Morgunblaðið - 27.05.2015, Page 1

Morgunblaðið - 27.05.2015, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 7. M A Í 2 0 1 5 Stofnað 1913  122. tölublað  103. árgangur  LITLA GULA HÆN- AN OG ÞUNGA- ROKK HJÁ LOTTU 15 MÍNÚTUR Í SJÓNUM ÁN FLOTGALLA FH Á TOPPNUM OG STJARNAN ENN ÁN TAPS Í 3. SÆTI BJÖRGUN 13 PEPSI-DEILDIN ÍÞRÓTTIRBARNALEIKRIT FRUMSÝNT 10 „Mitt leiðarljós er öryggi sjúk- linga. Frá þeim sjónarhóli þá verður þessu að ljúka strax. Strax,“ sagði Birgir Jak- obsson, land- læknir, um það ástand sem mun skapast í heilbrigðiskerfinu við verkfall hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu. Læknaráð Landspítalans lýsti í gær yfir þungum áhyggjum af stöðu mála á spítalanum vegna yf- irstandandi verkfalla. Með verk- falli hjúkrunarfræðinga mundi skapast fordæmalaust ástand á spítalanum. Verkfall aðildarfélaga BHM hefur nú staðið í tæpar sjö vikur og segir læknaráðið að áhrif þess á starfsemi spítalans séu gríðarleg. „Ljóst er að eftir svona langan tíma hefur orðið óásættanleg töf á öllum þessum þáttum í meðhöndl- un sjúklinga spítalans og uppsafn- aður verkefnalisti er langur,“ seg- ir m.a. í ályktun læknaráðsins. »2 Gríðarleg áhrif verk- fallanna Birgir Jakobsson Kjaramál » Stéttarfélögin veittu samn- inganefndum umboð í gær til að halda viðræðum áfram. » Framkvæmdastjóri SA segir að samningurinn reyni á þolrif fyrirtækja til launahækkana. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Gert er ráð fyrir að gildistími nýs kjarasamnings VR, LÍV, Flóabanda- lagsins og Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnulífsins verði til ársloka 2018 eða rúmlega þrjú og hálft ár. Aðaláherslan er lögð á hækkun lægri launa og að verja millitekjur. Lágmarkstekjutrygg- ing, sem nú er 214.000 kr., hækkar um 86 þúsund kr. á samningstíman- um. Hún verður 245.000 kr. við gild- istöku samnings og 300.000 kr. á mánuði frá og með maí 2018. Lægstu taxtar Flóabandalagsins hækka um 32,5% á samningstímanum og lægstu taxtar VR um 31,1%. Við launahækkanir verður stuðst við taxtahækkanir og launaþróunar- tryggingu árin 2015 og 2016 en taxta- og prósentuhækkanir árin 2017 og 2018. Í samningnum er opnunarákvæði sem hægt verður að grípa til ef for- sendur standast ekki. Samningaviðræður halda áfram í dag og á morgun og er stefnt að því að ljúka gerð kjarasamningsins fyrir vikulokin. Lágmarkstekjur í 300.000  VR, LÍV, Flóabandalagið og StéttVest ræða samning við SA til rúmlega 31⁄2 árs  Yfir 30% hækkun lægstu launataxta  Opnunarákvæði standist forsendur ekki M25.000 kr. hækkun »4 Ljósmynd/Árni Geirsson Þingvellir Fjölmargar hugmyndir eru um stefnumótun þjóðgarðsins. Í drögum að endurskoðun á stefnu- mótun þjóðgarðsins á Þingvöllum er lagt til að takmarka þar umferð, vernda þinghelgina á staðnum og dreifa gestum meira um svæðið. Hagsmunaaðilar, eins og t.d. ferða- þjónustan, voru hafðir með í ráðum við endurskoðunina og samhljómur er í viðhorfum þeirra og hjá þeim sem stýra þjóðgarðinum. Í drögunum kemur m.a. fram að brýnt sé að vernda ásýnd þinghelg- innar fornu. Nú sé hún slík að þegar horft sé