Morgunblaðið - 14.05.2015, Side 28

Morgunblaðið - 14.05.2015, Side 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2015 Glæsileg armbandsúr Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is 29.200 32.500 36.990 27.300 33.800 24.700 39.900 31.500 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er að mörgu að hyggja þegar samningar eru gerðir. Vertu því á verði og láttu gott tækifæri alls ekki renna þér úr greipum. 20. apríl - 20. maí  Naut Ef einhver annar myndi lifa þennan dag í lífi þínu yrðu viðbrögðin við því sem gerist seinni partinn mjög sterk. Enginn ann- ar getur, mun eða ætti að segja þér fyrir verkum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Reyndu að sækja innblástur í það sem þú hefur fyrir stafni. Hvað er eiginlega að? Er fólk að skeyta skapi sínu á þér eða hefur þú gert eitthvað til að verðskulda þessi viðbrögð? 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þungri byrði er af þér létt þá er niðurstaða liggur fyrir í ákveðnu máli. Búðu því svo um hnútana að allir geti vel við unað. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að tala svo skýrt og skorinort að engin hætta sé á að fólk misskilji þig. En ástæðulaust er að prófa þau á hverjum degi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það getur reynst erfitt fyrir þig að klára ákveðið verkefni, þar sem samstarfs- menn þínir eru þér andsnúnir. Reyndu að lenda ekki í útistöðum við aðra. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ef þú ert jákvæður og horfir fram á við reynist þér auðveldara að gera þær breyt- ingar sem þurfa að verða í lífi þínu. Vendu þig á góðverk við skyldmenni þín. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það má vera að þú hafir ekki svo mikið milli handanna nú um stundir. Reyndu að semja við alla sem þú hittir. Láttu öfund annarra ekki fara í taugarnar á þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hlustaðu á ráð frá þér eldri og reyndari manneskju í dag. Beittu skynsem- inni en gefðu sköpunargáfunni sitt svigrúm líka. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú tiplar ekkert á tánum í kring- um það sem sumir telja viðkvæm málefni eins og fjármál. Breyttu þessu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Eitthvað brjálæðislega fyndið mun ýta þér upp úr hjólfarinu sem þú ert of- an í, líka því sem snýr að fjármálum. Taktu þér tak og hugsaðu málið af yfirvegun. 19. feb. - 20. mars Fiskar Varastu að vera of kröfuharður við fjölskyldumeðlim af eldri kynslóðinni. Vertu óhrædd/ur við að sýna öðrum feimni þína og viðkvæmni. Sigurlín Hermannsdóttir erkvíðafull á Leirnum: „Það eru ekki bara heiðlóurnar og mann- fólkið sem kuldinn hefur herjað á, vorlaukarnir hafa líka verið ræfils- legir. Þeir reyna samt hvað þeir geta. Fölblár og krókloppinn krókus nær kalinn, en hókus-pókus: í rosa og frosti feiminn hann brosti þótt veröldin væri úr fókus.“ Þetta kveikti í vísnasmiðum: Davíð Hjálmar Haraldsson sagði: „Miklar sögur gengu af lóunni í borginni, hún var sögð illileg og árásargjörn. Kælir enn kuldi og hjarn, á krókusi léttist þó brúnin. Ætl’ann sé árásargjarn? Eltir hann fólkið um túnin?