Morgunblaðið - 27.05.2015, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
Bílastæðavandi er orðinn velþekkt fyrirbæri í Mið- og Vest-
urbæ Reykjavíkur. Þessi vandi er
að verulegu leyti heimatilbúinn og
afleiðing þeirrar stefnu sem borg-
aryfirvöld hafa
fylgt árum saman
og gengur undir
nafninu þétting
byggðar en snýst
um að þrengja
byggð og þar með
að þrengja að íbú-
um í vesturhluta borgarinnar.
Sjálfsagt er að nýta lausar bygg-ingalóðir og það hefur alltaf
verið gert.
Jafn sjálfsagt er að það sé gert ísamræmi við þá byggð sem fyr-
ir er og af tillitssemi við íbúana sem
fyrir eru.
Morgunblaðið sagði frá því um daginn að eitt af því sem nú
væri stundað væri að bygg-
ingaverktakar fengju að borga sig
frá því að tryggja næg bílastæði
með þeim húsum sem byggð eru á
þessu svæði.
Í stað þess að hafa bílakjallaragreiða þeir borginni fyrir að
sleppa því að gera ráð fyrir að íbú-
ar séu á bílum og þar með munu
íbúar nýju húsanna leggja annars
staðar og þrengja að þeim sem fyrir
eru.
Þetta bætist við þá stefnu borg-arinnar að leyfa að byggð séu
íbúðarhús sem hafa innan við eitt
stæði á íbúð, allt niður í 0,2 stæði á
íbúð, sem þrengir mjög að
nágrönnum.
Hvernig verður um að litast í vesturhluta borgarinnar ef
þessari stefnu verður fylgt í nokkur
ár enn?
Borgin bætir í
bílastæðavandann
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 26.5., kl. 18.00
Reykjavík 6 skýjað
Bolungarvík 3 snjókoma
Akureyri 8 rigning
Nuuk 2 skýjað
Þórshöfn 8 skýjað
Ósló 12 léttskýjað
Kaupmannahöfn 13 léttskýjað
Stokkhólmur 15 léttskýjað
Helsinki 13 heiðskírt
Lúxemborg 12 skýjað
Brussel 16 heiðskírt
Dublin 15 léttskýjað
Glasgow 12 léttskýjað
London 17 heiðskírt
París 17 skýjað
Amsterdam 12 léttskýjað
Hamborg 13 léttskýjað
Berlín 13 skýjað
Vín 14 skúrir
Moskva 26 heiðskírt
Algarve 21 léttskýjað
Madríd 27 heiðskírt
Barcelona 21 léttskýjað
Mallorca 23 léttskýjað
Róm 21 léttskýjað
Aþena 20 skýjað
Winnipeg 23 heiðskírt
Montreal 25 skýjað
New York 27 heiðskírt
Chicago 23 alskýjað
Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
27. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:36 23:14
ÍSAFJÖRÐUR 3:04 23:57
SIGLUFJÖRÐUR 2:45 23:42
DJÚPIVOGUR 2:57 22:52
Oddastefna verður haldin í höfuð-
stöðvum Landgræðslu ríkisins í
Gunnarsholti á morgun, fimmtu-
daginn 28. maí, og setur Þór Jak-
obsson, forseti Oddafélagsins,
stefnuna klukkan 13.15. Auk hans
eru frummælendur Sveinn Runólfs-
son, Ágúst Sigurðsson, sr. Guð-
björg Arnardóttir, Páll Imsland og
Ragnar Önundarson. Ráðgert er að
Oddastefnu ljúki klukkan 17.45.
Oddastefna er árlegt málþing
Oddafélagsins og er nú haldin í 23.
sinn frá árinu 1992. Þetta er í þriðja
skipti sem stefnan er haldin í boði
Landgræðslunnar.
Oddastefna haldin
í Gunnarsholti
Talsverður fjöldi kom saman á Austurvelli síð-
degis og lýsti yfir óánægju vegna starfa rík-
isstjórnarinnar.
Mótmælin voru skipulögð og auglýst á sam-
félagsmiðlinum Facebook umdir yfirskriftinni
„Bylting! Uppreisn.“ Var ríkisstjórnin hvött til
að fara frá og mættu sumir með lykla sem þeir
létu hringla í til að vekja athygli á því að tími
væri kominn til lyklaskipta í stjórn landsins.
Morgunblaðið/Eggert
Komu saman til að mótmæla á Austurvelli