Morgunblaðið - 27.05.2015, Page 2

Morgunblaðið - 27.05.2015, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Allt bendir til að nýjar verðbólgutöl- ur Hagstofunnar á morgun fyrir maí verði undir 2,5% sextánda mánuðinn í röð. Það er lengsta samfellda skeið- ið sem 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans hefur haldist síðan það var tekið upp í mars 2001. Eins og grafið hér til hliðar sýnir hefur verðbólgan verið undir þessu marki síðan í febrúar 2014, er hún lækkaði niður í 2,1%. Verðbólgan er nú 1,4% og spá greiningardeildir bankanna því að hún verði áfram undir markmiði Seðlabankans. Jón Bjarki Bentsson, hagfræðing- ur hjá Greiningu Íslandsbanka, segir bankann spá því að verðbólgan fari yfir 2,5% markmið Seðlabankans í nóvember, verði þá ríflega 3%. Verðhjöðnun gangi til baka Ástæðan sé að stórum hluta sú að áhrif 0,5% verðhjöðnunar í fyrra munu þá detta út úr 12 mánaða takti verðbólgunnar. Gangi þessi spá eftir mun verðbólgan hafa verið undir 2,5% í 21 mánuð í röð þegar þessu skeiði lýkur í nóvembermánuði. Verðbólgan var undir 2,5% mörk- unum í þrjá mánuði í ársbyrjun 2011. Það þarf svo að fara aftur til fyrstu fjögurra mánaða ársins 2004 til að finna önnur dæmi um slíkt. Þar áður hafði markmiðið náðst í 12 mánuði samfleytt frá nóvember 2002 til október 2003. Til upprifjunar varð sú breyting í mars 2001 að í stað þess að miða peningastefnuna við að halda gengi krónu innan vikmarka myndi Seðlabankinn miða stefnuna við að halda verðbólgu innan 2,5% marka. Verðstöðugleikinn hefur stutt við eignamyndun heimila í húsnæði. Spurður hvað íslensk heimili hafi hagnast mikið á raunverðshækkun- um síðustu missera, samhliða sjald- séðum stöðugleika í verðlagi, segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hag- fræðideild Landsbankans, að laus- lega megi stilla upp þessu dæmi: Raunverðið hækkað um 23% „Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er virði alls íbúðarhúsnæðis í landinu 3.540 milljarðar á árinu 2015, sem er þá u.þ.b. raunverðið nú. Raunverð á höfuðborgarsvæðinu varð lægst á fjórða ársfjórðungi 2010 og hefur það síðan hækkað um um það bil 23%. Raunverð þá var u.þ.b. 2.900 milljarðar króna. Hækkunin í krón- um er því 640 milljarðar á þessu tímabili,“ segir Ari. Hann segir hér gengið út frá því að raunverð fasteigna á landinu öllu hafi hækkað eins og á höfuðborgar- svæðinu. Reyndin sé auðvitað sú að hækkunin um land allt sé eitthvað minni, en auðvitað séu flestar fast- eignir á höfuðborgarsvæðinu. Á það megi svo benda að íbúðaverð á t.d. Akranesi og Akureyri hafi hækkað eins og á höfuðborgarsvæðinu. „Ég held að það sé því ágætis nálgun að ræða um 600 milljarða raunaukn- ingu,“ segir Ari og vísar til aukning- ar á eigin fé heimilanna í húsnæði. Lengsta stöðugleikaskeiðið lengist  Útlit fyrir að nýjar verðbólgutölur á morgun verði undir markmiði Seðlabankans, 16. mánuðinn í röð  Sérfræðingur áætlar að raunverð íbúðarhúsnæðis hafi hækkað um 640 milljarða frá kreppuárinu 2010 Þróun verðbólgu frá 2001 18% 16% 14% 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0 mars 2001 apríl 2015 03-’01 3,9% 11-’02 01-’04 01-’11 02-’ 14 08-’06 8,6% 10-’08 15,9% 04-’15 1,4% 01-’09 18,6% 2,5% verðbólguviðmið Seðlabankans Siglufirði | Íslenski flórgoðinn er trúlega að mestu leyti farfugl. Snemma í apríl koma fyrstu ein- staklingarnir inn á varpstöðvarnar og eru þá í sínu besta pússi og til- hugalífið í hámarki. Farið er að byggja hreiður jafnóðum og ísa tek- ur að leysa. Eiginlegur varptími hér á landi er þó ekki fyrr en í lok maí eða byrjun júní. Hreiður flórgoða er sérstakt og reyndar einsdæmi í íslenska fugla- ríkinu. Um er að ræða stóra, fljót- andi dyngju úr rotnandi jurtum. Henni er venjulegast komið fyrir þar sem vatnagróðurinn er hvað þéttastur, á grynningum við bakka. Eggin eru líka óvenjuleg. Þau eru oftast 4-5, bláhvít að lit, þakin mjúku, gegnsæju og óreglulegu kalklagi yst en verða fljótlega ljós- gul og síðan brún vegna efnisins í hreiðrinu sem og járnútfellinga. Meðan ungarnir eru litlir synda foreldrin venjulegast með þá á bak- inu. Þeir eru taldir verða sjálf- stæðir á 45 dögum eða svo, fleygir 55-60 daga. Þótt flórgoðarnir taki að yfirgefa varpstöðvarnar í ágúst, sjást alltaf einhverjir áfram á vötnum fram eftir hausti og allt fram í nóvember. Kemur á varpstöðvarnar í apríl í sínu fínasta pússi Morgunblaðið/Mikael Litríkur Flórgoði á hreiðri á ónefndum stað á Norðurlandi um síðustu helgi. Fljótandi hreiður flórgoðans Brýnt er að bæta vega- kerfið til að auka öryggi landsmanna sem og ferða- manna. