Morgunblaðið - 27.05.2015, Page 4
SVIÐSLJÓS
Malín Brand
malin@mbl.is
Bæði sjúklingar og starfsfólk heil-
brigðisstofnana ríkisins urðu óþyrmi-
lega vör við þá óvissu sem í loftinu lá í
gær þegar undirbúningur stóð sem
hæst vegna verkfalls hjúkrunarfræð-
inga. „Hér höfum við verið að und-
irbúa það sem hægt er að undirbúa
fyrir verkfallið,“ segir Guðlaug Rakel
Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri
flæðissviðs.
Í mörgum tilvikum hefur reynst
snúið að gera ráðstafanir þar sem
sambærileg staða hefur ekki komið
upp áður og óvissan er mikil. Guðlaug
Rakel segir að starfsfólk hafi margt
hvert verið órólegt og því líði almennt
ekki vel vegna þeirrar stöðu sem upp
sé komin.
Samninganefnd Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga hefur ekki farið
varhluta af óvissuþrungnu andrúms-
loftinu því ekkert hefur þokast í
samningaátt á þeim fáu samninga-
fundum sem haldnir hafa verið.
Seinnipartinn í gær áttu hjúkr-
unarfræðingar óformlegan fund með
samninganefnd ríkisins og bar hann
engan árangur að sögn Ólafs G.
Skúlasonar, formanns félagsins. „Það
þokaðist ekkert í samkomulagsátt.
hjartagáttinni eftir hádegið í gær og
fóru sjúklingar því strax að finna fyr-
ir áhrifum verkfallsins. Fimm daga
deildinni á Landakoti verður lokað
sem og dag- og göngudeildinni. Dag-
deildinni á Grensási verður líka lokað
en bráðaþjónustunni verður sinnt þó
ljóst sé að tafir verði einhverjar.
Nánar má lesa um lokanir og
skerta starfsemi Landspítalans á
vefnum www.landspitali.is.
Spítalinn ræður ekki við langt verkfall
Hafa undirbúið það sem hægt var að undirbúa Starfsfólk tók stöðuna á klukkustundar fresti
Morgunblaðið/Kristinn
Önnum kafin Starfsfólk á bráðamóttöku í Fossvogi síðdegis í gær, en verkfall hefur verið undirbúið síðustu daga.
Við erum í raun ekkert nær samningi
í dag heldur en við vorum í gær,“
sagði Ólafur að fundinum loknum.
Ekki hefur verið boðað til nýs fundar
í viðræðunum.
Miklar áhyggjur starfsmanna
Á bráðadeild spítalans stóð starfs-
fólk í ströngu við skipulagningu þeg-
ar blaðamaður náði tali af deildar-
stjóranum, Rögnu Gústafsdóttur.
„Það er alveg hægt að segja að hér
hafa starfsmenn miklar áhyggjur af
næstu klukkutímum og sólarhringum
og í raun og veru vitum við ekki alveg
í hvað við erum að fara. Við höfum
aldrei upplifað svona ástand áður og
höfum gert allt sem í okkar valdi
stendur til að tryggja að þetta gangi
eins vel fyrir sig og mögulegt er. Það
er alltaf reynt að tryggja öryggi sjúk-
linga eins og hægt er,“ segir Ragna.
Hún segir að í gær hafi staðan ver-
ið tekin á klukkustundar fresti og
starfsfólk gert allt sem í þess valdi
stóð til að bregðast við óvenjulegu
ástandinu.
„Hér vonast allir til að málin leysist
á sem farsælastan hátt og að verk-
fallið verði sem allra styst, því það er
óhugsandi að spítalinn ráði við þetta í
marga daga,“ segir Ragna.
Hætt var að taka við sjúklingum á
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Megináherslur sem unnið er eftir í
kjaraviðræðum VR, LÍV, Flóa-
bandalagsins og Stéttarfélags Vest-
urlands við Samtök atvinnulífsins
voru birtar í gærkvöld. Þar kemur
m.a. fram að við launahækkanir
verði stuðst við taxtahækkanir og
launaþróunartryggingu árin 2015 og
2016 en taxta- og prósentuhækkanir
árin 2017 og 2018.
Gert er ráð fyrir að launataxtar
hækki um 25.000 kr. frá 1. maí 2015.
Byrjunarlaun afgreiðslufólks í VR
hækka að auki um 3.400 kr.
Launaþróunartrygging annarra
en þeirra sem taka laun samkvæmt
töxtum er 7,2% fyrir laun að upphæð
300.000 kr. eða lægri en fer svo stig-
lækkandi með hærri tekjum.
Launaþróunartryggingin verður þó
aldrei lægri en 3%.
Þann 1. maí 2016 hækka launa-
taxtar um 15.000 kr. Launaþróun-
artrygging er 5,5%. Viðmiðunar-
tímabil er 1. júní 2015 til 30. apríl
2016.
Þann 1. maí 2017 hækka launa-
taxtar um 4,5%. Byrjunarlaun af-
greiðslufólks í VR hækka að auki um
1.700 kr. Almenn hækkun er 3%.
