Morgunblaðið - 27.05.2015, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Þrír fyrrverandi forsetar Alþingis,
þau Halldór Blöndal, Sturla Böðv-
arsson og Ásta Ragnheiður Jó-
hannesdóttir, líta störf Alþingis
þessa dagana svolítið mismunandi
augum. Þingmenn stjórnarand-
stöðunnar hafa flutt yfir eittþús-
und ræður um fundarstjórn for-
seta að undanförnu og ekkert lát
varð á þeim ræðuhöldum á Alþingi
í gær.
Halldór Blöndal, var forseti Al-
þingis frá 1999 til 2005. Hann
sagðist í samtali við Morgunblaðið
í gær telja framkomu stjórnarand-
stöðunnar fordæmalausa.
Meira en þúsund ræður
„Stjórnarandstaðan er búin að
halda meira en þúsund ræður um
fundarstjórn forseta til þess að
reyna að koma í veg fyrir, að vilji
meirihlutans nái fram að ganga.
Slík framkoma á sér engin for-
dæmi og grefur undan tiltrú þjóð-
arinnar á störfum Alþingis. Það er
Alþingis að ákveða hvaða virkjanir
eru í nýtingarflokki og hverjar
ekki, málið var lagt fyrir með þing-
legum hætti og öllum formsatrið-
um fullnægt. Svo einfalt er það,“
sagði Halldór.
Þurfa að horfa í eigin barm
Sturla Böðvarsson var forseti
Alþingis frá 2007 til 2009. Hann
sagðist í samtali við Morgunblaðið
í gær hafa ríka samúð með Einari
K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis.
„Það er ósanngjarnt að kenna hon-
um um það ástand sem er á Al-
þingi þessa dagana, hvað þá að
veitast að honum með kröfur um
afsagnir og vantraust. Það þarf nú
tvo til,“ sagði Sturla.
Sturla segir að reynsla sín af
starfi forseta Alþingis sé sú, að
það hafi skipt miklu máli við
hverja verið var að ræða hverju
sinni.
Voru sanngjarnir og sáttfúsir
„Ég bjó við það ágæta umhverfi
að formenn þingflokka voru vel
viðræðuhæfir, sanngjarnir og sátt-
fúsir og vissu um eigin ábyrgð.
Formenn þingflokka gegna geysi-
lega mikilvægu hlutverki í þing-
störfunum öllum. Þó að forseti hafi
mikið vald, þá þarf hann að vinna
sitt verk í samstarfi við formenn
þingflokka,“ sagði Sturla.
Hann segir að sér sé sérstaklega
minnisstætt gott samstarf sem
hann átti við þá Ögmund Jónasson,
sem þá var þingflokksformaður
Vinstri grænna og Lúðvík Berg-
vinsson, þáverandi formann þing-
flokks Samfylkingarinnar. Þeir
hafi báðir verið mjög meðvitaðir
um sína ábyrgð.
„Mér sýnist að forystumenn
þingflokka stjórnarandstöðunnar
þurfi aðeins að horfa í eigin barm
og átta sig á því að sagan mun
ekki, að mínu mati, fara mjúkum
höndum um þá,“ sagði Sturla.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt-
ir, forseti Alþingis frá 2009 til
2013, segir fátt koma sér á óvart í
störfum Alþingis í dag. „Mér finnst
þetta vera ósköp svipað og gerist í
þinginu, þegar líður að lokum
þinghalds. Hvorki betra né verra,“
sagði Ásta Ragnheiður í samtali
við Morgunblaðið í gær.
„Þegar ég var þingforseti var
mjög erfitt ástand í þinginu. Ég tel
að ástandið í þinginu nú sé ekkert
verra en það var í minni forsetatíð.
Stjórnarandstaðan var mjög hörð í
tíð síðustu ríkisstjórnar og það
voru notaðar ýmsar aðferðir til að
reyna að stöðva og tefja mál,“
sagði Ásta Ragnheiður.
Spurð hvort hún hafi ekki beitt
þrengri túlkun hvað varðar um-
ræðu um fundarstjórn, en núver-
andi forseti gerir sagði Ásta: „Ég
leyfði þingmönnum að tala um
dagskrána undir fundarstjórn, af
því að undir fundarstjórn fellur
líka gerð dagskrár.
En ég leyfði þeim ekki að halda
áfram efnislegri umræðu undir
liðnum umræða um fundarstjórn
forseta, svo sem þegar þingmenn
voru að reyna að lengja umræður
t.d. í fyrirspurnum, þar sem tíminn
er afmarkaður, með því að fara
upp undir því yfirskini að ræða
fundarstjórn forseta og fóru svo í
efnislega umræðu, ég leyfði það
ekki. Ég var mjög ströng á því, en
ég gerði ekki athugasemdir ef þeir
voru að ræða dagskrána undir um-
ræðu um fundarstjórn forseta.“
Áfram rætt á þingi
um fundarstjórn
Skiptar skoðanir hjá fyrrverandi forsetum Alþingis
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Alþingi Halldór Blöndal og Sturla Böðvarsson, fyrrverandi forsetar Alþingis, eru gagnrýnir á störf stjórnarandstöð-
unnar, en Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis 2009 til 2013, segir ástandið á þingi hvorki betra né verra en áður.
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
Laugavegi 34 101 Reykjavík | Sími: 551 4301 | gudsteinn.is
Guðsteins Eyjólfssonar sf
V E R S L U N
Jakki 29.900,-
Buxur 14.900,-
Atvinnuvegaráðuneytið, lands-
nefnd UN Women á Íslandi, Sam-
tök atvinnulífsins og Festa – mið-
stöð um samfélagsábyrgð standa
fyrir morgunfundi um jafnrétt-
ismál á fimmtudag kl. 8-10 á
Nauthóli undir yfirskriftinni: „Eru
til karla- og kvennastörf?“ Þar
verður rætt hvernig fyrirtæki
hafa náð að brjótast út úr hefð-
bundinni kynjaskiptingu í störfum.
Fundurinn er ætlaður stjórn-
endum og öðrum sem áhuga hafa
á auknu jafnrétti í íslensku við-
skiptalífi.
Á fundinum segja stjórnendur
Rio Tinto Alcan og Orkuveitu
Reykjavíkur, frá því hvernig unnið
er að jafnrétti í fyrirtækjunum og
hvaða leiðir séu færar til að jafna
kynjahlutfall í störfum. Sigurður
Snævarr hagfræðingur erindi um
niðurstöður rannsóknar um kyn-
bundinn launamun. Fundarstjóri
er Hulda Bjarnadóttir,
framkvæmdastjóri FKA.
Á fundinum veitir Ragnheiður
Elín Árnadóttir iðnaðar- og við-
skiptaráðherra Hvatningar-
verðlaun jafnréttismála.
Eru til karla- og kvennastörf?