Morgunblaðið - 14.05.2015, Page 36
FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 134. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420
1. Vísað úr MS eftir svindl
2. Rakkamítill fannst í höfði barns
3. Er þetta rétta stúlkan?
4. Egill í „algjörri afneitun“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Allsherjarkenningin: Leitin hefst
nefnist myndlistarsýning Ólafar Rún-
ar Benediktsdóttur sem opnuð verð-
ur á morgun kl. 20 í Ekkisens, sýning-
arrými í gömlu kjallarahúsnæði á
Bergstaðastræti 25B. Í tilkynningu
segir að Ólöf noti allsherjarkenning-
una (e. Theory of everything) sem
innblástur fyrir sýninguna. Á sýning-
unni eru málverk, prentverk í formi
púsluspils og lítið zine, þ.e. lítið tíma-
rit, sem er ætlað til að örva hugarflug
gesta. Listamaðurinn býður öllum
þeim sem koma að setja sitt mark á
sýninguna, hripa niður sínar eigin
hugleiðingar, skoða það sem hefur
safnast saman og púsla, eins og seg-
ir í tilkynningu. Verk Ólafar tengjast
hugleiðingum hennar um eðli raun-
veruleikans og hún mun jafnframt
bjóða áhorfendum að taka þátt í
samtali um þeirra eigin upplifun á
raunveruleikanum.
Á sama tíma mun Fritz Hendrik IV
sýna myndbandsverkið „Kompósi-
sjón“ í Heilaga herberginu í Ekkisens.
Allsherjarkenningin
innblástur sýningar
Verk eftir Kristin G. Harðarson
myndlistarmann verður afhjúpað á
Gunnfríðarstöpli fyrir framan Lista-
safn ASÍ við Freyjugötu 41 í dag kl.
12. Verkið er úr plexígleri og sam-
settum ljósmyndum sem teknar eru á
Vörðufelli og í næsta
nágrenni þess en
verkið er það
fimmta í röð lista-
verka sem sett
verða á stöpulinn
sem var tekinn í
notkun í október
2013.
Verk Kristins á stöpl-
inum afhjúpað í dag
Á föstudag Suðaustan og austan 13-18 m/s og rigning, einkum
SA-til. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast á NV-landi.
Á laugardag Norðaustan 8-13 m/s og víða dálítil rigning eða skúr-
ir, en hægari S-til og styttir upp þar um kvöldið. Hiti 5 til 14 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan og suðaustan 8-13 og víða súld eða
rigning, þurrt NA-lands. Hiti 6 til 14 stig á morgun, hlýjast NA-til.
VEÐUR
Það verða Juventus og
Barcelona sem eigast við í
úrslitaleiknum í Meistara-
deild Evrópu í knatt-
spyrnu á ólympíuleik-
vanginum í Berlín í
Þýskalandi hinn 6. júní.
Ítalíumeistararnir gerðu
sér lítið fyrir og slógu
ríkjandi Evrópumeistara,
Real Madrid, úr leik á
Santiago Bernabeu-
vellinum í Madrid í
gærkvöld. »3
Juventus sló Real
Madrid úr leik
„Við erum vissulega taldir líklegra
liðið á pappírunum en fyrir Vest-
sjælland er þetta leikur lífsins,“ segir
Rúrik Gíslason, leikmaður FC Köben-
havn, en liðið mætir
Vestsjælland í úrslitaleik
dönsku bikarkeppn-
innar í knattspyrnu á
Parken í Kaup-
mannahöfn dag.
»4
Erum líklegra liðið á
pappírunum
Edda Garðarsdóttir, fyrrverandi
landsliðskona í knattspyrnu, fer
yfir öll liðin í Pepsi-deild kvenna í
knattspyrnu og metur möguleika
þeirra í sumar en keppni í deild-
inni hefst í dag. Edda segist ekki
eiga von á að neitt lið stingi af í
sumar en Stjarnan á Íslandsmeist-
aratitil að verja. Breiðabliki er hins
vegar spáð titlinum í ár. »2-3
Edda metur liðin í
Pepsi-deild kvenna
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Haukar hafa átt sigursælasta karla-
liðið í handboltanum síðan árið 2000,
níu sinnum fagnað Íslands- og deild-
armeistaratitlinum á tímabilinu og
bikarmeistaratitlinum fimm sinnum.