Þann 1. maí 2018 hækka launa-
taxtar um 3% og almenn hækkun er
2% miðað við átta mánuði.
Fram kemur að samningsaðilar
vinni nú að útfærslu ýmissa annarra
ákvæða kjarasamningsins. Mikil-
vægast af þeim er opnunarákvæði ef
forsendur kjarasamningsins stand-
ast ekki. Einnig er unnið að sameig-
inlegum málum með Alþýðusam-
bandi Íslands og sérkjarasamning-
um sem tengjast frágangi aðalkjara-
samnings.
Umboð til að halda áfram
Meginlínur í drögum að nýjum
kjarasamningi voru kynntar stóru
samninganefndum og trúnaðarráð-
um stéttarfélaganna í gær.
Sigurður Bessason, formaður Efl-
ingar sem er í Flóabandalaginu
ásamt Verkalýðsfélaginu Hlíf og
Verkalýðs- og sjómannafélagi Kefla-
víkur, sagði töluvert mikla vinnu eft-
ir við að ljúka gerð samningsins.
Hann sagði að um 100 manns
hefðu mætt á fund samninganefndar
Flóabandalagsins í gær. Þar hefði
verið ágætis umræða um málin og
veitti fundurinn samninganefnd
heimild til að vinna áfram á grund-
velli þessara samningsdraga.
Sigurður sagði að fólk hefði viljað
fá betri upplýsingar um ákveðin at-
riði. „Ríkisvaldið hefur stigið fram
að einhverju leyti, sem í raun og
veru er dálítið óútfyllt blað,“ sagði
Sigurður. Hann sagði að það ætti
eftir að koma betur í ljós.
Samningaviðræðurnar halda
áfram í dag og hefst fundur kl. 9.00.
Búið er að skipuleggja fundahöld í
dag og á morgun. Sigurður kvaðst
ekki vita hvort það tækist að ljúka
gerð samningsins á þeim tíma en lík-
urnar á því hefðu aukist. „Vonandi
eru menn að finna einhvern þráð í
því að koma saman kjarasamningi,“
sagði Sigurður.
Kaupmáttaraukning forsenda
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður
VR, sagði þær samningsforsendur
liggja fyrir í viðræðunum að á næstu
árum yrði kaupmáttaraukning hér á
landi. Gengi það ekki eftir opnaðist
samningurinn. Með þessu færu fé-
lögin fram með ábyrgum hætti sem
á að tryggja kaupmáttaraukningu og
stöðugleika án mikillar verðbólgu.
Fundur trúnaðarráðs VR í gær
veitti Ólafíu umboð til að halda
áfram vinnu að samningi á grund-
velli þeirra meginlína sem kynntar
voru á fundinum.
25.000 kr. hækkun frá 1. maí
Taxtahækkanir og launaþróunartrygging 2015 og 2016 Taxta- og prósentuhækkanir 2017 og 2018
Opnunarákvæði ef forsendur kjarasamningsins standast ekki Stíf fundahöld í dag og á morgun
Morgunblaðið/Kristinn
Flóabandalagið Sigurður Bessason (t.v.), formaður Eflingar, útskýrði samningsdrögin á fjölmennum fundi stóru samninganefndarinnar í gær.
„Það er ánægjulegt að þarna eru komin samningsdrög
til nokkuð langs tíma sem ættu, ef framkvæmd þeirra
gengur eftir, að byggja undir áframhaldandi kaupmátt-
araukningu,“ sagði Þorsteinn Víglundsson fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Spurður út í samningstímann til þriggja og hálfs árs
sagði hann: „Þetta var á endanum bara sameiginleg
niðurstaða aðila þegar sest var yfir þann ramma sem
var til umræðu.“ Hann sagði að tíminn myndi leiða í
ljós áhrif samningsins á verðbólgu.
„Þessi samningur mun reyna talsvert á þolmörk fyr-
irtækja til launahækkana, en við töldum að í ljósi þeirrar stöðu sem er
uppi þá hefði þetta verið skynsamleg lending. Að öðru leyti þá er bara
eftir að sjá hvernig þetta gengur til enda en við teljum góðar líkur á því
að þetta ætti að leiða til kaupmáttaraukningar.“ bmo@mbl.is
Skynsamleg lending
SAMNINGURINN ÆTTI AÐ STUÐLA AÐ KAUPMÁTTARAUKNINGU
Þorsteinn
Víglundsson
Verkfall hjúkrunarfræðinga hef-
ur í för með sér lokanir á 75%
allra sjúkrarúma á Selfossi og í
Vestmannaeyjum. Í tilkynningu
frá Herdísi Gunnarsdóttur, for-
stjóra Heilbrigðisstofnunar
Suðurlands, kemur fram að 5 af
18 sjúkrarúmum verði opin á
Selfossi en hjúkrunarrýmin 40
verði opin áfram. Í Vestmanna-
eyjum verða um 4 rúm af 15 op-
in. Á heilsugæslunni verður
þjónustu forgangsraðað.
Lokanir á
75% rúma
SELFOSS OG
VESTMANNAEYJAR
Deilur á vinnumarkaði