Morgunblaðið - 27.05.2015, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Jói er hvatvís, en rosalega já-kvæður, vill alltaf vel og hef-ur bjargfasta trú á öllum íkringum sig,“ segir Baldur
Ragnarsson, gítarleikari Skálmaldar,
um eitt af hlutverkum sínum í barna-
leikritinu Litlu gulu hænunni, sem
Leikhópurinn Lotta frumsýnir í
kvöld kl. 18.00 í Elliðaárdalnum. Á
níu ára leikferli sínum með Lottu,
sem hann stofnaði ásamt fleirum, er
honum eftirminnilegast hlutverk sitt
sem úlfurinn í Rauðhettu og úlfinum
2008.
„Fram að því hafði ég alltaf leik-
ið góða gæjann en þarna fékk ég
tækifæri til að túlka illmennið og
hafði gríðarlega gaman af að fara
svona alveg í hina áttina. Eftir að ég –
úlfurinn – hafði hagað mér mjög illa
fannst mér skemmtilegast og mikil
áskorun fólgin í að vinna krakkana í
áhorfendahópnum á mitt band að
sýningu lokinni,“ útskýrir Baldur,
sem hefur lofað að vera góði gæinn í
kvöld og fram eftir sumri.
Jói á ábyrgð Önnu Bergljótar
En hvaða Jói er að flækjast í
Litlu gulu hænunni? kunna ein-
hverjir að spyrja alveg gáttaðir. Jói
er mest á ábyrgð höfundar leikrits-
ins, Önnu Bergljótar Thorarensen,
sem ákvað í samráði við leikhópinn að
krydda söguna svolítið og bæta við
hana heilu ævintýri í viðbót, Jóa og
baunagrasinu. „Hver veit nema litla
gula hænan sé einmitt sama hæna og
verpir gulleggjum fyrir risann í æv-
intýrinu um Jóa og baunagrasið,“
segir Anna Bergljót leyndardómsfull.
Fyrstir til að fá úr því skorið
hvort um sömu hænu sé að ræða
verða væntanlega frumsýningar-
Barnaleikrit með
þungarokksívafi
Söngvar og tónlist leika stór hlutverk í Litlu gulu hænunni sem Leikhópurinn
Lotta frumsýnir í kvöld. Líka Baldur Ragnarsson, gítarleikari Skálmaldar, sem
samdi söngtextana og er einn þriggja höfunda tónlistarinnar auk þess að leika Jóa
– sem sumir velta fyrir sér hvort hafi villst á ævintýri.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Jói og baunagrasið Baldur Ragnarsson í hlutverki Jóa góða og jákvæða.
Hver vill? Svínið sagði: Ekki ég. Kötturinn sagði: Ekki ég. Hundurinn sagði:
Ekki ég. En litla gula hænan sagði: Það vil ég. Og það gerði hún.
Nú er aldeilis tækifæri fyrir leikhús-
áhugafólk til að njóta, því í dag kl.
10:05 verður opinn samlestur á
breska leikverkinu At, eftir Mike
Bartlett, í forsal Borgarleikhússins.
Leikhússtjórinn Kristín Eysteins-
dóttir leikstýrir verkinu og leikarar
eru þau Vala Kristín Eiríksdóttir,
Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Valur
Freyr Einarsson og Eysteinn Sigurð-
arson. Verkið fjallar um grimmileg
átök á vinnustað þar sem þrír vinnu-
félagar bíða eftir mikilvægu starfs-
viðtali og aðeins tvö störf eru í boði.
At verður frumsýnt í haust og
verður fyrsta frumsýning nýs leik-
árs.
Vefsíðan www.borgarleikhusid.is
Morgunblaðið/Eggert
Þorvaldur Davíð Hann er einn þeirra leikara sem fara með hlutverk í Ati.
Opinn samlestur í dag á Ati
Í kvöld kl. 21 verða útgáfutónleikar á
Húrra, við hlið gamla Gauksins, en
þar ætlar Helgi Valur Ásgeirsson að
fagna útgáfu fjórðu plötu sinnar, No-
tes From The Underground.
Hljómsveitina skipar einvala lið
tónlistarfólks, Helgi Valur sér um gít-
arspil og söng, Ási Þórðarson lemur
trommur, Bergur Thomas Anderson
plokkar bassann, Úlfur Alexander
Einarsson leikur á rafgítar, Kári Ein-
arsson á sveimgítar, Katie Buckley
strýkur hörpu, Jón Elísson leikur á
hljómborð, Kristinn Roach blæs í
saxófón og Hallgrímur Jónas Jensson
leikur á selló. Auk sérstakra gesta.
Endilega …
… farið á útgáfutónleika
Helga Vals á Húrra í kvöld
Tónlistarmaður Helgi Valur.
Flestir finna einhverntíma á ævinni
fyrir þunglyndiseinkennum eða þekkja
einhvern sem þjáist af þunglyndi. Því
getur verið fróðlegt að kynna sér sem
flesta þætti sem því tengjast. Hingað
til lands er kominn bandarískur læknir,
Eddie Ramírez, sem ætlar að halda
fyrirlestra um áhrif grænmetisfæðis á
þunglyndi. Hann er einn af meðhöf-
undum bókarinnar „Rethink Food“ en
hana skrifa 100 læknar sem mæla
með því að fólk fari yfir í grænmet-
isfæði. Eddie Ramírez mun í fyr-
irlestrum sínum fjalla um niðurstöður
úr rannsóknum sem hann og annar
læknir, Neil Nedley, hafa gert meðal
annars um áhrif lífsstíls og mataræðis
á þunglyndissjúklinga, en árangurinn
hefur verið ótrúlegur.
Eddie Ramírez mun vera með fjóra
fyrirlestra í Rauða sal Verzlunarskóla-
Íslands og hefjast þeir í dag, miðviku-
dag, kl. 20.
Aðgangur er ókeypis og skráning
fer fram á netfanginu:
vigdislinda@hotmail.com
Bandarískur læknir með fyrirlestra
Ætlar að fjalla um áhrif
grænmetisfæðis á þunglyndi
Eddie Ramírez Heimsækir Ísland, en
hann er einn af höfundum bókarinnar
„Rethink Food“.
Getty Images/iStockphoto
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
- Þín brú til betri heilsu
Taktu í taumana og finndu þitt jafnvægi
Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010
Hvað hentar þér? Hafðu samband og fáðu fría ráðgjöf
– Eru kílóin að hlaðast á?
– Er svefninn í ólagi?
– Ertu með verki?
– Líður þér illa andlega?
– Ertu ekki að hreyfa þig reglulega?
– ....eða er hreinlega allt í rugli?
www.heilsuborg.is