Morgunblaðið - 27.05.2015, Side 9

Morgunblaðið - 27.05.2015, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það var mikill áhugi á hestum sem kom mér hingað. Ef maður ætlar að vinna við hesta í framtíðinni er gott að hafa menntunina á bak við sig, sér- staklega að hafa reiðkennaratitilinn. Svo kemur aukin reynsla sér alltaf vel,“ segir Hanna Rún Ingibergs- dóttir sem fékk afhent helstu verð- laun sem veitt eru fyrir reiðmennsku á reiðsýningu nemenda sem eru að brautskrást úr reiðmennsku- og reið- kennaranámi Háskólans á Hólum. Sýningin var haldin heima á Hólum síðastliðinn laugardag. Hún var felld inn í dagskrá Hólamótsins í hesta- íþróttum sem hestaíþróttaráð Ung- mennasambands Skagafjarðar heldur. Hanna Rún fékk viðurkenningu Félags tamningamanna fyrir hæstu einkunn á lokaprófi í reiðmennsku og Morgunblaðshnakkinn sem er við- urkenning fyrir besta árangur í reið- mennskuáföngum öll þrjú námsárin. Fleiri verðlaun verða veitt við braut- skráningu Hólanema sem fram fer 5. júní næstkomandi. Þrettán ljúka nú námi til BS í reið- mennsku og reiðkennslu. Oftast stendur hópurinn saman af fólki frá nokkrum mismunandi þjóðlöndum og erlendar stúlkur þá áberandi. Að þessu sinni eru langflestir útskrift- arnemarnir Íslendingar og með þeim tveir Svíar. Stórkostlegt ævintýri „Það er stórkostlegt ævintýri fyrir krakka að fara í þetta nám. Sam- félagið hér er lítið og kennararnir frá- bærir. Maður safnar mikilli reynslu á þessum þremur árum,“ segir Hanna Rún um námið. Hún kemur úr mikilli hestamanna- fjölskyldu í Hafnarfirði og hefur verið tengd hestum og hestamennsku frá því hún man eftir sér. Hún segir framtíðina óráðna, nema hvað hún muni alltaf hafa hesta í kringum sig. „Það er bara spurning hvort maður vill hafa hestana sem að- alatvinnu eða með öðru. Ég mun alla- vega vinna við þetta í sumar. Fram- haldið kemur svo í ljós. Það er líklegt að ég haldi þessu áfram, þegar hesta- sýkin er orðin þetta mikil,“ segir Hanna Rún. Hún verður á Kirkjubæ á Rangárvöllum í sumar. Eitthvað mun hún koma við á keppnisbrautinni í sumar, fer á Ís- landsmót og í úrtöku fyrir Heims- leika íslenska hestsins og fleiri mót. Ljósmynd/Guðmundur B. Eyþórsson Reiðkennari Hanna Rún Ingibergs- dóttir á Hlíf frá Skák. Hún sópaði að sér verðlaunum. Titillinn getur komið sér vel  Hanna Rún valin besti reiðmaðurinn á reiðsýningu Háskólans á Hólum Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Ný sending Verið velkomin Sumarbolir margir litir og gerðir Túnikur Kvartbuxur Peysur Pils o.fl. Vinsælu velúrgallarnir alltaf til í mörgum litum Stærðir S-XXXXL Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Vinsælu Modest buxurnar komnar aftur 7 litir Stærðir 36-50 Tvær síddir Verð 9.980 kr. Laugavegi 63 • S: 551 4422 Verð kr. 12.900 KOMNAR AFTUR Gardeur gallabuxur Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Garðabæjar verður haldinn miðvikudaginn 3. júní 2015. Fundurinn hefst kl. 17.30 í félagsheimili Sjálfstæðisfélagsins að Garðatorgi 7, Garðabæ. Sigríður Hulda Jónsdóttir formaður skóla- nefndar grunnskóla og bæjarfulltrúi fjallar um menntamál á undan hefðbundnum aðalfundarstörfum. Dagskrá: • Ávarp, Sigríður Hulda Jónsdóttir. • Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum Sjálfstæðisfélags Garðabæjar. • Lagabreytingar, sjá tillögur hér neðar • Önnur mál. Tillaga að lagabreytingu á 10. grein í lögum Sjálfstæðisfélags Garðabæjar (um boðun aðalfundar): ….. Til aðalfundar skal boða skriflega, t.d. með tölvupósti, auglýsingu á heima- síðu félagsins eða á annan sannanlegan hátt með minnst viku fyrirvara. …… Annað í 10. greininni verði óbreytt. Stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar. Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Garðabæjar 2015 Tveir menn réðust á bílstjóra Strætó í Ártúni um hádegisbil í gær. Lögreglan kom stuttu seinna á vett- vang og fór bílstjórinn á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum frá fram- kvæmdastjóra Strætó, Jóhannesi Svavari Rúnarssyni, hlaut bílstjór- inn ekki alvarlega áverka og stefnir á að mæta til vinnu aftur í dag. Reyndu að svindla sér inn Jóhannes segir í samtali við mbl.is að um hádegi í gær hafi mað- ur með rifinn miða reynt að svindla sér inn í vagninn. Bílstjórinn hafi ekki tekið miðann gildan og gefið manninum færi á að greiða fargjald- ið. Á eftir honum hafi komið annar maður og hafi sá verið með hinn hluta miðans og einnig ætlað að svindla sér inn. Þeir hafi ekki sætt sig við að vagnstjórinn meinaði þeim aðgang. „Þá verður allt vit- laust og þá er ráðist á hann,“ segir Jóhannes. Ekki algengt en fjölgað upp á síðkastið Jóhannes segir atvik sem þessi ekki algeng, en að upp á síðkastið hafi komið upp þrjú svona tilfelli. Segir hann þetta mikið áhyggjuefni, en að hann vonist til þess að ekki þurfi að fara í breytingar og að vagnstjórarnir verði í lokuðum búr- um. Segist hann telja að slíkt sé ekki nauðsynlegt hér og tekur fram að það sé varla þekkt í hinum vest- ræna heimi. Bílstjórar eru með neyðarhnapp í bílnum sem þeir geta notað til að kalla á aðstoð. Jóhannes segir að bílstjórarnir séu í framlínunni og þurfi að sitja undir ýmsu. „En það er hörmulegt að menn séu að ráðast á saklausa bílstjóra,“ segir Jóhannes. Segist hann spyrja sig hver ástæðan sé fyrir þessu. Hvort það sé minni virðing gagnvart strætóbílstjórum eða hvort hún sé einhver önnur. thorsteinn@mbl.is Réðust á strætóbílstjóra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.