Morgunblaðið - 14.05.2015, Síða 22

Morgunblaðið - 14.05.2015, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2015 ✝ Sólveig Elías-dóttir fæddist 25. september 1949 í Hellisholti í Vest- mannaeyjum. Hún lést á HSS 28. apríl 2015. Foreldrar henn- ar voru Klara Hjartardóttir, f. 1929, d. 2013, og Elías Kristjánsson, f. 1919, d. 2011. Systkini Sólveigar eru Ellý, f. 1944, Óskar, f. 1947, Hjörtur, f. 1957, og Ómar, f. 1960. Sólveig hóf sambúð með Sig- tryggi Antonssyni árið 1973, bæði áttu þau börn úr fyrri hjónaböndum. Sólveig átti Jó- hann Kristin Grétarsson, f. 19.1. 1968, og Sigtryggur átti Pálm- eyju, f. 26. sept- ember 1969. Sam- an eignuðust Sólveig og Sig- tryggur Hafþór, f. 11. október 1977, og Kristján, f. 5. júlí 1990. Saman eiga þau ellefu barnabörn og tvö barnabarnabörn. Sigtryggur og Sólveig giftu sig í Vestmannaeyjum 4. nóvember 1978. Hjónin fluttust upp á land í ágúst 1985. Sólveig starfaði lengst af hjá Reykjavíkurborg í starfi með börnum, bæði á leikskóla og frí- stundaheimili. Útför Sólveigar fór fram í kyrrþey. Elskuleg tengdamóðir mín hún Sólveig, eða Dolla eins og hún var kölluð innan fjölskyld- unnar, er nú látin Ég trúi því varla að ég sitji hér og skrifi minningargreinina hennar, það er svo stutt síðan við biðum spennt eftir af hefja nýtt líf saman í Svíþjóð. Svo ham- ingjusöm og spennt, búin að finna hús fyrir okkur öll saman, spennt fyrir að upplifa saman sólina, markaðina, ferðast og svo margt fleira. En lífið tók heldur betur krappa beygju og allt í einu ertu farin, ýmsar tilfinningar koma upp; reiði, vantrú og undrun yfir hve fljótt allt getur snúist á hvolf í lífinu. Sjúkdómurinn hrifsaði elsku Dollu svo fljótt frá okkur. En eftir er eru margar minn- ingar um yndislega konu, svo blíða, góða og umhyggjusama. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að eyða með henni seinustu 13 árum og að börnin mín hafi fengið að njóta hennar. Betri ömmu er ekki hægt að óska sér fyrir börnin sín, hún tók alltaf á móti þeim með innilegu brosi og hlýjum faðmi. Stelpurn- ar mínar, Birta Sól og Aníta Mist, hafa frá fyrstu tíð alltaf verið miklar ömmustelpur og þótti svo gott að vera hjá ömmu Dollu í rólegheitum og kósý. Ýmislegt var brallað, farið á ströndina í Garðinum, málað á steina, lakkaðar neglur og greitt hár. Dolla gaf sig alla í ömmu- hlutverkið og dúllaði við barna- börnin sín. Hún var líka stoð og stytta okkar Hafþórs, hún gerði allt til að gera okkur lífið auðveldara, hjálpaði til í flutningum, sem ekki voru fáir, passaði, hvað sem þurfti þá var hún tilbúin og viss- um við alltaf að við gætum treyst á hana. Dolla mín vildi allt fyrir aðra gera og sýndi ávallt fjöl- skyldunni sinni skilyrðislausa ást og umhyggju. Það er mér svo minnisstætt þegar að ég var að læra hár- greiðslu og vantaði módel í permanent, auðvitað bauð Dolla sig fram án þess að langa nokkuð í permanent. Eftir herlegheitin var hárið frekar strítt og leið- inlegt og ég hafði miklar áhyggj- ur af því hvernig við gætum gert það fínt en Dollu var alveg sama, sagði bara, elskan mín, þetta vex úr, og spurði svo hvernig mér hefði gengið í prófinu. Þetta er svo lýsandi fyrir Dollu, fórnaði sér ávallt fyrir fjölskylduna. Söknuðurinn er svo mikill og skarðið í fjölskyldunni svo stórt, ég get ekki hugsað mér lífið án hennar, ég óska þess svo heitt að Gabíel Máni og Ísabella Sólveig hefðu fengið að njóta hennar lengur, á