Morgunblaðið - 14.05.2015, Page 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2015
Eitt ættu dýralæknar að hugsa út í
ef þeir eru sárir yfir að heyra eitt-
hvað frá bændum. Bændur fara
ekki í verkfall, þeir verða að sætta
sig við það sem þeim er skammtað.
Ef þeir geta það ekki er ekki um
annað að ræða en að bregða búi.
Nú eru nýbúnar að koma fram
yfirlýsingar frá dýralæknum um
allskonar kröfugerðir og reglur
sem bændur eiga að fara eftir ef
þeir eiga að fá að halda áfram bú-
skap. Ég er ekki viss um að allir
geti risið undir þeim kröfum og er
þá nokkuð annað að gera en hætta?
Má ekki segja það sama um dýra-
lækna?
Svanbjörg Sigurðardóttir.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Verkfall dýralækna
Dýralæknar Þessi hundur fær hér tannhreinsun hjá dýralækni.
Maður gæti haldið
að gjaldeyrishöft
væru mesta böl
heimsins, a.m.k. Ís-
lands. Það er ekki
hægt að opna dagblað
eða sjónvarp svo ekki
sé einhver að útmála
skaðsemi gjaldeyr-
ishafta. Hagspekingar
segja að lífskjör
versni. Braskarar
segja að erlend fjárfesting komi
ekki til Íslands. Og stjórn-
málamenn japla á rétthugsuninni.
En fjárfestar sem vilja byggja upp
(iðnað) segja ekki neitt. Þeir vita
að gjaldeyrishöftin skipta engu
máli, þeir geta gert fjárfestinga-
samning við íslensk stjórnvöld eins
og áður og fengið að flytja fjárfest-
ingafé og arðgreiðslur með eðlileg-
um hætti inn og út úr landinu.
Einu sinni voru
höftin afnumin
Afnám gjaldeyrishafta um ár-
þúsundamótin var ein helsta
ástæða þess að hrunið varð.
„Frjálst flæði fjármagns“ var við-
urkennd kredda á þeim tíma. Af-
leiðingar haftaafnámsins komu
fljótlega í ljós: Landið tók að fyll-
ast af vondum (brask) peningum
(ekkert af því fór í uppbyggingu)
en góðu peningarnir (eignir Ís-
lendinga) tóku að læðast í útlend
skattaskjól. Ein af ástæðum Breta-
ránsins 8.10.08 var að Bretastjórn
hélt að „íslenskur“ banki í Bret-
landi ætlaði að flytja tug milljarða
punda til Íslands. Bretar eins og
margir aðrir skrifa upp á kredd-
una um „frjálst flæði fjármagns“
en fylgja henni ekki nema þegar
þeim hentar frekar en margar aðr-
ar þjóðir.
Ísland leysir heimsbyggðina
úr álögum kreddunnar
Þegar stjórnvöld landsins áttuðu
sig á því haustið 2008 að hætta var
á að Bretastjórn mundi loka ís-
lensku bönkunum í Bretlandi
(Bretastjórn átti eftir
að fremja stærsta
bankarán verald-
arsögunnar á þeim)
voru sett neyðarlög
sem tóku kredduna
um frjálst flæði fjár-
magns úr sambandi
og komu stjórn gjald-
eyrismála aftur heim
(mikilvægustu lög sem
sett hafa verið um
fjármálastarfsemina í
landinu síðan á
miðjum 9. áratugn-
um). Neyðarlögin voru skýr yf-
irlýsing um að Íslendingar ætluðu
ekki að láta „markaðinn“ (einka-
bankana, fjárfestingafélögin,
eignasjóðina, braskarana) stjórna
gengi gjaldmiðilsins eða peninga-
málum landsins. Neyðarlögin voru
eftirtektarverð dirfska fámennrar
þjóðar og reyndist verða hávært
kall út yfir heimsbyggðina um að
Ísland treysti sér til að stjórna
eigin málum. Og það var eins og
við manninn mælt: Önnur lönd
fylgdu í kjölfar Íslands og settu á
gjaldeyrishöft, m.a. stór iðn-
aðarlönd í Asíu (sem braskararnir
höfðu rænt einum áratug áður):
Suður-Kórea, Indónesía o.fl. Gjald-
eyrishöftin bættu strax stöðu
þeirra gegn hinu margþjóðlega
bankaveldi.
Höft á eignatilfærslur
nauðsynleg
Lærir svo lengi sem lifir. Virðu-
legar stofnanir sem trúðu á
„frjálsa fjármagnsflæðið“ eru sum-
ar búnar að átta sig á að gjaldeyr-
ishöft geta verið góð. Alþjóða
gjaldeyrissjóðurinn gaf nýlega út
álit þar sem staðhæft er að gjald-
eyrishöft geti verið nauðsynleg.
