreu fyrir nýjum vopn-
um.
Nokkrum dögum fyrir hátíðar-
höldin í Moskvu var tilkynnt að Kim
Jong-un hefði ákveðið að fara ekki til
Rússlands vegna anna heima fyrir.
Að sögn suðurkóresku leyniþjónust-
unnar má rekja þessa ákvörðun til
aftöku varnarmálaráðherrans.
„Mjög óöruggur með sig“
Stephen Evans, fréttaritari
breska ríkisútvarpsins í Suður-Kór-
eu, telur að ef fréttin um aftöku
varnarmálaráðherrans er rétt bendi
hún til þess að Kim Jong-un sé
„mjög óöruggur með sig og hættu-
legur í óöryggi sínu“.
Michael Madden, sérfræðingur í
málefnum Norður-Kóreu, tekur í
sama streng í fréttaskýringu á vef
BBC. Hann segir þó að ekki sé ljóst
hvort óöryggi Kims megi rekja til
vandamála í einkalífinu eða til þess
að hann telji sig ekki öruggan í sessi
sem einræðisherra.
Kim Jong-un lét taka eiginmann
föðursystur sinnar, Jang Song-tha-
ek, af lífi í desember 2013. Jang var
álitinn næstæðsti embættismaður
landsins þar til í odda skarst með
honum og Kim Jong-un. Talið er að
þeir hafi deilt um efnahagsmál. Jang
er sagður hafa lagst gegn áformum
leiðtogans um að byggja upp
skemmtigarð og skíðaparadís og vilj-
að að fyrst yrði lögð áhersla á að
bæta efnahag landsins.
Jang var handtekinn á fundi með
flokksbræðrum sínum og tekinn af
lífi eftir að hafa verið dæmdur til
dauða fyrir landráð.
Tekinn af lífi með loftvarnabyssu
Varnarmálaráðherra Norður-Kóreu sagður hafa verið líflátinn fyrir að óhlýðnast einræðisherra
landsins Leiðtoginn talinn reyna að treysta sig í sessi með því að skjóta yfirstéttinni skelk í bringu
AFP
Leiðtoginn valtur í sessi? Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, skoðar nautgripabú ásamt embættismönnum og
herforingjum sem gæta þess að halda alltaf á vasabókum til að geta skrifað niður „leiðbeiningar“ einræðisherrans.
Heimild:
Leyniþjónusta
Suður-Kóreu
Ljósmynd :
Ríkissjónvarp N-Kóreu,
júlí 2012
Hyon Yong-chol
Varnarmálaráðherra
og yfirmaður hersins
Staða:
Aftökuaðferð:
Var skipaður ráðherra
fyrir tæpu ári
Sást síðast opinberlega
28. apríl þegar hann
sótti tónleika
Skotinn með loftvarnabyssu
Ástæða:
Óhlýðni
Svaf þegar leiðtogi landsins
hélt ræðu
Varnarmálaráðherra N-Kóreu tekinn af lífi
Spáir Kim falli innan
þriggja ára
» Kim Jong-un hefur látið taka
hundruð manna af lífi síðan
hann tók við völdunum í
Norður-Kóreu í desember
2011, að því er CNN hefur eftir
æðsta embættismanninum
sem flúið hefur frá landinu.
» Flóttamaðurinn segir að
Kim Jong-un sé grimmari en
faðir hans, Kim Jong-il, sem
hafi oftast látið nægja að
hneppa óvini sína í fangelsi.
Kim Jong-un láti hins vegar
taka þá af lífi og myrða fjöl-
skyldur þeirra, m.a. börn.
» Flóttamaðurinn spáir því að
Kim Jong-un missi stuðning
yfirstéttarinnar í Norður-Kóreu
og hrökklist frá völdum innan
þriggja ára. Hann er ekki fyrsti
norðurkóreski flóttamaðurinn
sem spáir Kim falli en margir
sérfræðingar hafa dregið slíka
spádóma í efa.
Vestrænir sérfræðingar í mál-
efnum Norður-Kóreu fylgjast
grannt með fréttum um aftökur og
hugsanlega valdabaráttu í Pjong-
jang vegna þess að þeir hafa
áhyggjur af kjarnavopnum ein-
ræðisstjórnarinnar. „Þarna eru all-
mörg kjarnavopn – að minnsta
kosti tólf. Við viljum sjá til þess að
við vitum hverjir stjórna kjarn-
orkuheraflanum,“ hefur fréttavef-
ur CNN eftir Charles Armstrong,
prófessor við Columbia-háskóla og
forstöðumanni stofnunar sem rann-
sakar samskipti Kóreuríkjanna.
Armstrong segir að fram hafi
komið vísbendingar um að Kim
Jong-un víli ekki fyrir sér að láta
taka keppinauta sína og hugsan-
lega keppinauta af lífi eins og afi
hans, Kim Il-sung, fyrsti leiðtogi
einræðisríkisins, gerði á sjötta ára-
tug aldarinnar sem leið til að
treysta sig í sessi. Armstrong telur
að mjög erfitt yrði fyrir hugsanlega
keppinauta Kim Jong-un að steypa
honum af stóli en þó ekki ómögu-
legt. „Ef til vill kemur fram hópur
sem telur hag sínum betur borgið
með annan leiðtoga.“
Að minnsta kosti tólf
kjarnavopn í N-Kóreu