sama tíma er ég þakk- lát fyrir að Dolla og Ísabella fengu að hittast í lifanda lífi. Það gaf Dollu minni svo mikið að fá að halda á henni og strjúka litlu kinnina hennar þessa sein- ustu daga sem hún var hjá okk- ur. Elsku Dolla mín, takk fyrir allar góðu minningarnar, um- hyggjuna og ástina sem þú gafst mér og börnunum mínum, ég veit að þú vakir yfir okkur og ert okkur alltaf nálæg. Með söknuð og sorg í hjarta kveð ég elskulega tengdamóður mína sem við elskum svo heitt og lifir ávallt í hjarta okkar. Með ástar- og saknaðar- kveðju. Þín tengdadóttir, Berglind. Elsku Sólveig mín, það er svo sárt að kveðja þig svona alltof snemma. Við áttum eftir að gera svo margt saman og þú áttir eftir að sjá Grétar litla vaxa úr grasi og dekra við hann með knúsum og kossum eins og hin barna- börnin þín. Guð hafði greinilega önnur plön en við vildum, og neyðumst við, sem eftir sitjum, til að sætta okkur við þann mikla missi sem við höfum orðið fyrir. Minning þín einkennist af ein- stakri hjartahlýju þinni og visku sem við, sem eftir lifum, munum búa að um ókomna tíð og ég mun sjá til þess að Grétar litli fái að vita hversu stórkostlega ömmu hann á á himnum. Hjarta mitt grætur núna og mun seint sætta sig við þennan missi, þú hefur verið svo mikil stoð og stytta fyrir okkur öll. Eina huggunin felst í vitneskj- unni um að núna líður þér betur, ert laus við þjáningarnar sem kvöldu þig síðustu mánuðina. Þín er sárt saknað, elsku tengdamamma mín, en ég veit að það verður tekið vel á móti þér í landinu fagra. Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar og allt sem þú hefur gefið mér og okkur með þinni einstöku hjartahlýju og þínum einstaka persónuleika. Minning þín verður varðveitt í hjarta mínu að eilífu. Góða ferð á nýja ferðalaginu þínu, elsku besta Sólveig mín. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Hafdís Elva. Sólveig Elíasdóttir ✝ Liss MöllerKarlsson fædd- ist í Horsens í Dan- mörku 24. janúar 1929. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 1. apríl 2015. Foreldrar henn- ar voru Ejner Ant- onius Möller og Adolfine Sofie Clara Schulin Möll- er og var Liss þeirra eina barn. Hún ólst upp í Horsens í Dan- mörku en flutti síðan til Íslands. Liss giftist Alfreð Karlssyni, voru þau gefin saman í Laugar- neskirkju 1950 en Alfreð Karls- Eydísi Lenu, Karen Ingu og Eriku Leu. Helga Sóley og Elvar eiga 10 barnabörn. 4) Alfreð Karl, f. 1964. Eiginkona hans er Hilma Ösp Baldursdóttir. Þau eru búsett í Grafarvogi og eiga tvo syni, Alfreð Andra og Emil. Alls eru langafabörnin orðin 18 talsins. Fyrstu árin eftir að þau hjón komu heim frá Danmörku starf- aði Liss í prjónaverkmiðju sem þau áttu og stóð við Súðarvog. Eftir það starfaði hún í fjölda ára í Landsbankanum og annaðist þar kaffi og annan viðurgerning. Fyrstu árin vann hún í útibúi Landsbankans Laugavegi 77 en síðar á Laugavegi 7, en þar starf- aði hún um langt árabil. Lengst af bjuggu Liss og Al- freð á Laugateigi í Reykjavík en síðustu árin voru þau búsett í Álfkonuhvarfi í Kópavogi. Útförin fór fram í kyrrþey 14. apríl 2015. son lést 10. janúar 2013. Börn þeirra eru: 1) María Klara, f. 1952, eiginmaður hennar er Guð- mundur Bjarnason. Þau eru búsett í Garðabæ og eiga tvær dætur, Áshildi Lísu og Bjarneyju Rós, og fimm barna- börn. 2) Ludwig Swen, f. 1955 og á hann þrjú börn, Gunnar Karl, Leó og Tómas. Ludwig á þrjú barnabörn. 