yfir séu bílaplön með ara- grúa farartækja yfirþyrmandi. Að auki hafa komið fram hug- myndir um að byggja nýjan áningar- stað í þjóðgarðinum, við ný vegamót sem verða til þegar þjóðvegur 550 verður færður úr sigdældinni á Þing- völlum og upp fyrir gjána. Alls fara 156,5 milljónir til marg- víslegra verkefna á Þingvöllum í ár samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar- innar um úthlutun til brýnna verk- efna á ferðamannastöðum. Uppi hafa verið hugmyndir um að reisa nýja Valhöll á Þingvöllum í stað hússins sem brann 2009. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir ekkert hafa verið ákveðið í þessum efnum, en ýmsar hugmyndir hafi komið fram um nýja byggingu. »2 og 6 Minni umferð, meiri dreifing  Stefnumótun þjóðgarðsins á Þingvöllum endurskoðuð Mikið álag var á hjúkrunarfræðingum í gær vegna yfirvofandi verkfalls. Á bráðamóttökunni í Fossvogi sem á öðrum deildum Landspítalans biðu hjúkrunarfræðingar fregna af stöðu mála en ekkert þokaðist í samningaátt á óformlegum samningafundi. „Við höfum aldrei upplifað svona ástand áður. Við tökum bara stöðuna á klukkutíma fresti,“ sagði Ragna Gústafsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á bráðadeild. »4 „Tökum bara stöðuna á klukkutíma fresti“ Morgunblaðið/Kristinn Allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu átti að hefjast á miðnætti  Margir þátttakendur í nýrri könnun sögðu ekki „neitt vit“ í þeim lánum sem þeir fengu til húsnæðiskaupa á Suðurnesjum. Um var að ræða könnun meðal fólks sem hefur misst fasteignir í nauðungarsölu. Könnunin var unnin fyrir velferðarráðuneytið. Yfir 80% aðspurðra búa nú í leiguhúsnæði og 9% í eigin hús- næði. Ein meginniðurstaðan er sú að rúmlega helmingur svar- enda með börn á heimili taldi að miklar breytingar hefðu orðið í lífi barns eða barna vegna nauð- ungarsölu eða fjárhagserfiðleika á heimilinu. » 26 Sögðu ekki „neitt vit“ í lánum sem þeir fengu Ísland verður í forgrunni á listahátíð- inni Culturescapes 2015 sem haldin verður í 11. sinn í Sviss dagana 2. október til 29. nóvember. Á þeim tíma verður boðið upp á um 150 viðburði, þ. á m. tónleika, upplestra, myndlist- arsýningar, fyrirlestra og kvik- myndasýningar. Á síðustu árum hafa ríflega 20 þúsund gestir sótt viðburði hátíðarinnar árlega. Ráðgert er að hátíðin kosti eina milljón evra eða um 150 milljónir ísl. kr. og því óhætt að fullyrða að þetta sé ein stærsta listahátíð með Ísland í forgrunni sem haldin er utan landsteinanna. „Markmið hátíðarinnar er að skoða menningarlandslag einnar þjóðar, landsvæðis eða borgar,“ segir Jurria- an Cooiman, listrænn stjórnandi og stofnandi listahátíðarinnar Cult- urescapes. Bendir hann á að menn- ingin sé mörkuð af tungumálinu og umhverfinu þar sem hún verði til sem og af pólitísku landslagi og ekki síst náttúrunni í tilfelli Íslands. Meðal þeirra sem þátt taka á Culturescapes í ár eru Christoph Büchel, Roni Horn, Ragnar Kjartansson, Anna Þorvaldsdóttir, Erna Ómarsdóttir og Schola cantorum. »38 Ísland í brennidepli á Culturescapes

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.