Gjaldeyrishöft hafa verið við lýði á
Íslandi mestallan uppbygging-
artíma landsins (obbann af 20. öld)
og fram að aðdraganda hrunsins.
Nú orðið er reyndar óþarfi að hafa
höft á venjuleg reikningsfærð
vöruviðskipti við önnur lönd, þar
eru oftast á ferðinni eðlileg skipti á
verðmætum sem ekki valda ójafn-
vægi. En flutning fjáreigna inn og
út úr landinu, t.d. í spákaup með
gjaldeyri, verðbréf eða í sókn eftir
háum vöxtum, er ekki hægt að
gefa frjálsan. Ef Ísland væri opnað
fyrir öllum fjáreignaflutningi gætu
braskararnir orðið mjög fljótir að
setja efnahagsmál landsins í upp-
nám. Það er nóg til af vondum pen-
ingum í heiminum, braskféð
ferðast leifturhratt um heiminn;
„heitu“ peningarnir sem skilja eft-
ir sig sviðna jörð þar sem þeir fara
um og hver þjóð með sjálfstæða
peningamálastjórn varast. Einn
einasti stórbraskari gat komið
sjálfu Bretaveldi í mikil pen-
ingavandræði (hann setur nú fé í
stríðsæsingar gegn Rússum). Þessi
staða blasir við öllum, samt eru
margir hér ennþá fastir í kredd-
unni um frjálst flæði fjármagns þó
gjaldeyrishöftin og neyðarlögin
(sem mega vera áfram) hafi bjarg-
að landinu frá öngþveiti og al-
menningi frá vonar völ. Kannske
er það bara spéhræðsla, okkar
ráðamenn vilja bera sig mannalega
í hópi braskara (og lögfræðinga
þeirra) og stórþjóða. Annars er sú
stærsta, Kínverjar, ekkert feimin
við að nota gjaldeyrishöft eftir
þörfum.
Flutningur fjáreigna inn og út
úr landinu þarf að vera undir
styrkri stjórn Seðlabankans. Þó að
menn segi eitthvað annað við blöð-
in og sjónvarpið, gali fagurlega um
blessun haftaleysis, vita bestu
menn betur, ríkistjórnin veit betur
og Seðlabankinn líka. En má ekki
segja, þetta er leyndarmál!
Leyndarmálið um
gjaldeyrishöftin
Eftir Friðrik
Daníelsson »Neyðarlögin ís-
lensku leystu menn
úr álögum kreddunnar
um frjálst flæði fjár-
magns. Flutningi fjár-
eigna til og frá landinu
þarf að stjórna.
Friðrik Daníelsson
Höfundur er verkfræðingur.
FERÐASUMAR 2015
ferðablað innanlands
SÉRBLAÐ
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 18. maí.
Í blaðinu verður
viðburðardagatal sem
ferðalangar geta flett
upp í á ferðalögum
um landið og séð
hvað er um að vera á
því svæði sem verið er
að ferðast um í. –– Meira fyrir lesendur
Morgunblaðið
gefur út sérblað
Ferðasumar 2015
ferðablað
innanlands
föstudaginn
22. maí.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Kúabúið á Korpúlfs-
stöðum var stærsta
kúabú á Norður-
löndum um 1930,
byggt upp fyrir fé,
sem útgerð Kveldúlfs
hafði aflað. Búið stóð
aldrei undir sér, sú
var niðurstaða rann-
sóknar á vegum Há-
skóla Íslands. Síðar
hafa ýmsir lagt fé í
stórbúskap með misjöfnum árangri.
Nýjasta dæmið er útgerðin
Skinney-Þinganes á Höfn í Horna-
firði, sem þar, á Mýrum, á stærsta
kúabú landsins.
Þegar bankarnir bjuggu til
ósköp af peningum fyrir um ára-
tug, margfalt það, sem svaraði til
innstæðna, buðu þeir kúabændum
óspart lánsfé, til að þeir gætu auk-
ið framleiðsluna með tæknilega
fullkomnasta mjaltabúnaði. Ráð-
gjafi um kúabúskap í Danmörku,
Snorri Sigurðsson, sem áður vann
hjá Landssambandi kúabænda,
gerir grein fyrir mjólkurfram-
leiðslu í Danmörku í nýlegu
Bændablaði. Hann vísar til athug-
ana á því, hvaða búnaður við að
koma mjólkinni úr júgri í mjólkurt-
ank er dýrastur. Það er með
mestri tækni. Í samræmi við það
fréttist, að bændur erlendis losi sig
við mjaltara og taki í þeirra stað í
notkun mjaltagryfjur.