3) Helga Sóley, f. 1961, eiginmaður hennar er Elv- ar Ólafsson, þau búa í Kópavogi og eiga fjórar dætur, Ernu Rut, Elsku mamma mín, nú sit ég hér í tómleika með tárin í augun- um, skrifa minningargrein til þín frá mér og þakka fyrir það sem þú gafst mér með lífi þínu. Vanmátt- ur minn er mikill og að standa frammi fyrir þessu stóra og erfiða verkefni lífsins án þín og pabba. Nú er tekinn við nýr raunveruleiki án ykkar sem ég hvorki skil né kann að lifa eftir en það eina sem ég veit með vissu er að allt er breytt. En móðir er kona sem kemur manni í heiminn með fyrirhöfn, fæðir mann og klæðir og veitir alla þá hlýju og ástúð sem lítið barn þarf á að halda. Er til staðar á erf- iðum tímum. Huggar mann og þerrar tárin og gleðst með þegar það var gaman að vera til. Svona varst þú, mamma mín, og ég gat leitað til þín og fengið aðstoð og stuðning frá þér. Nú ert þú búin að kveðja þessa jarðvist og ég og við í fjölskyldunni héldum að þú fengir að vera aðeins lengur hér á meðal okkar, en svona er þetta líf, við vitum aldrei okkar næturstað. Elsku mamma mín. Þú hafðir ávallt skoðanir á málum og fylgd- ist vel með og oft sátum við saman að spjalla um barnabörnin og barnabarnabörnin, um hvernig gengi og hvað væri að gerast. Og alltaf voruð þið pabbi ánægð þeg- ar þið fréttuð að fleiri barnabörn og barnabarnabörn væru á leið- inni, því þið voruð barngóð bæði. Þú varst alltaf heima við þegar ég var að alast upp og þegar ég kom heim úr skólanum varstu allt- af tilbúin með mat og lagðir mikið í matinn og útlit hans. Ég hef oft verið að grínast með það að ég hafi verið alin upp á smurbrauði og rjómagraut en það var arfleifð þín. Við systkinin fengum oftast heimabakað brauð skreytt með gúrku, tómötum og heimatilbúnu rauðkáli. Þú varst líka svo hæfi- leikarík í höndunum og við systk- inin vorum í útprjónuðum peysum og saumuðum fötum alla mína æsku. Og svo þegar við stækkuð- um hefur þú prjónað á barnabörn og barnabarnabörn og þau í glæsi- legum útprjónuðum fötum og nú liggur eftir þig mikið magn af vönduðu handverki sem fjölskyld- an hefur notið og mun njóta. Eins og þú veist hef ég ekki þessa hæfi- leika en þeir liggja annars staðar í fjölskyldunni. Manstu þegar þú vaktir heilu næturnar til að klára verkefni í handavinnu fyrir mig og ég fékk alltaf 9-10 í einkunn í handavinnu í grunnskóla og handavinnukennarinn átti bágt með að trúa þessu en ég kunni réttu handtökin og gat bjargað mér fyrir horn, ég var svo upp- tekin í að stunda íþróttir og leika mér og var ekki með þessi sauma- og prjónagen. Nú ert þú komin til pabba, mamma mín, og mér finnst svo stutt síðan hann lést en ég veit að það verða fagnaðarfundir hjá ykkur því að þú saknaðir hans svo mikið og þú varst einmana eftir að hann dó og hugsaðir til hans á hverjum degi. Ég veit hann tekur vel á móti þér, elsku mamma mín, við vitum að þú ert komin á góðan stað. Elsku mamma mín, ég finn ekki orðin en það er svo sannarlega margs að minnast og ég er þakklát fyrir tímann sem ég fékk með þér og eru mér síðustu stundir okkar saman dýrmætastar. Ég vona að þegar fram líða stundir muni fal- legu minningarnar um ykkur koma í stað sársaukans sem ég finn. Guð geymi þig, elsku mamma mín, og við biðjum öll að heilsa honum pabba. Þín dóttir, Helga Sóley Schulin Alfreðsdóttir. Liss Möller Schulin Karlsson Nú er hann far- inn, hann frændi minn og fermingar- bróðir Gunnar Jóhannsson, 88 ára gamall eins