Morgunblaðið - 14.05.2015, Side 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2015
Tilkynnt hefur verið um tilnefning-
ar til Turner-verðlaunanna bresku,
virtustu viðurkenningar sem veitt
er fyrir myndlist þar í landi og
vekja tilnefningarnar ævinlega at-
hygli. Að þessu sinni voru tilnefnd
hópur sem kallar sig Assemble auk
listamannanna Nicole Wermers,
Bonnie Camplin og Janice Kerbel.
Sú síðastnefnda hlýtur tilnefningu
fyrir tónverkið Doug, sem eru níu
söngvar fyrir sex raddir, sem var
fluttur sem gjörningur. Kerbel,
sem er kanadísk býr og starfar í
Lundúnum, og er einn listamanna
i8 gallerísins í Reykjavík. Hún
vinnur með hljóðupptökur, gjörn-
inga og prentuð verk en gestir sáu
slík verk á sýningu hennar í i8 árið
2012. Í samtali við Morgunblaðið
sagðist hún sækja efnivið í ýmsar
áttir en verkin væru alltaf unnin
fyrir sýningarsalina þar sem
áhorfendur upplifðu þau.
Tónverk Frá flutningnum á verki Janice Kerbel, Doug, í Mitcherll Library í Glasgow.
Janice Kerbel, sem er á mála hjá i8,
tilnefnd til Turner-verðlaunanna
» Listahátíð í Reykjavíkhófst í gær með flutn-
ingi bandaríska dans-
flokksins Bandaloop á
opnunarverki hátíðarinnar
framan á gamla Morgun-
blaðshúsinu við Aðal-
stræti. Dansararnir svifu
framan á byggingunni og
fylgdust áhorfendur heill-
aðir með. Bandaloop hefur
dansað framan á skýja-
kljúfum og klettum víða
um heim og þá m.a. á
Kauphöllinni í New York
og í björgum Sierra Ne-
vada.
Bandaloop dansaði framan á gamla Morgunblaðshúsinu við setningu Listahátíðar í Reykjavík
Svifið um loftin blá Dansaranir voru listilega flinkir í flugi sínu utan á byggingunni. Knús Hanna Styrmisdóttir faðmaði dansara að sýningu lokinni.
Agndofa Þessi var heillaður.
Gaman Fjöldi fólks mætti til að fylgjast með sýningunni og naut þess.
Morgunblaðið/Eggert
ÍSLENSKT TAL
POWERSÝNING
KL. 10:20
FORSÝND
Í KVÖLD
ÍSLENSKT TAL
Sími: 553-2075
www.laugarasbio.is
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS
EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI
- bara lúxus