Mjaltagryfjur eru af
ýmsu tagi. Bóndi, sem
lengi hefur haft slíkt
fyrirkomulag, segir, að
því, sem hann spari í
vexti og afborganir
miðað við mjaltara,
geti hann varið til að
kosta mann til afleys-
inga og sett hann að
auki til annarra verka
milli mjalta. En hér á
landi eru mjaltarar sú
tækni, sem sækir á,
með bankafé.
Ýmsir vilja leika sér að búskap í
huganum. Frægt varð upp úr 1960,
þegar Framkvæmdabanki ríkisins
setti fé í andabú í Álfsnesi á Kjal-
arnesi. Slíkt var opinbert mál og
mátti því ræða. Nú geta banka-
menn með leynd sett fé í bú; það
eru peningar, sem bankarnir búa
til úr engu. Svínabú hafa risið fyrir
slíkt fé. Þegar þau standa illa hefur
bankinn fært niður skuldir búsins,
og það heldur áfram framleiðslu.
Ég veit um bónda, sem lengi hefur
búið við svín, að fyrirferð það, sem
fjölskyldan hefur ráðið við, en hef-
ur sætt verðlagi á afurðum, sem
mótast af stórfelldri niðurfærslu
skulda bankasvínabúskapar.
Ráðherra landbúnaðarmála vill
hafa búvörusamning ríkis og
bænda þannig, að samið verði um
kjör allra búgreina í einu í stað
samnings vegna hverrar greinar
fyrir sig, eins og verið hefur. Með
því móti gefst færi til að meta
landbúnaðinn í heild og stuðla að
því, sem menn vilja ætla honum.
Kúabúið á Korpúlfsstöðum var al-
mennt vel metið, til að mynda
gerði félagsskapur bænda, Bún-
aðarfélag Íslands, Thor Jensen,
sem kom búinu upp, að heið-
ursfélaga. Þá þótti mikils um vert
að rækta land og tryggja vaxandi
mannfjölda í útgerðarstaðnum
Reykjavík mjólk.
Okkar tími hefur sín markmið,
sem reyndar eru ekki á eina lund.
Almennur búvörusamningur með
markmið samtímans gæti orðið fá-
nýtur, meðan bankarnir hafa tæki-
færi til að búa til peninga úr engu
og setja þá í búrekstur með leynd-
um kjörum eftir höfði bankamanna
óháð almennum markmiðum eða í
andstöðu við þau.
Bankar búa til bú
Eftir Björn S.
Stefánsson » Bankar lána fé langt
umfram innstæður,
meðal annars til land-
búnaðar. Þegar þeir
fella niður skuldir bú-
anna, kunna afleiðing-
arnar að vera óheppileg-
ar.
Björn S. Stefánsson
Höfundur er búnaðarhagfræðingur.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
Kjördæmamót í Hólminum
um næstu helgi
Kjördæmamótið verður haldið á
Vesturlandi eða nánar tiltekið í
Stykkishólmi 16.-17. maí.
Spilað verður í Hótel Stykkis-
hólmi og hefst spilamennska á laug-
ardeginum kl. 11.
Þátttökuliðin koma frá öllum
landshornum og er liðskipan eftir
skipan gömlu kjördæmanna sem áð-
ur fyrr voru átta. Liðin eru Vest-
urland, Vestfirðir, Norðurland
vestra, Norðurland eystra, Austur-
land,
Suðurland, Reykjanes og Reykja-
vík. Spila fjögur lið frá hverju kjör-
dæmi.
Mótið var haldið fyrst árið 1994,
þá á Vesturlandi eða nánar tiltekið á
Akranesi. Þetta er því í 22. sinn sem
mótið er haldið en það færist milli
kjördæma ár hvert og verður t.d.
spilað á Austurland að ári.
Færeyingar komu inn í mótið árið
2006 sem níunda kjördæmið og hafa
mætt síðan þá. Mótið var haldið í
Færeyjum í fyrra. Flykktust þá ís-
lensku spilararnir til Færeyja, ýmist
með Norrænu eða flugi. Þá sigruðu
Reyknesingar eftir hörkukeppni.
Á þriðja hundrað manns verða í
Stykkishólmi um helgina að spila
brids á hótelinu. Eru áhorfendur
velkomnir að koma og fylgjast með.
Tólf borð í Gullsmára 11. maí
Spilað var á 12 borðum í Gull-
smára mánudaginn 11. maí.
Úrslit í N/S:
Örn Einarsson – Pétur Antonsson 205
Birgir Ísleifsson – Jóhann Ólafsson 199
Guðrún Hinriksd. – Haukur Hanness. 190
Þórður Jörundss. – Jörundur Þórðarson 187
A/V
Rut Árnadóttir – Ása Jónsdóttir 202
Haukur Bjarnason – Hinrik Láruss. 190
Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 187
Ásgeir Gunnarsson – Einar Kristinss. 180
Ekki er spilað uppstigningardag.