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í til- kynningu frá innanríkisráðuneytinu þar sem greint er frá því að ríkis- stjórnin hafi í gærmorgun samþykkt að verja 1,8 milljörðum króna til brýnna úrbóta á vegakerfi landsins. Einnig var samþykkt að verja 850 milljónum til uppbyggingar og vernd- araðgerða á ferðamannastöðum í eigu eða umsjón ríkisins. Alls verður ráðist í 104 verkefni á 51 stað á land- inu auk þess sem landvarsla verður efld. Mest verður framkvæmt í Skaftafelli og á Þingvöllum, við Geysi, í Dimmuborgum, á miðhálendinu, við Gullfoss, Dyrhólaey, Dynjanda, Stöng í Þjórsárdal og Dettifoss. Á meðal verkefna er að koma upp sal- ernisaðstöðu við Dettifoss og verða 25 milljónir lagðar í það og 50 millj- ónum varið í uppbyggingu Geysis- svæðisins. Öruggari ferðamenn Ríkisstjórnin lagði áherslu á að aukinn straumur ferðamanna til landsins væri mikilvægur fyrir efna- hagslífið og góðar samgöngur grunn- forsendur fyrir vexti ferðaþjónust- unnar. Því yrði sérstaklega hugað að framkvæmdum við Dettifossveg, Kjósarskarðsveg, Uxahryggjaveg og Kaldadalsveg sem lengi hafa staðið til en verið frestað margoft. Alls verður 1,3 milljörðum varið í þau verkefni og hefur Vegagerðin umsjón með þeim. Uppsöfnuð viðhaldsþörf er mikil vegna niðurskurðar og verður fjár- magn til viðhaldsverkefna aukið um 500 milljónir króna, bæði á mestu umferðargötum borgarinnar sem og á hringveginum. malin@mbl.is Milljörð- um varið í úrbætur  Fleiri ferðamenn á öruggari vegum Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Mitt leiðarljós er öryggi sjúklinga. Frá þeim sjónarhóli þá verður þessu að ljúka strax. Strax,“ sagði Birgir Jakobsson landlæknir um það ástand sem mun skapast í heilbrigðiskerfinu við verkfall hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu. Seint í gærkvöldi benti allt til þess að það hæfist um miðnætti. „Það er ekki eftir neinu að bíða. Ef samn- ingar nást ekki þá getur aðeins Al- þingi Íslendinga lokið þessu. En það er í höndum Alþingis.“ Birgir sagði að staðan væri orðin nánast óþolandi. Embætti landlæknis leitaði eftir mati heilbrigðisstofnana á stöðunni í ljósi yfirvofandi verkfalls hjúkrunarfræðinga og fékk svör frá mörgum í gær. Hann sagði að svörin hefðu yfirleitt verið á sama veg. Upp- safnaður vandi í heilbrigðiskerfinu eftir langvarandi verkföll [lækna og félaga í BHM] væri nú þegar orðinn mjög alvarlegur. Bættist verkfall hjúkrunarfræðinga ofan á þann vanda yrði ástandið þannig að eigin- lega skorti nógu sterk orð til að lýsa því. „Þeir nota orð eins og „neyðar- ástand“ og að „öryggi sjúklinga verði ekki tryggt“ og svo framvegis,“ sagði Birgir. „Að mínu mati þá er þetta komið út fyrir öll mörk.“ Forstjóri Landspítalans dró upp ófagra mynd í forstjórapistli sínum s.l. föstudag af ástandinu sem mun skapast á spítalanum fari hjúkrunar- fræðingar í verkfall. Birgir sagði að svipað ástand væri í uppsiglingu á öðrum sjúkrahúsum landsins. Allir hefðu lýst því með svipuðum hætti. „Ég veit að hjúkrunarfræðingar eru í erfiðri aðstöðu. Þetta er ekki skemmtileg staða fyrir þá. Þeir gera sjálfsagt allt sem í þeirra valdi stend- ur, en það er alveg augljóst mál að það verður ekki hægt að tryggja heil- brigðisþjónustu sem þykir boðleg í dag ef af verkfalli hjúkrunarfræðinga verður. Það er alveg á hreinu,“ sagði Birgir. Hann kvaðst hafa greint heil- brigðisráðherra frá stöðu mála og sagt að þessu ástandi yrði að ljúka strax með einum eða öðrum hætti. Þessu verður að ljúka strax  Staðan alvarleg, að mati landlæknis Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara í útboð á nýrri ferju til siglinga á milli lands og Vestmannaeyja. Þetta stað- festi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður innan- ríkisráðherra í gær. „Útboðið mun taka um tvo til þrjá mánuði og verður farið í það á EES-svæðinu og er það bæði á smíði ferjunnar og rekstri.“ Búið er að hanna nýja ferju og var hönnunin í höndum norsku stofunn- ar Polarkonsult. Á vef Polarkonsult er sagt að ferjan verði 65 metra löng og geti borið 390 farþega. Stæði á bílaþilfari munu verða samtals 270 metrar. Til samanburðar má geta þess að Herjólfur er 70,5 metrar að lengd og rúmar 388 farþega og 60 fólksbíla. Hönnun hinnar nýju ferju miðast við þær sérstöku aðstæður sem eru við Landeyjahöfn og mun ný ferja m.a. þurfa að vera grunnrist. malin@mbl.is Samþykktu útboð vegna Eyjaferju  Rekstur og smíði ferjunnar boðin út

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.