Morgunblaðið - 27.05.2015, Page 11

Morgunblaðið - 27.05.2015, Page 11
Boðskapurinn Leikhópurinn Lotta sýnir ævintýrið um litlu gulu hænuna. Sagan hefur verið notuð í áratugi til að kenna börnum mikilvægi þess að allir hjálpist að og að sumu leyti verið fyrsta lexía barna í siðferði. gestir þessa glænýja leikrits með söngvum og alls konar skemmtileg- heitum. Þá verður líka spennandi að vita hvort gróðurskilyrði í dalnum séu slík að baunagrasið spretti alla leið til skýja. Frumsamdir söngtextar Baldur fer ekki aðeins með hlut- verk Jóa heldur samdi hann alla söngtextana í leikritinu, samtals tíu texta. Hann samdi einnig tónlistina ásamt þeim Rósu Ásgeirsdóttur og Birni Thorarensen, liðsmönnum Lottu. „Ég fékk alveg frítt spil að öðru leyti en því að textarnir þurftu að styðjast við framvindu sögunnar. Svo gerði ég bara það sem mér fannst skemmtilegast. Þótt leikritið höfði vissulega til barna kappkostaði ég að semja textana ekki sérstaklega með hliðsjón af börnum. Markmiðið var að búa til frambærilegt efni með góðu þema sem hentaði börnum. Mér fannst gaman að nota í textunum ýmsar tilvitnanir í aðrar sögur eða söngva. Brauðsöngurinn í Litlu gulu hænunni, sem er uppskrift að því hvernig á að baka brauð, er dæmi um slíka tengingu, en hann vísar í pip- arkökulagið fræga þótt það heyrist kannski ekki svo glöggt.“ Börn og þungarokk Lagið Ég er risinn sker sig tölu- vert frá öðrum lögum í Litlu gulu hænunni, enda samdi Baldur það al- veg sérstaklega og meðvitað í anda HAM. Hann langaði að sameina tvo heima; barnanna og þungarokksins. „Sigurjón Kjartansson, söngvari HAM, var svo indæll að vilja syngja lagið og leika risann á plötunni sem kemur út með tónlistinni og verkinu í heild,“ segir Baldur glaður í bragði. „Börn hafa gott af þungarokki og eru mjög móttækileg fyrir því,“ bætir hann við með sannfæringar- krafti. „Ég er risinn er góður rokk- slagari, sem slær hvergi af og hlífir engum. Það er mýta að eldra fólk og krakkar hafi ekki gaman af þunga- rokki og því er mikilvægt að þjónusta alla aldurshópa. Skálmöld verður með þungarokkstónleika fyrir krakka á Gauknum á laugardaginn, en sveitin hefur nokkrum sinnum áð- ur haldið slíka tónleika fyrir fullu húsi.“ Ekki við eina fjölina felldur Undirbúningur Litlu gulu hæn- unnar hófst eftir að Leikhópurinn Lotta sammæltist um sumarverkið rétt eftir áramótin. Handritshöfund- urinn, lagahöfundar og söngtexta- smiðurinn tóku til óspilltra málanna og í byrjun apríl hófust þrotlausar æfingar. Baldur hefur í nógu að snú- ast á næstunni. Ekki aðeins treður hann upp sem Jói í Litlu gulu hæn- unni út um allar trissur heldur fer hann í að minnsta kosti þrjár hljóm- leikaferðir með Skálmöld til Evrópu. Upp úr dúrnum kemur líka að hann er ekki við eina fjölina felldur þegar hljómsveitir eru annars vegar. Hann spilar með Ljótu hálfvitunum og einnig hljómsveit sem hann stofnaði ásamt nokkrum félögum til heiðurs The Clash. „Ég verð á þönum ýmist með Lottu eða Skálmöld í allt sumar. Við erum reyndar tveir sem skiptumst á að leika Jóa, ég og Stefán Benedikt Vilhelmsson, svo fyrirkomulagið ætti að ganga upp. Eftir frumsýninguna í kvöld setjum við upp nokkrar sýn- ingar á höfuðborgarsvæðinu og tök- um svo Vestfirðina eftir helgina,“ segir Baldur glaðbeittur. Enda vanur maður, sem leikið hefur stór og smá hlutverk úr helstu ævintýrabók- menntum heimsins. Morgunblaðið/Styrmir Kári DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015 Leikhópurinn Lotta frumsýnir Litlu gulu hænuna, glænýtt íslenskt leikrit með söngvum, í Elliðaárdalnum í kvöld kl. 18.00 Þetta er níunda sumarið sem Lotta setur upp útisýningu en síðastliðin sumur hefur hópurinn leik- ið sér við Hróa hött, Gilitrutt, Stígvélaða köttinn, Mjallhvíti og dvergana sjö, Galdrakarlinn í OZ og fleiri áhugaverðar persónur. Leikritið verður flutt nokkrum sinnum á miðvikudögum í fyrrnefndum dal á næstunni, en annars er í bígerð að heimsækja yfir 50 staði víðs- vegar á landinu. Höfundur Litlu gulu hænunnar er Anna Bergljót Thorarensen og er þetta fimmta verkið sem hún skrifar fyrir hópinn. Vignir Rafn Valþórsson er leikstjóri og Baldur Ragnarsson söngtextahöfundur, en hann og Rósa Ásgeirsdóttir og Björn Thorarensen, liðsmenn Lottu, sömdu tónlistina. Miðaverð er 1.900 kr. Ekki þarf að panta miða fyrirfram. Lotta bendir gestum á að klæða sig eftir veðri og mælir með að fullorðna fólkið taki með sér myndavél vegna þess að áhorfendum gefst kostur á að hitta per- sónurnar úr leikritinu eftir sýningu. Úti- og farandsýning LEIKHÓPURINN LOTTA Hrein akstursgleði BMW X3 www.bmw.is BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is BMW X3 xDrive20d. Verð frá 7.590.000 kr. Steptronic 8 þrepa sjálfskipting, Sensatec leðuráklæði, lykillaus gangsetning, 6,5" litaskjár í mælaborði, handfrjáls búnaður (Bluetooth) fyrir síma og tónlist. Á meðan þú leitar að skemmtilegri upplifun, leitar BMW að tæknilegri fullkomnun. Allar aðstæður eru kjöraðstæður fyrir BMW XDrive fjórhjóladrifskerfið í BMW X3. Nýr X3 xDrive20d með 190 hestafla dísilvél og Steptronic 8 þrepa sjálfskiptingu notar einungis 5,0 l/100 km* í blönduðum akstri. REYNSLUAKTU NÝJUM BMW X3 Í DAG. BMW X3 ER TILBÚINN Í NÆSTU ÁSKORUN.M ið að vi ð u p p g ef n ar vi ð m ið u n ar tö lu rf ra m le ið an d a u m el d sn ey tis n o tk u n íb lö n d u ð u m ak st ri .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.