“ Ólafur Stefánsson er garðyrkju- bóndi: Frost og vindur fer um hlað, finnst ei vorsins kraftur. Túlipanar standa í stað, og stefna í jörðu aftur. Og Sigurlín aftur: Atferli lífvera rist er allt rúnum og ráðningu fyrir mér velti. séð hef ég krókusa kíkja upp úr túnum – kannski þeir lóurnar elti. Og Ólafur: Óþarfi er æmt og væl, áfram greikkum sporið, leit ég áðan lóuþræl, labba út í vorið. Á þriðjudaginn birtist hér í Vísnahorni þessi vísa eftir Hall- mund Kristinsson: Flest má nú furðu gegna; nei, fjandinn hættu nú alveg! Ríms og vísunnar vegna verð ég að fara Kjalveg! Skúli Pálsson brást skjótt við á Boðnarmiði og svaraði: „Einu sinni var rætt um Kjalveg hér í hópnum og þessu þá kastað fram (sönn saga): Skröltandi bílnum í skalf ég, skrjóðurinn hristist og alveg á síðasta séns sentist minn Bens klungróttan torfæran Kjalveg.“ Björn Ingólfsson hafði þessa sögu að segja: „Þegar við komum á Kjalveg af kulda og langsvelti skalf eg,“ sagði Þórhalla og hló, „ég hafði það þó en Eyvindur króknaði alveg.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af krókus, túlipönum og Kjalvegi Í klípu „VIÐ ÞURFUM AÐ HREINSA LOFTIÐ. ÉG MEINA, BARA Á MILLI OKKAR TVEGGJA, AÐ SJÁLFSÖGÐU.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „OG ÞÚ SPYRÐ HVERS VEGNA ÉG VILJI ALDREI FARA Á ÍTALSKA VEITINGASTAÐI!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... mikilvægasta skuldbindingin sem þú munt takast á hendur. JÓLASVEINNINN KEMUR BRÁÐUM MEÐ GJAFIR FYRIR ALLA SEM HAFA VERIÐ GÓÐIR OG MIG! OG ÞIG GÓÐUR EIGINMAÐUR ER VIRÐI ÞYNGDAR SINNAR Í GULLI! OG GÓÐUR VÍKINGA- EIGINMAÐUR KEMUR MEÐ GULLIÐ HEIM!! Víkverji náði loksins að setja marksitt á vinnustaðafótboltann um daginn. Hann vann boltann á eigin vallarhelmingi, sendi hann á liðs- félaga og geystist fram í sóknina. Áður en Víkverji vissi af söng bolt- inn í neti andstæðinganna eftir netta innanfótarspyrnu af markteig. Fyrir gamla knattspyrnujálka má segja að það hafi verið smá Gerd Müller- fílingur yfir afgreiðslunni hjá Vík- verja. x x x En þótt markið hafi verið snoturtvoru það frekar fagnaðarlætin sem vöktu athygli liðsfélaganna, þar sem Víkverji hreinlega réði sér vart af kæti. Víkverji er nefnilega vanari því að „setja“ boltann í sitt eigið mark, enda hættir hann sér ekki oft yfir miðjuna í fótbolta. Víkverji veit sem er, að hans staður á vellinum er í vörninni, enda hefur hann alltaf verið frekar góður í því að vera fyrir öðrum. x x x Víkverji rifjaði upp við þetta tæki-færi önnur íþróttaafrek sín, en þar má til dæmis nefna það afrek að honum tókst á öllum menntaskóla- árum sínum einungis að skora tvö stig í körfubolta á fjögurra ára tíma- bili. Víkverji kennir raunar aðstæð- um í íþróttahúsi MR um, en stórir bitar í loftinu gerðu það að verkum að helsta leynivopn Víkverja í körf- unni, þriggja stiga skotið, fór oftar en ekki í loftið en ekki í körfuna. Sömu bitar gerðu það að verkum að blakferill Víkverja í leikfimi varð frekar endasleppur, þar sem bitarnir hirtu uppgjafirnar hans, allar með tölu. Eða það er allavegana sú afsök- un sem Víkverji heldur sig við, frek- ar en almennt getuleysi í íþróttinni. x x x Víkverji gæti raunar rifjað uppfleiri glæst afrek af allt of skömmum íþróttaferli, en þegar hann fann verðlaunagripina sína um daginn í geymslunni vakti það at- hygli hans hvað Víkverji átti mikið af gullverðlaunagripum fyrir knatt- spyrnuiðkun, sem þó tengdust fót- boltanum ekki neitt. Þessir ratleikir unnu sig ekki sjálfir. víkverji@mbl.is Víkverji En helgið Krist sem Drottin í hjörtum ykkar. Verið ætíð reiðubúin að svara hverjum manni sem krefst raka fyrir voninni sem þið eigið. (Fyrra Pétursbréf 3:15)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.