Enginn hefur fagnað meira en Þor-
geir Haraldsson, formaður hand-
knattleiksdeildarinnar, en hann hef-
ur verið meira og minna í stjórn
deildarinnar síðan 1973 og lengst af
formaður eða frá 1981.
„Þetta er alltaf jafngaman,“ segir
Þorgeir um titlana. Bætir við að hann
hafi verið sérlega sætur að þessu
sinni vegna þess að uppistaðan sé
ungir strákar sem hafi að miklu leyti
alist upp hjá félaginu. „Þeir hafa spil-
að mikið og uppskeran er góð.“
Formaðurinn segir að liður í upp-
byggingunni sé að búa til góða leik-
menn sem fari síðan gjarnan í at-
vinnumennsku erlendis. „Við höfum
verið svo gæfusamir að leikmenn
sem hafa farið frá okkur hafa komið
aftur til baka og þannig hefur okkur
gengið vel að halda okkar fólki hjá
okkur.“
Lífsstíll
Þorgeir var valinn leikmaður árs-
ins hjá Haukum 1978. Þá var hann í
flugnámi og síðan hann byrjaði að
fljúga hefur frítíminn að mestu farið í
starf fyrir Hauka. „Þetta er lífsstíll,“
segir Þorgeir, sem hefur verið flug-
stjóri hjá Icelandair síðan 1997 og
var yfirflugstjóri undanfarin 10 ár
eða þar til hann hætti því starfi í lið-
inni viku. „Nú er ég bara venjulegur
flugstjóri og þjálfunarflug-
stjóri og hef meiri tíma
fyrir Haukana.“
Þótt gengi Haukanna
hafi verið gott á nýliðnum
árum hefur það ekki
ætíð verið svo. Þeir
urðu fyrst Ís-
landsmeistarar
1943 og svo næst 57 árum síðar. „Ár-
ið 2000 var stemningin svipuð og
núna,“ rifjar Þorgeir upp. Þá hafi
verið þjálfaraskipti framundan eins
og nú, liðinu ekki gengið vel um vet-
urinn, en markmiðin skýr.
Þorgeir segir að uppbyggingin hafi
byggst á fjölskyldugildum. Kynslóð
leikmanna frá áttunda áratugnum
hafi byrjað endurreisn deildarinnar
fyrir um 25 árum, meðal annars feng-
ið Petr Baumruk í liðið, og sé enn að.
„Við vorum í baslinu 1975 til 1980,
tókum þetta að okkur og höfum hald-
ið vel hópinn síðan,“ bendir Þorgeir
á. „Þetta er mjög sterkur kjarni. Þótt
Hafnarfjörður sé ekki langt frá stór-
borginni erum við passlega sveitó og
gerum þetta út á fjölskylduna og
grasrótina. Það hefur verið okkar
stíll og við viljum halda honum.“
Fjölskyldan og grasrótin
Þorgeir fyrst í
stjórn 1973 og enn
formaður Hauka
Morgunblaðið/Kristinn
Leiðtogi Þorgeir Haraldsson hefur verið ötull liðsmaður Hauka í áratugi og uppskorið vel.
Þorgeir Haraldsson segir að eðlilega hafi margt skemmtilegt gerst í
kringum handboltann í Haukum undanfarna áratugi, en eitt atvik
komi alltaf upp í hugann þegar rætt sé um fléttur sem hafi skilað
árangri.
„Í úrslitarimmunni við KA 2001 vorum við komnir upp að vegg en
náðum að jafna einvígið 2:2 og gátum farið norður og
„stolið“ titlinum,“ rifjar hann upp. „Petr Baumruk var
hættur en við Viggó Sigurðsson þjálfari héldum fund
með honum heima hjá mér og drógum hann á flot
fyrir síðasta leikinn. Hann var fótalaus en ógnandi,
þeir voru skíthræddir við karlinn og plottið
gekk upp.“ Í meistaraliðinu núna er Adam
Haukur Baumruk, sonur Petrs Baumruks.
Baumruk gerði gæfumuninn
FLÉTTUR INNAN SEM UTAN VALLAR
Petr Baumruk
og Viggó.