og ég verð núna í maí. Gat því miður ekki verið við hans jarð- arför þó að ég gjarnan vildi. Skrifa í staðinn nokkrar fátæk- legar línur um þennan góða mann. Minningarnar hrannast upp og ætla ég að eiga þær með mér. Gunnar var alltaf mjög hress og skemmtilegur. Það var þessi skemmtilegi húmor sem hann fékk í vöggugjöf og fylgdi honum alla tíð. Við fermdumst saman og slógum saman í fermingarveisl- una. Í þá daga var ekki mikið gert Gunnar Jóhannsson ✝ Gunnar Jó-hannsson fæddist 6. febrúar 1927. Hann lést 23. apríl 2015. Útför Gunnars fór fram 2. maí 2015. í kringum ferming- ar eins og í dag. Það var aðallega að með- taka Guð og njóta hans. Gjafir voru aukaatriði. Við Gunnar skemmtum okkur konunglega í þeirri veislu. Það var alltaf stutt í húmorinn og hann hvorki drakk né reykti. Hann spilaði mikið og var tapsár, en var fljótur að hrista það af sér. Á Siglufirði í þá daga var fiskilyktin kölluð peningalykt, en núna get- ur varla nokkur Íslendingur unn- ið við fisk. En við Gunnar þekkt- um ekkert sjálfsagðara en að vinna við fiskvinnslu. Gunnar var yngstur allra systkinanna 13 og nú er hann farinn í annað ferða- lag. Guð blessi minningu hans og vil ég votta Valeyju konu hans og öðrum vandamönnum samúð mína og þakkir í gegnum tíðina. Guð blessi ykkur öll. Rósa Fjóla Guðjónsdóttir. Því fylgir sorg og söknuður að kveðja Einar Þor- stein Ásgeirsson. Okkur eru efst í huga þakkir fyrir stuðn- inginn við félagið og allan þann fróðleik sem hann miðlaði okk- Einar Þorsteinn Ásgeirsson ✝ Einar Þor-steinn Ásgeirs- son fæddist 17. júní 1942. Hann yfirgaf þessa jarðartilvist 28. apríl 2015. Út- för Einars Þor- steins fór fram 8. maí 2015. ur í fyrirlestrum og greinaskrifum. Svo er tækninni fyrir að þakka að við munum geta um ókomna tíð not- ið þeirra fjöl- breyttu fræðslu- greina sem hann skrifaði. Við sendum fjöl- skyldu hans okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Fyrir hönd vina í Heilsu- hringnum, Ingibjörg Sigfúsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNA K. ÓLAFSDÓTTIR, Gauja frá Fagradal, áður til heimilis að Vallargötu 6, Vestmannaeyjum, lést á dvalarheimilinu Hjallatúni, Vík í Mýrdal, laugardaginn 9. maí. Jarðarförin fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn 16. maí kl. 14. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á að láta Hollvinasjóð Hjallatúns (kt. 430206-1410, banki 0317-13-300530) njóta þess. . Sigrún Ósk Ingadóttir, Guðmundur Sigurðsson, Ingi S. Ingason, Katrín Þorbjörg Andrésdóttir, Ólafur Erlendsson, Gunnhildur V. Kjartansdóttir, Kjartan Erlendsson, Rikke Kiil Erlendsson, barnabörn og barnabarnabörn. Einstök eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HJÖRDÍS VILHJÁLMSDÓTTIR sérkennari, Sæbóli 39, Grundarfirði, kvaddi þennan heim í faðmi fjölskyldunnar laugardaginn 9. maí. Hún verður jarðsungin frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 16. maí kl. 14. . Pétur Guðráð Pétursson, Eva Jódís Pétursdóttir, Pétur Vilbergur Georgsson, Ásdís Lilja Pétursdóttir, Vilberg Ingi Kristjánsson, Jón Pétur Pétursson, Kristín Alma Sigmarsdóttir, Vilhjálmur Pétursson, Erla María Einarsdóttir og ömmubörn. Fósturfaðir okkar og bróðir, ALF WILHELMSEN, Árskógum 8, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 1. maí. Fyrir hönd aðstandenda, . Bjarni F. Einarsson, Halldór E. Faust, Olga Vatle. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.