Morgunblaðið - 14.05.2015, Síða 17

Morgunblaðið - 14.05.2015, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2015 Persónuleg þjónusta og vinalegt umhverfi Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Sumartilboð 19.900 Gildir til 31. ágúst Kortið gildir fyrir: Tíma í stundatöflu Tækjasal Skvass Körfuboltasal nánar á veggsport.is Harry Bretaprins og nýsjálensk stúlka heilsast að hætti maóra, frumbyggja Nýja-Sjálands. Prins- inn er nú í vikulangri heimsókn í landinu og fór í gær í herstöð norð- an við Wellington þar sem þessar stúlkur tóku á móti honum með „hongi“-kveðju sem felst í því að núa saman nefjum. Prinsinn lærði einnig stríðsdans að hætti maóra á tuttugu mínútum og dansaði hann síðan fyrir framan áhorfendur. AFP Dansað og heilsast að hætti maóra Menn vopnaður byssum réðust inn í rútu í Karachi í Pakistan í gær og urðu að minnsta kosti 43 sjíta-músl- ímum að bana. Ríki íslams, samtök íslamista, lýsti manndrápunum á hendur sér og þetta er í fyrsta skipti sem samtökin standa fyrir árás í Pakistan. Árásum á minnihlutahópa hefur fjölgað í Pakistan síðustu ár, einkum árásum á sjíta sem eru um 20% þjóðarinnar. Um þúsund sjítar hafa verið myrtir síðustu tvö árin í Pak- istan. Lýst yfir þjóðarsorg „Sex hryðjuverkamenn komu á þremur mótorhjólum, réðust inn í rútuna og byrj- uðu að skjóta af handahófi. Þeir notuðu 9mm skammbyssur og allir þeir sem lét- ust og særðust voru skotnir með þeim,“ sagði Ghulam Haider Jamali, lögreglu- stjóri í Sindh-hér- aði. Trúarleiðtogi sjíta fordæmdi árás- ina og lýsti henni sem „tilgangslausu ofbeldi gegn friðsamlegu samfélagi“. Forsætisráðherra Pakistans, Nawaz Sharif, og yfirmaður hersins fordæmdu einnig árásina. Lýst var yfir þjóðarsorg í Pakistan í dag. Sjítar sagðir trúníðingar „Sjítar eru trúleysingjar, þeir eru trúníðingar og eiga skilið að deyja,“ sagði forsprakki hóps súnní-múslíma sem kvaðst hafa gert árásina fyrir hönd Ríkis íslams. Aðstandendur þeirra sem létu lífið mynduðu keðju fyrir utan sjúkrahús í Karachi til þess að halda forvitnum borgarbúum frá eftir að líkin voru flutt þangað. „Ég er kominn til þess að sækja lík ungs sonar míns. Hann var námsmaður og að búa sig undir fyrstu háskólaprófin sín,“ sagði grát- andi maður við fréttamann AFP. 43 sjítar biðu bana í fyrstu árás Ríkis íslams í Pakistan Drápunum mót- mælt í Karachi. Hershöfðingi í Búrúndi tilkynnti í gær að forseta landsins, Pierre Nkurunziza, hefði verið steypt af stóli í valdaráni hersins. Mikil ólga hefur verið í landinu síðustu vikur eftir að Nkurunziza tilkynnti að hann hygðist bjóða sig fram í þriðja sinn til forseta. Mótmælendur fögnuðu á götum höfuðborgarinnar, Bujumbura, eft- ir að hershöfðinginn tilkynnti valdaránið. Nkurunziza var staddur í Tans- aníu og sat fund leiðtoga Austur- Afríkuríkja. Í færslu forsetaemb- ættisins á Twitter sagði að valda- ránið hefði misheppnast. Aðstoðarmenn forsetans sögðu að valdaránstilraunin hefði verið „hlægileg“. Leiðtogar Austur- Afríkuríkjanna fordæmdu yfirlýs- ingu hershöfðingjans og sögðu að valdarán leysti ekki vandamál Búr- úndí. BÚRÚNDÍ Segist hafa steypt forsetanum af stóli AFP Bujumbura Valdaránstilraun fagnað. Sænsk friðarhreyfing segist hafa komið fyrir tæki í sjónum utan við Stokkhólm til að fæla í burtu rúss- neska kafbáta. Tækið sendir frá sér morsskilaboðin: „Komið hingað ef þið eruð hommar“ með skírskotun til ásakana um að rússnesk stjórnvöld séu haldin hommafælni. Tækið nefnist „Syngjandi sjómaður- inn“ og á því eru einnig neonljós með mynd af sjó- manni sem er í nærbuxum einum klæða, ásamt skila- boðunum: „Velkomnir til Svíþjóðar – samkynhneigð frá 1944“. Það ár afnam sænska þingið ákvæði hegn- ingarlaga þar sem lögð var refsing við kynmökum einstaklinga af sama kyni. Sænski sjóherinn hóf umfangsmikla leit að erlendum kafbáti í skerja- garðinum utan við Stokkhólm í október sl. og grunur lék á að hann væri rússneskur. SVÍÞJÓÐ „Komið hingað ef þið eruð hommar“ Kafbátafæla sænsku friðarhreyfingarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.